Enski boltinn

Klopp: Þurfum ekki miðvörð

Elías Orri Njarðarson skrifar
Jurgen Klopp þarf ekki miðvörð
Jurgen Klopp þarf ekki miðvörð visir/getty
Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að lið sitt þurfi ekki á nýjum miðverði á að halda.

Þessi orð koma mikið á óvart en Virgil van Djik, varnarmaður Southampton, hefur verið sterklega orðaður við Liverpool í allt sumar.

Í liði Liverpool eru nú þegar varnarmennirnir: Dejan Lovren, Joel Matip, Ragnar Klavan og Joe Gomez en Klopp lét hafa eftir sér eftir 3-1 sigur á Athletic Bilbao á dögunum að hann haldi að liðið þurfi ekki á öðrum miðverði að halda.

Klopp hefur fengið þrjá nýja leikmenn til sín í sumar en þeir Mohamed Salah, Dominic Solanke og Andy Robertson gengu allir til liðs við Liverpool í sumar og þýski þjálfarinn segir að hann sé ánægður með undirbúningstímabilið hjá liði sínu og að ungir leikmenn sem fengu tækifæri höfðu nýtt það vel.

Tímabilið í ensku úrvalsdeildinni hefur göngu sína um helgina  en þar munu lærisveinar Klopp mæta Watford á útivelli á laugardag.






Tengdar fréttir

Segir Van Dijk ekki til sölu

Mauricio Pellegrino, knattspyrnustjóri Southampton, segir að hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk sé ekki til sölu þrátt fyrir að hann vilji yfirgefa félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×