Rooney hetjan í heimkomunni | Nýliðar Huddersfield byrja með látum | Sjáðu mörkin

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Everton á Stoke City á Goodison Park í dag en þetta er fyrsta mark hans fyrir uppeldisfélagið í 4837 daga eða rúmlega þrettán ár.

Rooney byrjaði leikinn og kom Everton yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar hann skallaði fyrirgjöf hins unga Dominic Calvert-Lewin í netið.

Það reyndist vera eina mark leiksins en Rooney lék allar nítíu mínútur leiksins í dag.

Nýliðar Huddersfield byrja tímabilið í ensku úrvalsdeildinni af krafti en þeir unnu í dag 3-0 sigur á Crystal Palace í fyrsta leik Frank De Boer sem stjóri Palace.

Joel Ward varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í fyrri hálfleik og stuttu síðar bætti Steve Mounie við marki fyrir Huddersfield og var staðan því 2-0 í hálfleik.

Mounie var aftur á ferðinni á 78. mínútu er hann innsiglaði sigurinn með öðru marki sínu en með sigrinum nær Huddersfield toppsæti deildarinnar um tíma.

West Brom byrjaði tímabilið á 1-0 sigri á heimavelli gegn Bournemouth en eina mark leiksins skoraði nýji maðurinn í vörninni hjá þeim, Ahmed Hegazy.

Þá skildu Swansea og Southampton jöfn á St. Mary's en Gylfi Þór Sigurðsson var ekki í leikmannahóp Swansea í dag vegna óvissu um framtíð hans hjá félaginu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira