Íslenski boltinn

Stjörnunni og ÍBV tókst ekki að færa sér mistök Þórs/KA í nyt | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Katrín Ásbjörnsdóttir kemur Stjörnunni yfir með marki af vítapunktinum.
Katrín Ásbjörnsdóttir kemur Stjörnunni yfir með marki af vítapunktinum. vísir/andri marinó
Stjarnan og ÍBV skildu jöfn, 2-2, á Samsung-vellinum í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Bæði lið eru væntanlega súr að hafa ekki náð að nýta sér það að Þór/KA náði aðeins jafntefli gegn Fylki fyrir norðan á sama tíma.

Kristín Erna Sigurlásdóttir kom ÍBV yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks með sínu sjötta marki í sumar.

Í seinni hálfleik tók Katrín Ásbjörnsdóttir málin í sínar hendar. Hún jafnaði metin á 53. mínútu og 16 mínútum fyrir leikslok kom hún Stjörnunni yfir með marki úr vítaspyrnu. Katrín er nú komin með 12 mörk í 13 deildarleikjum í sumar.

Þegar mínúta var til leiksloka fékk ÍBV víti eftir að boltinn fór í hönd Kim Dolstra og Andri Vigfússon, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu. Landsliðskonan Sigríður Lára Garðarsdóttir fór á punktinn og skoraði af öryggi. Lokatölur 2-2.

Stjarnan er í 2. sæti deildarinnar með 27 stig, einu stigi meira en ÍBV sem er í sætinu fyrir neðan.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.

Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Samsung-vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir.

vísir/andri marinó
vísir/andri marinó
vísir/andri marinó
vísir/andri marinó
vísir/andri marinó

Tengdar fréttir

Langþráður sigur FH-inga

Eftir þrjá leiki í röð án þess að fá stig eða skora mark vann FH 1-0 sigur á Haukum í Pepsi-deild kvenna í kvöld.

Söndrurnar komu toppliðinu til bjargar

Fylkir var hársbreidd frá því að vinna topplið Þórs/KA í fyrsta leik Árbæinga undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar. Lokatölur 3-3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×