Enski boltinn

Van Dijk biður um sölu frá Southampton

Elías Orri Njarðarson skrifar
Van Dijk í baráttunni við Daniel Sturridge á síðustu leiktíð
Van Dijk í baráttunni við Daniel Sturridge á síðustu leiktíð Visir/Getty
Virgil van Dijk, varnarmaður Southampton í ensku úrvalsdeildinni, hefur beðið um sölu frá félaginu.

Van Dijk sem gekk til liðs við Southampton árið 2015 frá Celtic, hefur verið orðaður við brottför frá liðinu í allt sumar.

Lítið hefur gerst í hans málum undanfarið en þó hafa nokkur lið borið víurnar í varnarmanninn en nú hefur Hollendingurinn beðið um sölu frá félaginu.

Talið var að van Dijk væri á leiðinni til Liverpool en Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, lét hafa eftir sér á dögunum að lið hans þyrfti ekki á varnarmanni að halda þannig óljóst er hvert að van Dijk fari, en hann hefur gefið það út að hann vilji leika með liði sem spilar í Evrópukeppni.

Van Dijk hefur spilað 55 leiki fyrir Southampton og skorað 4 mörk ásamt því að hafa leikið 12 landsleiki fyrir Holland.


Tengdar fréttir

Segir Van Dijk ekki til sölu

Mauricio Pellegrino, knattspyrnustjóri Southampton, segir að hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk sé ekki til sölu þrátt fyrir að hann vilji yfirgefa félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×