Á annað hundrað slasaðir og tugir handteknir vegna leiðtogafundar Heimir Már Pétursson skrifar 7. júlí 2017 19:15 Hátt á annað hundrað manns hafa slasast í pústrum mótmælenda og lögreglu í vegna leiðtogafundar helstu iðnríkja heims í Hamborg og tugir manna hafa verið handteknir. Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna hittust í fyrsta skipti á fundi í dag og sagði Trump hann og Putin hafa mikið að ræða og það væri heiður að hitta Rússlandsforseta. Mótmælendur hafa sett upp búðir í einum almenningsgarða Hamborgar og strax í gærkvöldi streymdu þeir út á götur borgarinnar undir slagorðinu Velkomin til helvítis. Til nokkurra átaka kom í gærkvöldi og í dag þegar eldar voru kveiktir á götum úti og nokkrir bílar voru brenndir. Lögregla hefur fengið liðsstyrk víðs vegar að í Þýskalandi og Austurríki og notaði meðal annars kröftugar vatsbyssur til að dreifa mótmælendum sem höfðu lokað götum með því að setjast þvert yfir þær til að reyna að trufla leiðtogafundinn sem stendur yfir í dag og á morgun. Lögreglustjórinn í Hamborg sagði síðdegis að um 160 manns hefðu særst í átökum lögreglu og mótmælenda og um 60 hefðu verið handteknir og mætti búast við að þessar tölur hækkuðu. Leiðtogar 19 helstu iðríkja heims sitja fundinn ásamt forystumönnum Evrópusambandsins og tóku þeir að streyma að fundarstaðnum í morgun. Angela Merkel kanslari Þýsklanads er í hlutverki gestgjafans og heilsaði hverjum og einum við komuna. Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði einslega með nokkrum leiðtogum en mest var spennan fyrir fundi hans og Vladimir Putins síðdegis.Mikil eftirvænting ríkti fyrir fund Trump og Pútín en um fátt hefur verið meira rætt í Bandaríkjunum en meint tengsl forsetaframboðs þess fyrrnefnda við Rússa.Vísir/AFPMerkel segir verkefnin ögrandi og augljósNú þegar einungis eru tveir mánuðir til þingkosninga í Þýskalandi má Merkel ekki við því að sýnast gefa eftir í samskiptum við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hún getur heldur ekki hætt á að breikka gjána milli Evrópu og Bandaríkjanna. En leiðtogar ríkjanna reyna að fá Trump til að skuldbinda Bandaríkin á ný við Parísar samkomulagið í loftlagsmálum. „Við þekkjum öll þau ögrandi verkefni sem blasa við í heiminum og við vitum að tíminn er naumur. Þess vegna er oft aðeins hægt að finna lausnir með málamiðlunum. Ef við nálgumst hvort annað, og ég undirstrika þetta, án þess að láta hafa of mikil áhrif á okkur,“ sagði Merkel í upphafi leiðtogafundarins. Kanslarinn sagði umheimin vænta árangurs af fundi leiðtoganna. En mörg málanna sem liggja fyrir fundinum eru eldfim, sérstaklega umhverfismálin eftir að Trump dró Bandaríkin út úr nýgerðu Parísar samkomulagi um aðgerðir í loftlagsmálum, þar sem flestir leiðtoganna reyna að þrýsta á Donald Trump að skipta um stefnu. „Í þessu samhengi höfum við Þjóðverjar reynt að einblína á efnahags- og viðskiptamálin en einnig á loftlagsbreytingarnar og stefnuna í orkumálum,“ sagði Merkel.Trump ánægður með fund sinn með Putin Trump og Putin hafa áður ræðst við í síma eftir að Trump tók við forsetaembættinu í janúar en þeir hittust í fyrsta skipti í dag. Ríkin hafa greint á um stefnu Rússa gagnvart Sýrlandi og Íran, innlimun Rússa á Krímskaga og hernaðarleg afskipti þeirra í austurhluta Úkraínu og svo er eldfimasta málið ef til vill meint afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum. Vel fór á með forsetunum í upphafi fundar og sagði Trump að það væri ánægjulegt að hitta Putin. „Putin forseti og ég höfum rætt ýmislegt og ég tel að það gangi allt vel. Við höfum átt mjög svo góðar samræður. Við munum ræða saman núna og augljóslega munu þær viðræður síðan halda áfram. En okkur hlakkar til að margt jákvætt gerist., fyrir Rússland, Bandaríkn og alla sem málin snerta. Og það er heiður að vera hér með þér, þakka þér fyrir,“ sagði Trump í ipphafi fundar forsetanna og tók innilega í hönd Putins án þess að reyna í þetta skipti að kippa hönd hans að sér eins og hann hefur oft gert þegar hann heilsar fólki. