Erlent

Merkel ranghvolfdi augunum yfir Pútín

Kjartan Kjartansson skrifar
Pútín gæti verið að segja Merkel hvað konur þurfi bara að vera duglegri við að gera.
Pútín gæti verið að segja Merkel hvað konur þurfi bara að vera duglegri við að gera. Vísir/EPA
Grunnt hefur verið á því góða á milli Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og vestrænna leiðtoga undanfarin ár. Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, virtist ekki skemmt yfir því sem hún ræddi við Pútín á G-20-fundinum í Hamborg í dag miðað við viðbrögð hennar sem myndavélar festu á filmu.

Myndband af kanslaranum ranghvolfa augunum yfir Pútín hefur farið sem eldur í sinu um netheima. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að ekki er vitað hvað það var sem þeim fór á milli en Merkel virtist í það minnsta ekki hrifin.

Margir netverjar reyndu að geta í eyðurnar. Þannig stakk blaðamaður The Guardian upp á að Pútín hafi verið að „hrútskýra“ eitthvað fyrir henni.

Washington Post bendir á að töluverðar líkur séu á að samtal þeirra hafi farið fram á þýsku enda vann Pútín í Austur-Þýskalandi frá 1985 til 1990 og talar þýsku reiprennandi.


Tengdar fréttir

Pútín neitaði að hafa hakkað kosningarnar í Bandaríkjunum

Bandaríkjastjórn og Rússar einbeita sér að því að horfa fram á veginn eftir ásakanir um afskipti þeirra síðarnefndu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Trump og Pútín hafi átt "kröftugar“ umræður um tölvuárásir Rússa á fundi þeirra í dag.

Á annað hundrað slasaðir og tugir handteknir vegna leiðtogafundar

Hátt á annað hundrað manns hafa slasast í pústrum mótmælenda og lögreglu í vegna leiðtogafundar helstu iðnríkja heims í Hamborg og tugir manna hafa verið handteknir. Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna hittust í fyrsta skipti á fundi í dag og sagði Trump hann og Putin hafa mikið að ræða og það væri heiður að hitta Rússlandsforseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×