Erlent

Fyrsta fórnarlamb brunans í London nafngreint

Atli Ísleifsson skrifar
Mohammed Alhajali.
Mohammed Alhajali. facebook
Mohammed Alhajali, 23 ára sýrlenskur flóttamaður, lét lífið í brunanum í Grenfell-turninum í Norður-Kensington aðfaranótt gærdagsins.

Í frétt Sky News segir að nafn Alhajali sé fyrsta nafn fórnarlamba brunans sem gert er opinbert.

Abdulaziz Almashi, annar stofnanda Syria Solidarity Campaign, samtaka sem vinnur að útbreiðslu frelsis, friðar og lýðræðis í Sýrlandi, staðfestir þetta í samtali við Sky.

Alhajali starfaði með samtökunum og segir Almashi hann hafa verið góðan og örlátan mann. „Ég trúi ekki að hann sé ekki hér,“ segir Almashi.

Alhajali stundaði nám í verkfræði við University of West London með það í huga að snúa aftur til Sýrlands í framtíðinni til að byggja upp landið á ný eftir hörmungar síðustu ára.

Bróðir Alhajali, Omar, var einnig í byggingunni þegar eldurinn kom upp, en er nú á sjúkrahúsi. Ástand hans er sagt stöðugt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×