Íslenski boltinn

Óskar Hrafn: Það er eins og Derby sé með framheilaskaða

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Derby Rafael Carillo átti afar athyglisverðan leik þegar ÍBV og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í 13. umferð Pepsi-deildar karla á sunnudaginn.

Eyjamenn voru marki yfir og manni fleiri þegar Derby fór í fáránlegt úthlaup á 71. mínútu. El Salvadorinn æddi út úr markinu og kýldi Baldur Sigurðsson, fyrirliða Stjörnunnar, niður.

Ívar Orri Kristjánsson benti á vítapunktinn, Hilmar Árni Halldórsson tók spyrnuna, Derby varði en Guðjón Baldvinsson hirti frákastið og jafnaði metin í 2-2 sem urðu lokatölur leiksins.

„Þið munið eftir leiknum í 2. umferðinni [gegn Stjörnunni] þar sem hann gaf víti eftir eina og hálfa mínútu. Hann lagði lykkju á leið sína og hoppaði á manninn,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson í Pepsi-mörkunum í gær.

„Þetta toppar eiginlega vitleysuna. Það er oft eins og hann sé með framheilaskaða eða eitthvað því hlutirnir sem hann gerir eru galnir. Það er engin rökrétt hugsun á bak við þá,“ bætti Óskar Hrafn við.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Rúnar Páll: Mér fannst þetta galið

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var allt annað en sáttur með dómara leiksins þegar ÍBV og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í Pepsi-deildnni í dag. Stjörnumenn jöfnuðu metin manni færri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×