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Hátt á annað hundrað manns hafa slasast í pústrum mótmælenda og lögreglu í vegna leiðtogafundar helstu iðnríkja heims í Hamborg og tugir manna hafa verið handteknir. Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna hittust í fyrsta skipti á fundi í dag og sagði Trump hann og Putin hafa mikið að ræða og það væri heiður að hitta Rússlandsforseta. Mótmælendur hafa sett upp búðir í einum almenningsgarða Hamborgar og strax í gærkvöldi streymdu þeir út á götur borgarinnar undir slagorðinu Velkomin til helvítis. Til nokkurra átaka kom í gærkvöldi og í dag þegar eldar voru kveiktir á götum úti og nokkrir bílar voru brenndir. Lögregla hefur fengið liðsstyrk víðs vegar að í Þýskalandi og Austurríki og notaði meðal annars kröftugar vatsbyssur til að dreifa mótmælendum sem höfðu lokað götum með því að setjast þvert yfir þær til að reyna að trufla leiðtogafundinn sem stendur yfir í dag og á morgun. Lögreglustjórinn í Hamborg sagði síðdegis að um 160 manns hefðu særst í átökum lögreglu og mótmælenda og um 60 hefðu verið handteknir og mætti búast við að þessar tölur hækkuðu. Leiðtogar 19 helstu iðríkja heims sitja fundinn ásamt forystumönnum Evrópusambandsins og tóku þeir að streyma að fundarstaðnum í morgun. Angela Merkel kanslari Þýsklanads er í hlutverki gestgjafans og heilsaði hverjum og einum við komuna. Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði einslega með nokkrum leiðtogum en mest var spennan fyrir fundi hans og Vladimir Putins síðdegis.Mikil eftirvænting ríkti fyrir fund Trump og Pútín en um fátt hefur verið meira rætt í Bandaríkjunum en meint tengsl forsetaframboðs þess fyrrnefnda við Rússa.Vísir/AFPMerkel segir verkefnin ögrandi og augljósNú þegar einungis eru tveir mánuðir til þingkosninga í Þýskalandi má Merkel ekki við því að sýnast gefa eftir í samskiptum við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hún getur heldur ekki hætt á að breikka gjána milli Evrópu og Bandaríkjanna. En leiðtogar ríkjanna reyna að fá Trump til að skuldbinda Bandaríkin á ný við Parísar samkomulagið í loftlagsmálum. „Við þekkjum öll þau ögrandi verkefni sem blasa við í heiminum og við vitum að tíminn er naumur. Þess vegna er oft aðeins hægt að finna lausnir með málamiðlunum. Ef við nálgumst hvort annað, og ég undirstrika þetta, án þess að láta hafa of mikil áhrif á okkur,“ sagði Merkel í upphafi leiðtogafundarins. Kanslarinn sagði umheimin vænta árangurs af fundi leiðtoganna. En mörg málanna sem liggja fyrir fundinum eru eldfim, sérstaklega umhverfismálin eftir að Trump dró Bandaríkin út úr nýgerðu Parísar samkomulagi um aðgerðir í loftlagsmálum, þar sem flestir leiðtoganna reyna að þrýsta á Donald Trump að skipta um stefnu. „Í þessu samhengi höfum við Þjóðverjar reynt að einblína á efnahags- og viðskiptamálin en einnig á loftlagsbreytingarnar og stefnuna í orkumálum,“ sagði Merkel.Trump ánægður með fund sinn með Putin Trump og Putin hafa áður ræðst við í síma eftir að Trump tók við forsetaembættinu í janúar en þeir hittust í fyrsta skipti í dag. Ríkin hafa greint á um stefnu Rússa gagnvart Sýrlandi og Íran, innlimun Rússa á Krímskaga og hernaðarleg afskipti þeirra í austurhluta Úkraínu og svo er eldfimasta málið ef til vill meint afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum. Vel fór á með forsetunum í upphafi fundar og sagði Trump að það væri ánægjulegt að hitta Putin. „Putin forseti og ég höfum rætt ýmislegt og ég tel að það gangi allt vel. Við höfum átt mjög svo góðar samræður. Við munum ræða saman núna og augljóslega munu þær viðræður síðan halda áfram. En okkur hlakkar til að margt jákvætt gerist., fyrir Rússland, Bandaríkn og alla sem málin snerta. Og það er heiður að vera hér með þér, þakka þér fyrir,“ sagði Trump í ipphafi fundar forsetanna og tók innilega í hönd Putins án þess að reyna í þetta skipti að kippa hönd hans að sér eins og hann hefur oft gert þegar hann heilsar fólki.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira