André Bjerregaard hefur hleypt nýju lífi í lið KR.
KR-ingar hafa unnið alla þrjá leikina sem þessi 25 ára danski framherji hefur spilað með markatölunni 9-2.
Bjerregaard var besti maður vallarins þegar KR vann Víking Ó., 4-2, í gær. Daninn skoraði eitt marka KR og var auk þess sískapandi og óhemju duglegur.
„Þarna er ekkert í gangi en hann býr til eitthvað úr engu. Það gerðist nokkrum sinnum í leiknum,“ sagði Grétar Sigfinnur Sigurðarson í Pepsi-mörkunum í gær.
Grétar var afar hrifinn af frammistöðu Bjerregaards sem kom KR aftur í bílstjórasætið þegar hann skoraði þriðja mark liðsins á 81. mínútu.
„Á þessum tímapunkti er ótrúlega mikilvægt að hafa einhvern x-faktor. KR fékk tvö mörk í andlitið, algjörlega gegn gangi leiksins, en þá kemur hann með frábæra klárun. Og það er það sem þarf þegar á móti blæs,“ sagði Grétar.
Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Grétar: Bjerregaard býr til eitthvað úr engu
Tengdar fréttir

Óskar Hrafn: Það er eins og Derby sé með framheilaskaða
Derby Rafael Carillo átti afar athyglisverðan leik þegar ÍBV og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í 13. umferð Pepsi-deildar karla á sunnudaginn.

Bjerregaard: Það eru allir svo almennilegir hérna
André Bjerregaard hefur komið eins og stormsveipur inn í Pepsi-deild karla. KR hefur unnið alla þrjá leikina sem þessi öflugi Dani hefur spilað og Vesturbæingar virðast vera komnir á beinu brautina eftir erfiða byrjun á tímabilinu.

Ögrað með vatnbyssum en enginn tekinn hálstaki
Það voru ekki bara læti inni á vellinum þegar KR og Víkingur Ó. mættust í 13. umferð Pepsi-deildar karla í gærkvöldi, heldur einnig í stúkunni á Alvogen-vellinum. KR vann leikinn 4-2.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur Ó. 4-2 | Rússíbanareið í Frostaskjólinu
KR vann sinn þriðja sigur í röð þegar liðið lagði Víking Ó. að velli, 4-2.

KR-ingar buðu Joey Barton á völlinn
Knattspyrnumaðurinn Joey Barton er í fríi á Íslandi.