Erlent

Sammæltust um nauðsyn friðar í Úkraínu

Heimir Már Pétursson skrifar
Macron, Pútín og Merkel í morgun.
Macron, Pútín og Merkel í morgun.
Leiðtogafundi 19 helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins, G20, verður framhaldið í Hamborg í Þýskalandi í dag.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Vladimir Putin, forseti Rússlands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hittust á fundi í morgun þar sem þau féllust á að nauðsynlegt væri að koma á vopnahléi í austurhluta Úkraínu á grundvelli Minsk-friðarsamkomulagsins.

Merkel sagði hins vegar eftir fundarhöld leiðtoganna allra í gær að viðræður þeirra um milliríkjaviðskipti hafi verið erfiðar. Það reynir síðan á það á seinni fundardeginum í dag hvort leiðtogarnir nái að sameinast um yfirlýsingu, meðal annars í loftlagsmálum.

Donald Trump Bandaríkjaforseti er undir miklum þrýstingi annarra leiðtoga um að Bandaríkin skuldbindi sig að nýju við Parísarsamkomulagið í loftlagsmálum.

Hátt á annað hundrað manns slösuðust og tugir voru handteknir í miklum mótmælum gegn fundinum í Hamborg í gær. Í morgun leitaði lögregla að vopnum á fólki í búðum mótmælenda Altona-almenningsgarðinum og skoðaði skilríki þeirra.


Tengdar fréttir

Pútín neitaði að hafa hakkað kosningarnar í Bandaríkjunum

Bandaríkjastjórn og Rússar einbeita sér að því að horfa fram á veginn eftir ásakanir um afskipti þeirra síðarnefndu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Trump og Pútín hafi átt "kröftugar“ umræður um tölvuárásir Rússa á fundi þeirra í dag.

Á annað hundrað slasaðir og tugir handteknir vegna leiðtogafundar

Hátt á annað hundrað manns hafa slasast í pústrum mótmælenda og lögreglu í vegna leiðtogafundar helstu iðnríkja heims í Hamborg og tugir manna hafa verið handteknir. Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna hittust í fyrsta skipti á fundi í dag og sagði Trump hann og Putin hafa mikið að ræða og það væri heiður að hitta Rússlandsforseta.

Merkel ranghvolfdi augunum yfir Pútín

Hvort sem Vladimír Pútín var að "hrútskýra“ fyrir Angelu Merkel eða eitthvað annað þá hafa viðbrögð hennar farið sem eldur í sinu um netheima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×