Enski boltinn

KR-ingar buðu Joey Barton á völlinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joey Barton í miðbænum í dag.
Joey Barton í miðbænum í dag. Mynd/Instagram
Knattspyrnumaðurinn Joye Barton er staddur í fríi á Íslandi en kappinn hefur birt myndir af sér úr miðbæ Reykjavíkur í dag.

KR, sem mætir Víkingi Ólafsvík í kvöld, sló til og bauð kappanum á völlinn í kvöld eins og sjá má á Twitter-síðu KR-inga. VIP-miðar voru auðvitað í boði fyrir Barton, sem virðist njóta lífsins í sólinni í Reykjavík.

Hann var síðast á mála hjá Burnley og var þar samherji Jóhanns Bergs Guðmundssonar en er nú án félags. Barton var reyndar dæmdur í langt keppnisbann fyrir að þverbrjóta reglur um veðmál.

Sjá einnig: Barton dæmdur í 18 mánaða bann

Barton er 34 ára og á skrautlegan feril að baki. Einna þekktastur er hann fyrir að hafa setið í fangelsi í 77 daga fyrir líkamsárás árið 2008.

'Are you missing it?' . . . . 'Er....yeah'

A post shared by Joey Barton (@joey7bartonofficial) on

A man and God...

A post shared by Joey Barton (@joey7bartonofficial) on

The face of Monday... #reykjavik #iceland #troll #monday

A post shared by Joey Barton (@joey7bartonofficial) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×