Manchester er miðpunkturinn á ný í baráttunni um titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2017 06:00 Knattspyrnustjórar Manchester-liðanna, Jose Mourinho og Pep Guardiola. vísir/getty Manchester hefur eignast fimmtán Englandsmeistara í 25 ára sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Miklar líkur eru á því að sextándi meistaratitill borgarinnar bætist í hópinn næsta vor. Það spáðu margir mögnuðu einvígi á milli City og United þegar knattspyrnustjórarnir Pep Guardiola og José Mourinho mættu til borgarinnar fyrir einu ári. Fyrsta tímabil þeirra beggja var aftur á móti vonbrigði. City byrjaði frábærlega með sex sigra í fyrstu sex leikjunum en var síðan komið alla leið niður í fimmta sæti í janúar og var aldrei með fyrir alvöru í meistarabaráttunni eftir það. Manchester United bjargaði tímabilinu með sigri í Evrópudeildinni sem gaf liðinu sæti í Meistaradeildinni á ný en frammistaða liðsins í úrvalsdeildinni voru vonbrigði þar sem liðið endaði í 6. sæti og var 24 stigum á eftir meisturum Chelsea. Nú hafa þessir tveir sigursælu stjórar mótað liðin sín betur að eigin stíl auk þess sem þeir hafa báðir eytt háum upphæðum í spennandi leikmenn. Ekkert lið í deildinni hefur styrkt sig í líkingu við Man. City og United er ekki langt á eftir.Vincent Kompany tók við Englandsbikarnum 2014 en síðan hefur Manchester borg ekki eignast Englandsmeistara.Manchester-borg hefur ekki átt Englandsmeistara í að verða fjögur ár sem er lengsta bið eftir titli í borginni síðan 2003-2007. Takist United og City ekki að vinna í ár verður það í fyrsta sinn í 25 ára sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem hvorugt Manchester-liðið vinnur titilinn fjögur tímabil í röð. Talsverðar líkur eru á því að Guardiola takist það sem honum tókst bæði hjá Barcelona á Spáni og Bayern München í Þýskalandi eða að búa til langbesta lið deildarinnar. Það gæti vel farið svo að Manchester City stingi af, liðið hefur bæði stjórann og mannskapinn til þess. Englandsmeistarar Chelsea eiga titil að verja en þetta hefur verið skrýtið sumar á Brúnni og litlir meistarataktar á markaðnum. Liðið er búið að missa fyrirliðann (John Terry), akkerið á miðjunni (Nemanja Matic) og markahæsta leikmanninn (Diego Costa). Það er enginn búinn að gleyma hvernig síðasta titilvörnin gekk hjá Chelsea (José Mourinho rekinn í desember). Reynslan sem er runnin út um dyrnar í sumar boðar ekki gott að mati flestra spekinga. Það býst enginn við Leicester-hruni eins og fyrir ári en það gæti orðið basl á Brúnni.Harry Kan hefur orðið markakóngur deildarinnar undanfarnar tvær leiktíðir.Vísir/GettyHin þrjú liðin inn á topp fimm, Tottenham, Liverpool og Arsenal, hafa átt í vök að verjast í sumar þar sem mikill áhugi hefur verið á bestu leikmönnum liðsins. Philippe Coutinho er enn í Liverpool, Alexis Sánchez er enn í Arsenal og Dele Alli er enn í Tottenham en hve lengi.* Stóru liðin þurfa ekki að selja sína bestu menn og stjórar þessara liða vilja ekki vera í hópi liðanna sem helst ekki á sínum toppmönnum. Ekkert liðanna hefur unnið enska meistaratitilinn í langan tíma en þau hafa hins vegar öll endað í öðru sæti á síðustu fjórum tímabilum. Meistaradeildarsæti virðist þó vera raunhæfara markmið en meistaratitill í vetur. Liverpool hefur verið duglegra en hin tvö að styrkja sig en náði ekki að landa tveimur stórum bitum sem hefðu styrkt varnarleik liðsins mikið. Tottenham er uppfullt af ungum spennandi leikmönnum sem eru enn að bæta sig en hjá Arsenal er stærsta spurningin hvort það verður ofan á hjá stuðningsmönnum félagsins, að pirra sig yfir þrjósku Wengers eða sameinast að baki sínu liði.Gylfi Þór Sigurðsson er á förum frá Swansea.Vísir/GettyGylfa-málið heldur tveimur félögum í hálfgerðri gíslingu en ekkert hefur gengið hjá Everton að ná samkomulagi við Swansea City. Gylfi er helsta ástæðan fyrir því að Swansea hefur bjargað sér frá falli tvö ár í röð og án hans er fall alveg eins líklegt. Everton hefur styrkt sig í sumar og heimkoma Waynes Rooney er spennandi. Bæti þeir íslensku landsliðsstjörnunni í holuna gætu mjög góðir hlutir gerst. Í fyrsta sinn hefst enska úrvalsdeildin á föstudagskvöldi en Arsenal tekur á móti Leicester City klukkan 18.45 í kvöld í beinni á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sjá meira
Manchester hefur eignast fimmtán Englandsmeistara í 25 ára sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Miklar líkur eru á því að sextándi meistaratitill borgarinnar bætist í hópinn næsta vor. Það spáðu margir mögnuðu einvígi á milli City og United þegar knattspyrnustjórarnir Pep Guardiola og José Mourinho mættu til borgarinnar fyrir einu ári. Fyrsta tímabil þeirra beggja var aftur á móti vonbrigði. City byrjaði frábærlega með sex sigra í fyrstu sex leikjunum en var síðan komið alla leið niður í fimmta sæti í janúar og var aldrei með fyrir alvöru í meistarabaráttunni eftir það. Manchester United bjargaði tímabilinu með sigri í Evrópudeildinni sem gaf liðinu sæti í Meistaradeildinni á ný en frammistaða liðsins í úrvalsdeildinni voru vonbrigði þar sem liðið endaði í 6. sæti og var 24 stigum á eftir meisturum Chelsea. Nú hafa þessir tveir sigursælu stjórar mótað liðin sín betur að eigin stíl auk þess sem þeir hafa báðir eytt háum upphæðum í spennandi leikmenn. Ekkert lið í deildinni hefur styrkt sig í líkingu við Man. City og United er ekki langt á eftir.Vincent Kompany tók við Englandsbikarnum 2014 en síðan hefur Manchester borg ekki eignast Englandsmeistara.Manchester-borg hefur ekki átt Englandsmeistara í að verða fjögur ár sem er lengsta bið eftir titli í borginni síðan 2003-2007. Takist United og City ekki að vinna í ár verður það í fyrsta sinn í 25 ára sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem hvorugt Manchester-liðið vinnur titilinn fjögur tímabil í röð. Talsverðar líkur eru á því að Guardiola takist það sem honum tókst bæði hjá Barcelona á Spáni og Bayern München í Þýskalandi eða að búa til langbesta lið deildarinnar. Það gæti vel farið svo að Manchester City stingi af, liðið hefur bæði stjórann og mannskapinn til þess. Englandsmeistarar Chelsea eiga titil að verja en þetta hefur verið skrýtið sumar á Brúnni og litlir meistarataktar á markaðnum. Liðið er búið að missa fyrirliðann (John Terry), akkerið á miðjunni (Nemanja Matic) og markahæsta leikmanninn (Diego Costa). Það er enginn búinn að gleyma hvernig síðasta titilvörnin gekk hjá Chelsea (José Mourinho rekinn í desember). Reynslan sem er runnin út um dyrnar í sumar boðar ekki gott að mati flestra spekinga. Það býst enginn við Leicester-hruni eins og fyrir ári en það gæti orðið basl á Brúnni.Harry Kan hefur orðið markakóngur deildarinnar undanfarnar tvær leiktíðir.Vísir/GettyHin þrjú liðin inn á topp fimm, Tottenham, Liverpool og Arsenal, hafa átt í vök að verjast í sumar þar sem mikill áhugi hefur verið á bestu leikmönnum liðsins. Philippe Coutinho er enn í Liverpool, Alexis Sánchez er enn í Arsenal og Dele Alli er enn í Tottenham en hve lengi.* Stóru liðin þurfa ekki að selja sína bestu menn og stjórar þessara liða vilja ekki vera í hópi liðanna sem helst ekki á sínum toppmönnum. Ekkert liðanna hefur unnið enska meistaratitilinn í langan tíma en þau hafa hins vegar öll endað í öðru sæti á síðustu fjórum tímabilum. Meistaradeildarsæti virðist þó vera raunhæfara markmið en meistaratitill í vetur. Liverpool hefur verið duglegra en hin tvö að styrkja sig en náði ekki að landa tveimur stórum bitum sem hefðu styrkt varnarleik liðsins mikið. Tottenham er uppfullt af ungum spennandi leikmönnum sem eru enn að bæta sig en hjá Arsenal er stærsta spurningin hvort það verður ofan á hjá stuðningsmönnum félagsins, að pirra sig yfir þrjósku Wengers eða sameinast að baki sínu liði.Gylfi Þór Sigurðsson er á förum frá Swansea.Vísir/GettyGylfa-málið heldur tveimur félögum í hálfgerðri gíslingu en ekkert hefur gengið hjá Everton að ná samkomulagi við Swansea City. Gylfi er helsta ástæðan fyrir því að Swansea hefur bjargað sér frá falli tvö ár í röð og án hans er fall alveg eins líklegt. Everton hefur styrkt sig í sumar og heimkoma Waynes Rooney er spennandi. Bæti þeir íslensku landsliðsstjörnunni í holuna gætu mjög góðir hlutir gerst. Í fyrsta sinn hefst enska úrvalsdeildin á föstudagskvöldi en Arsenal tekur á móti Leicester City klukkan 18.45 í kvöld í beinni á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sjá meira