Breiðablik og FH fá 72 milljónir vegna sölu Gylfa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. ágúst 2017 10:15 Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu með Swansea. Vísir/Getty Þegar Gylfi Þór Sigurðsson gengur í raðir Everton munu íslensku félögin sem hann spilaði með fá uppeldisbætur sem nema samtals tæpum 72 milljónum króna, miðað við gengi dagsins. Kaupverð Gylfa hefur ekki verið gefið upp en enskir fjölmiðlar telja það vera um 45 milljónir punda. Samkvæmt heimildum Vísis greiðir Everton um 40 milljónir strax en afganginn þegar Gylfi hefur uppfyllt ákveðin skilyrði samningsins. Miðað við 40 milljóna punda grunnkaupverð og gengi dagsins í dag fær Breiðabliki rúmar 42 milljónir í sinn hlut og FH tæpar 30 milljónir. Gylfi Þór spilaði í yngri flokkum FH en skipti yfir í Breiðablik árið 2003, þá á þrettánda aldursári. Hann var í Kópavoginum í tvö ár og átta mánuði, uns hann samdi við Reading í október 2005. Gylfi Þór var þá nýorðinn sextán ára. Samkvæmt heimildum Vísis fær Breiðablik 0,75 prósent af kaupverði Gylfa Þórs í sinn hlut en FH 0,53 prósent. Þess ber að geta að uppeldisbætur eru greiddar út í hvert sinn sem að leikmaður hefur félagaskipti á milli knattspyrnusambanda, en Gylfi er nú að fara frá Swansea, sem er undir knattspyrnusambandi Wales, til þess enska. Reading fær langmest í sinn hlut af uppeldisbótunum, um 142 milljónir króna. Hoffenheim fær 51 milljón og Tottenham 13 milljónir. Útreikning á hvernig uppeldisbætur skiptast á milli félaga má sjá á heimasíðu FIFA. Gylfi Þór mun í dag gangast undir læknisskoðun hjá Everton og líklegt er að hann verði kynntur sem nýr leikmaður liðsins innan skamms.Svona skiptast uppeldisbætur Gylfa Þórs: FH: 0,53% Breiðablik: 0,75% Reading: 2,54% Hoffenheim: 0,92% Tottenham: 0,24% Enski boltinn Tengdar fréttir Rooney hetjan í heimkomunni | Nýliðar Huddersfield byrja með látum | Sjáðu mörkin Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Everton á Stoke City á Goodison Park í dag en þetta er fyrsta mark hans fyrir uppeldisfélagið í 4837 daga. Þá byrjuðu nýliðar Huddersfield með látum og unnu 3-0 sigur á Crystal Palace á útivelli. 12. ágúst 2017 16:00 „Ómögulegt að fylla skarð Gylfa“ Það er ómögulegt fyrir Swansea City að fylla skarð Gylfa Þórs Sigurðssonar. Þetta segir Ian Walsh, fyrrverandi leikmaður Swansea og velska landsliðsins. 16. ágúst 2017 07:17 Spilar í bláu allan ársins hring Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, eftir að félagið komst að samkomulagi við Swansea um kaupverð. Hann fer í læknisskoðun hjá Everton í dag. 16. ágúst 2017 06:00 Ísland og 25 ára saga ensku úrvalsdeildarinnar Enska úrvalsdeildin fagnar 25 ára afmæli sínu um þessar mundir og það er því ekki úr vegi að skoða þátttöku íslenskra knattspyrnumanna í deildinni á þessum aldarfjórðungi. 11. ágúst 2017 06:30 Everton og Swansea búin að semja um kaupverð: Gylfi í læknisskoðun í fyrramálið Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga til liðs við Everton í ensku úrvalsdeildinni. 15. ágúst 2017 19:22 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Þegar Gylfi Þór Sigurðsson gengur í raðir Everton munu íslensku félögin sem hann spilaði með fá uppeldisbætur sem nema samtals tæpum 72 milljónum króna, miðað við gengi dagsins. Kaupverð Gylfa hefur ekki verið gefið upp en enskir fjölmiðlar telja það vera um 45 milljónir punda. Samkvæmt heimildum Vísis greiðir Everton um 40 milljónir strax en afganginn þegar Gylfi hefur uppfyllt ákveðin skilyrði samningsins. Miðað við 40 milljóna punda grunnkaupverð og gengi dagsins í dag fær Breiðabliki rúmar 42 milljónir í sinn hlut og FH tæpar 30 milljónir. Gylfi Þór spilaði í yngri flokkum FH en skipti yfir í Breiðablik árið 2003, þá á þrettánda aldursári. Hann var í Kópavoginum í tvö ár og átta mánuði, uns hann samdi við Reading í október 2005. Gylfi Þór var þá nýorðinn sextán ára. Samkvæmt heimildum Vísis fær Breiðablik 0,75 prósent af kaupverði Gylfa Þórs í sinn hlut en FH 0,53 prósent. Þess ber að geta að uppeldisbætur eru greiddar út í hvert sinn sem að leikmaður hefur félagaskipti á milli knattspyrnusambanda, en Gylfi er nú að fara frá Swansea, sem er undir knattspyrnusambandi Wales, til þess enska. Reading fær langmest í sinn hlut af uppeldisbótunum, um 142 milljónir króna. Hoffenheim fær 51 milljón og Tottenham 13 milljónir. Útreikning á hvernig uppeldisbætur skiptast á milli félaga má sjá á heimasíðu FIFA. Gylfi Þór mun í dag gangast undir læknisskoðun hjá Everton og líklegt er að hann verði kynntur sem nýr leikmaður liðsins innan skamms.Svona skiptast uppeldisbætur Gylfa Þórs: FH: 0,53% Breiðablik: 0,75% Reading: 2,54% Hoffenheim: 0,92% Tottenham: 0,24%
Enski boltinn Tengdar fréttir Rooney hetjan í heimkomunni | Nýliðar Huddersfield byrja með látum | Sjáðu mörkin Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Everton á Stoke City á Goodison Park í dag en þetta er fyrsta mark hans fyrir uppeldisfélagið í 4837 daga. Þá byrjuðu nýliðar Huddersfield með látum og unnu 3-0 sigur á Crystal Palace á útivelli. 12. ágúst 2017 16:00 „Ómögulegt að fylla skarð Gylfa“ Það er ómögulegt fyrir Swansea City að fylla skarð Gylfa Þórs Sigurðssonar. Þetta segir Ian Walsh, fyrrverandi leikmaður Swansea og velska landsliðsins. 16. ágúst 2017 07:17 Spilar í bláu allan ársins hring Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, eftir að félagið komst að samkomulagi við Swansea um kaupverð. Hann fer í læknisskoðun hjá Everton í dag. 16. ágúst 2017 06:00 Ísland og 25 ára saga ensku úrvalsdeildarinnar Enska úrvalsdeildin fagnar 25 ára afmæli sínu um þessar mundir og það er því ekki úr vegi að skoða þátttöku íslenskra knattspyrnumanna í deildinni á þessum aldarfjórðungi. 11. ágúst 2017 06:30 Everton og Swansea búin að semja um kaupverð: Gylfi í læknisskoðun í fyrramálið Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga til liðs við Everton í ensku úrvalsdeildinni. 15. ágúst 2017 19:22 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Rooney hetjan í heimkomunni | Nýliðar Huddersfield byrja með látum | Sjáðu mörkin Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Everton á Stoke City á Goodison Park í dag en þetta er fyrsta mark hans fyrir uppeldisfélagið í 4837 daga. Þá byrjuðu nýliðar Huddersfield með látum og unnu 3-0 sigur á Crystal Palace á útivelli. 12. ágúst 2017 16:00
„Ómögulegt að fylla skarð Gylfa“ Það er ómögulegt fyrir Swansea City að fylla skarð Gylfa Þórs Sigurðssonar. Þetta segir Ian Walsh, fyrrverandi leikmaður Swansea og velska landsliðsins. 16. ágúst 2017 07:17
Spilar í bláu allan ársins hring Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, eftir að félagið komst að samkomulagi við Swansea um kaupverð. Hann fer í læknisskoðun hjá Everton í dag. 16. ágúst 2017 06:00
Ísland og 25 ára saga ensku úrvalsdeildarinnar Enska úrvalsdeildin fagnar 25 ára afmæli sínu um þessar mundir og það er því ekki úr vegi að skoða þátttöku íslenskra knattspyrnumanna í deildinni á þessum aldarfjórðungi. 11. ágúst 2017 06:30
Everton og Swansea búin að semja um kaupverð: Gylfi í læknisskoðun í fyrramálið Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga til liðs við Everton í ensku úrvalsdeildinni. 15. ágúst 2017 19:22