Spilar í bláu allan ársins hring Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. ágúst 2017 06:00 Verðandi samherjarnir Gylfi Þór Sigurðsson og Wayne Rooney í mikilli baráttu í landsleik Íslands og Englands á EM 2016. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson mun í dag gangast undir læknisskoðun hjá Everton en félagið komst í gær að samkomulagi við Swansea um kaupverð á íslenska landsliðsmanninum. Þetta herma heimildir íþróttadeildar 365. Ef Gylfi stenst læknisskoðun, annað aðeins formsatriði, er ljóst að Gylfi Þór mun spila í bláu allan ársins hring, bæði hjá Everton og íslenska landsliðinu. Eigendur Swansea höfðu áður hafnað tveimur tilboðum í Gylfa Þór en gengu að tilboði Everton í gær, upp á rúmar 40 milljónir punda eða 5,5 milljarða íslenskra króna. Með þessu er ljóst að Gylfi Þór verður langdýrasti íslenski knattspyrnumaður sögunnar en hann hefur rúmlega fjórfaldast í verði síðan Swansea keypti hann frá Tottenham sumarið 2014. Gylfi verður einnig dýrasti leikmaður Everton í sögu félagsins og tekur við keflinu af Romelu Lukaku, sem Everon keypti frá Chelsea árið 2014 fyrir 28 milljónir punda.Gylfi fagnar marki á móti Everton.Vísir/GettyMál Gylfa mikilvægast Vísir greindi frá þessu í gærkvöldi en einnig bárust fregnir af þessu í enskum fjölmiðlum. Gylfi Þór hefur lengi verið orðaður við Everton sem hefur tvívegis lagt fram tilboð í kappann, en án árangurs. Bandarískir eigendur Swansea vildu, samkvæmt heimildum enskra miðla, fá 50 milljónir punda fyrir Gylfa Þór. Um tíma leit út fyrir að ekkert yrði af kaupunum, en aðilar settust aftur að samningaborðinu í upphafi vikunnar og náðu saman í gærkvöldi. Gylfi Þór kom ekki við sögu er Swansea gerði markalaust jafntefli við Southampton um helgina en eftir leik sagði Paul Clement, stjóri velska liðsins, að langmikilvægast fyrir félagið væri að klára mál Gylfa Þórs. Fyrr væri ekki hægt að velta fyrir sér hvers konar liðsstyrk Swansea myndi sækja sér áður en lokað verður fyrir félagaskipti um mánaðamótin.Gylfi Þór Sigurðsson og Wayne Rooney.Vísir/GettyÍ samkeppni við Rooney og Baines „Gylfi er nú á allt öðrum stað í ensku úrvalsdeildinni en hann var áður,“ segir Hjörvar Hafliðason, knattspyrnusérfræðingur íþróttadeildar. „Hann var í fallbaráttu með Swansea en er nú hjá liði sem endaði í sjöunda sæti á síðustu leiktíð og stefnir enn hærra á þessari. Gylfi fær þar með tækifæri til að komast aftur í Evrópukeppni, sem hann hefur ekki fengið að upplifa síðan hann var hjá Tottenham.“ Hjörvar segir að leikstíll Everton sé frábrugðinn Swansea. „Everton spilaði með tvo framherja í fyrsta leik sínum á tímabilinu og stillti upp í leikkerfið 3-5-2. Ég sé fyrir mér að Gylfi nýtist best sem fremsti maður á miðju, með þá Morgan Schneiderlin og Idrissa Gueye fyrir aftan sig, og taki þar með Davy Klaassen úr liðinu.“ Hann vonast enn fremur til að Everton muni nýta krafta Gylfa sem spyrnumanns í föstum leikatriðum. „Það er það sem hefur gert hann að þeim leikmanni sem hann er. En nú er hann kominn með samkeppni frá bæði Wayne Rooney og Leighton Baines um það.“Phil Jagielka brýtur á Gylfa í leik Swansea og Everton.Vísir/GettyCity á sunnudag Ronald Koeman, stjóri Everton, hefur lengi haft augastað á Gylfa og verður loks að ósk sinni um að fá hann í sínar raðir. Óvíst er hvort Gylfi eigi möguleika á að spila með Everton í rimmu liðsins gegn Hajduk Split frá Króatíu um sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í vetur, en fyrri leikur liðanna fer fram á Goodison Park á morgun. Everton mætir Manchester City á útivelli á sunnudag en til gamans má geta að næsti grannaslagur liðsins gegn Liverpool verður á Anfield hinn 9. desember. Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson mun í dag gangast undir læknisskoðun hjá Everton en félagið komst í gær að samkomulagi við Swansea um kaupverð á íslenska landsliðsmanninum. Þetta herma heimildir íþróttadeildar 365. Ef Gylfi stenst læknisskoðun, annað aðeins formsatriði, er ljóst að Gylfi Þór mun spila í bláu allan ársins hring, bæði hjá Everton og íslenska landsliðinu. Eigendur Swansea höfðu áður hafnað tveimur tilboðum í Gylfa Þór en gengu að tilboði Everton í gær, upp á rúmar 40 milljónir punda eða 5,5 milljarða íslenskra króna. Með þessu er ljóst að Gylfi Þór verður langdýrasti íslenski knattspyrnumaður sögunnar en hann hefur rúmlega fjórfaldast í verði síðan Swansea keypti hann frá Tottenham sumarið 2014. Gylfi verður einnig dýrasti leikmaður Everton í sögu félagsins og tekur við keflinu af Romelu Lukaku, sem Everon keypti frá Chelsea árið 2014 fyrir 28 milljónir punda.Gylfi fagnar marki á móti Everton.Vísir/GettyMál Gylfa mikilvægast Vísir greindi frá þessu í gærkvöldi en einnig bárust fregnir af þessu í enskum fjölmiðlum. Gylfi Þór hefur lengi verið orðaður við Everton sem hefur tvívegis lagt fram tilboð í kappann, en án árangurs. Bandarískir eigendur Swansea vildu, samkvæmt heimildum enskra miðla, fá 50 milljónir punda fyrir Gylfa Þór. Um tíma leit út fyrir að ekkert yrði af kaupunum, en aðilar settust aftur að samningaborðinu í upphafi vikunnar og náðu saman í gærkvöldi. Gylfi Þór kom ekki við sögu er Swansea gerði markalaust jafntefli við Southampton um helgina en eftir leik sagði Paul Clement, stjóri velska liðsins, að langmikilvægast fyrir félagið væri að klára mál Gylfa Þórs. Fyrr væri ekki hægt að velta fyrir sér hvers konar liðsstyrk Swansea myndi sækja sér áður en lokað verður fyrir félagaskipti um mánaðamótin.Gylfi Þór Sigurðsson og Wayne Rooney.Vísir/GettyÍ samkeppni við Rooney og Baines „Gylfi er nú á allt öðrum stað í ensku úrvalsdeildinni en hann var áður,“ segir Hjörvar Hafliðason, knattspyrnusérfræðingur íþróttadeildar. „Hann var í fallbaráttu með Swansea en er nú hjá liði sem endaði í sjöunda sæti á síðustu leiktíð og stefnir enn hærra á þessari. Gylfi fær þar með tækifæri til að komast aftur í Evrópukeppni, sem hann hefur ekki fengið að upplifa síðan hann var hjá Tottenham.“ Hjörvar segir að leikstíll Everton sé frábrugðinn Swansea. „Everton spilaði með tvo framherja í fyrsta leik sínum á tímabilinu og stillti upp í leikkerfið 3-5-2. Ég sé fyrir mér að Gylfi nýtist best sem fremsti maður á miðju, með þá Morgan Schneiderlin og Idrissa Gueye fyrir aftan sig, og taki þar með Davy Klaassen úr liðinu.“ Hann vonast enn fremur til að Everton muni nýta krafta Gylfa sem spyrnumanns í föstum leikatriðum. „Það er það sem hefur gert hann að þeim leikmanni sem hann er. En nú er hann kominn með samkeppni frá bæði Wayne Rooney og Leighton Baines um það.“Phil Jagielka brýtur á Gylfa í leik Swansea og Everton.Vísir/GettyCity á sunnudag Ronald Koeman, stjóri Everton, hefur lengi haft augastað á Gylfa og verður loks að ósk sinni um að fá hann í sínar raðir. Óvíst er hvort Gylfi eigi möguleika á að spila með Everton í rimmu liðsins gegn Hajduk Split frá Króatíu um sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í vetur, en fyrri leikur liðanna fer fram á Goodison Park á morgun. Everton mætir Manchester City á útivelli á sunnudag en til gamans má geta að næsti grannaslagur liðsins gegn Liverpool verður á Anfield hinn 9. desember.
Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Sjá meira