Erlent

Þrýsta á Trump að skipta um skoðun

Samúel Karl Ólason skrifar
Angela Merkel sagði í dag að leiðtogarnir myndu tala einni röddu.
Angela Merkel sagði í dag að leiðtogarnir myndu tala einni röddu. Vísir/AFP
Leiðtogar G20 ríkjanna ætla að þrýsta á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að snúa við ákvörðun sinni um að draga Bandaríkin út úr Parísarsáttmálanum. Angela Merkel sagði í dag að leiðtogarnir myndu tala einni röddu.

Þar á meðal eru BRIC-löndin svokölluðu, Brasilía, Rússland, Indland og Kína, sem sendu frá sér sameiginlega tilkynningu.

Þau kölluðu eftir því að G20 ríkin krefðust þess að sáttmálanum yrði framfylgt þrátt fyrir að Bandaríkin ætluðu ekki að taka þátt.

„Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega,“ sagði Xi Jinping, forsætisráðherra Kína í tilkynningunni, samkvæmt frétt Reuters.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hvatti Trump til þess að skipta um skoðun.

„Við ætlum ekki að semja aftur um Parísarsáttmálann, hann verður eins, en ég vil sjá Bandaríkin finna leið til þess að taka hann upp aftur.“

Donald Trump ákvað að draga Bandaríkin úr sáttmálanum þann 1. júní og sagði að hann myndi koma Bandaríkjunum verulega illa. Forsetinn sagðist vilja semja aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×