Eiður Smári fer yfir möguleika Chelsea: Áhugavert að sjá hvernig Morata aðlagast Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. ágúst 2017 20:00 Eiður Smári Guðjohnsen fór yfir möguleika Chelsea í upphitunarþætti fyrir ensku úrvalsdeildina. Chelsea mætir Burnley í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 14:00 á morgun. Chelsea byrjaði síðasta tímabil frekar illa en eftir að Antonio Conte, knattspyrnustjóri liðsins, breytti um leikaðferð í kjölfar 3-0 taps fyrir Arsenal snerist gengi Chelsea við. Liðið vann 13 leiki í röð og endaði á því að verða Englandsmeistari í annað sinn á síðustu þremur árum. „Þegar þeir spiluðu við Arsenal úti og töpuðu illa gat enginn séð fyrir sér að Chelsea færi þetta skrið sem þeir fóru á. Kannski var þetta blessun í dulargervi,“ sagði Eiður Smári sem lék með Chelsea á árunum 2000-06.Álvaro Morata á að leiða sóknarlínu Chelsea í vetur.vísir/gettyNokkrar breytingar hafa orðið á liði Chelsea í sumar. John Terry fór til Aston Villa, Nemanja Matic til Manchester United og allt bendir til þess að Diego Costa sé á förum frá Chelsea. Í staðinn keyptu Englandsmeistararnir Antonio Rüdiger, Tiémoué Bakayoko og Álvaro Morata. „Hlutverk stjórans er að finna hvaða leikmenn eru hungraðir í meira. Þeir verða að vera ánægðir með leikmennina sem þeir eru með og þá sem hafa bæst í hópinn,“ sagði Eiður sem er spenntur að sjá hvernig Morata spjarar sig hjá Chelsea. „Það verður áhugavert að sjá hvernig hann aðlagast ensku úrvalsdeildinni. Hann er góður leikmaður en enska úrvalsdeildin er öðruvísi. Því hraðar sem hann aðlagast, þeim mun betra fyrir alla.“ Eiður segir að það verði erfitt að fylla skarð Diegos Costa ef hann fer frá Chelsea. „Það yrði mikið áfall fyrir Chelsea að missa hann. Þeir hafa þegar misst [Eden] Hazard í meiðsli og ef Costa fer eru þeir búnir að missa aðalmennina frá síðasta tímabili,“ sagði Eiður. Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen fór yfir möguleika Chelsea í upphitunarþætti fyrir ensku úrvalsdeildina. Chelsea mætir Burnley í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 14:00 á morgun. Chelsea byrjaði síðasta tímabil frekar illa en eftir að Antonio Conte, knattspyrnustjóri liðsins, breytti um leikaðferð í kjölfar 3-0 taps fyrir Arsenal snerist gengi Chelsea við. Liðið vann 13 leiki í röð og endaði á því að verða Englandsmeistari í annað sinn á síðustu þremur árum. „Þegar þeir spiluðu við Arsenal úti og töpuðu illa gat enginn séð fyrir sér að Chelsea færi þetta skrið sem þeir fóru á. Kannski var þetta blessun í dulargervi,“ sagði Eiður Smári sem lék með Chelsea á árunum 2000-06.Álvaro Morata á að leiða sóknarlínu Chelsea í vetur.vísir/gettyNokkrar breytingar hafa orðið á liði Chelsea í sumar. John Terry fór til Aston Villa, Nemanja Matic til Manchester United og allt bendir til þess að Diego Costa sé á förum frá Chelsea. Í staðinn keyptu Englandsmeistararnir Antonio Rüdiger, Tiémoué Bakayoko og Álvaro Morata. „Hlutverk stjórans er að finna hvaða leikmenn eru hungraðir í meira. Þeir verða að vera ánægðir með leikmennina sem þeir eru með og þá sem hafa bæst í hópinn,“ sagði Eiður sem er spenntur að sjá hvernig Morata spjarar sig hjá Chelsea. „Það verður áhugavert að sjá hvernig hann aðlagast ensku úrvalsdeildinni. Hann er góður leikmaður en enska úrvalsdeildin er öðruvísi. Því hraðar sem hann aðlagast, þeim mun betra fyrir alla.“ Eiður segir að það verði erfitt að fylla skarð Diegos Costa ef hann fer frá Chelsea. „Það yrði mikið áfall fyrir Chelsea að missa hann. Þeir hafa þegar misst [Eden] Hazard í meiðsli og ef Costa fer eru þeir búnir að missa aðalmennina frá síðasta tímabili,“ sagði Eiður. Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Sjá meira