Breskur þingmaður óttast að hundruð hafi látist í brunanum Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2017 11:12 David Lammy segir að margar þeirra íbúðabygginga sem reistar voru á áttunda áratugnum eigi að vera rifnar vegna ástands þeirra og slæmra brunavarna. David Lammy, þingmaður breska Verkamannaflokksins og fyrrverandi ráðherra, segist óttast að hundruð manna hafi látið lífið í brunanum í Grenfell-turninum í London aðfaranótt gærdagsins. Hann segir það sem gerðist jafnist á við manndráp af hendi fyrirtækja. Staðfest var í morgun að sautján manns hafi látið lífið í brunanum þó að fastlega sé búist við að sú tala komi til með að hækka. Alls voru 120 íbúðir í Grenfell-turninum og er áætlað að milli 400 og 600 manns hafi búið í húsinu. Talsmaður Lundúnalögreglunnar sagðist í morgun ekki geta gefið upp um fjölda þeirra sem sé saknað.Fjölskylduvinar saknað Lammy segir að náin vinkona fjölskyldunnar, Khadija Saye, og móður hennar sé enn saknað eftir brunann. Hin 24 ára Saye starfaði hjá eiginkonu Lammy en þær eru báðar listakonur. Lammy lýsir Saye sem „fallegri ungri konu með frábæran starfsferil framundan“. Hann segir að ekkert hafi heyrst frá Saye eftir brunann og að eftir því sem sekúndurnar líða verði þau sífellt svartsýnni. Hann sagðist vona að hún væri á sjúkrahúsi og „hafi ekki farist í byggingunni, líkt hundruðir annarra, eins og mig grunar að þau hafi gert þegar upp verður staðið,“ segir Lammy.Manndráp af hendi fyrirtækja Þingmaðurinn sagði jafnframt að sú staðreynd að þeir sem bjuggu í turninum hafi margir verið fátækir hafi meðal annars stuðlað að því hvernig fór. „Þetta er ríkasta hverfið í landinu okkar þar sem komið er fram við borgarana á þennan hátt og við eigum að segja hlutina eins og þeir eru. Þetta er manndráp af hendi fyrirtækja. Það er það sem þetta er. Og í raun eiga menn að verða handteknir. Þetta er hneyksli,“ segir Lammy. Hann segir að margar þeirra íbúðabygginga sem reistar voru á áttunda áratugnum eigi að vera rifnar vegna ástands þeirra og slæmra brunavarna. Það sem gerðist sé fullkomlega óásættanlegt.Here is what I said this morning on the Today prog - #GreenfellTower tragedy is corporate manslaughter and people must be held to account pic.twitter.com/LrfE4JRABH— David Lammy (@DavidLammy) June 15, 2017 Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir „Maður verður algerlega hjálparvana gagnvart svona atburði" Kristín Ólafsdóttir hefur tekið þátt í að aðstoða þá sem misstu heimili sín í London og segir mikinn samhug vera í samfélaginu. 15. júní 2017 07:00 Staðfest að sautján hafi látist í brunanum í London Fastlega er búist við að fjöldi látinna komi til með að hækka. 15. júní 2017 10:13 Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
David Lammy, þingmaður breska Verkamannaflokksins og fyrrverandi ráðherra, segist óttast að hundruð manna hafi látið lífið í brunanum í Grenfell-turninum í London aðfaranótt gærdagsins. Hann segir það sem gerðist jafnist á við manndráp af hendi fyrirtækja. Staðfest var í morgun að sautján manns hafi látið lífið í brunanum þó að fastlega sé búist við að sú tala komi til með að hækka. Alls voru 120 íbúðir í Grenfell-turninum og er áætlað að milli 400 og 600 manns hafi búið í húsinu. Talsmaður Lundúnalögreglunnar sagðist í morgun ekki geta gefið upp um fjölda þeirra sem sé saknað.Fjölskylduvinar saknað Lammy segir að náin vinkona fjölskyldunnar, Khadija Saye, og móður hennar sé enn saknað eftir brunann. Hin 24 ára Saye starfaði hjá eiginkonu Lammy en þær eru báðar listakonur. Lammy lýsir Saye sem „fallegri ungri konu með frábæran starfsferil framundan“. Hann segir að ekkert hafi heyrst frá Saye eftir brunann og að eftir því sem sekúndurnar líða verði þau sífellt svartsýnni. Hann sagðist vona að hún væri á sjúkrahúsi og „hafi ekki farist í byggingunni, líkt hundruðir annarra, eins og mig grunar að þau hafi gert þegar upp verður staðið,“ segir Lammy.Manndráp af hendi fyrirtækja Þingmaðurinn sagði jafnframt að sú staðreynd að þeir sem bjuggu í turninum hafi margir verið fátækir hafi meðal annars stuðlað að því hvernig fór. „Þetta er ríkasta hverfið í landinu okkar þar sem komið er fram við borgarana á þennan hátt og við eigum að segja hlutina eins og þeir eru. Þetta er manndráp af hendi fyrirtækja. Það er það sem þetta er. Og í raun eiga menn að verða handteknir. Þetta er hneyksli,“ segir Lammy. Hann segir að margar þeirra íbúðabygginga sem reistar voru á áttunda áratugnum eigi að vera rifnar vegna ástands þeirra og slæmra brunavarna. Það sem gerðist sé fullkomlega óásættanlegt.Here is what I said this morning on the Today prog - #GreenfellTower tragedy is corporate manslaughter and people must be held to account pic.twitter.com/LrfE4JRABH— David Lammy (@DavidLammy) June 15, 2017
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir „Maður verður algerlega hjálparvana gagnvart svona atburði" Kristín Ólafsdóttir hefur tekið þátt í að aðstoða þá sem misstu heimili sín í London og segir mikinn samhug vera í samfélaginu. 15. júní 2017 07:00 Staðfest að sautján hafi látist í brunanum í London Fastlega er búist við að fjöldi látinna komi til með að hækka. 15. júní 2017 10:13 Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
„Maður verður algerlega hjálparvana gagnvart svona atburði" Kristín Ólafsdóttir hefur tekið þátt í að aðstoða þá sem misstu heimili sín í London og segir mikinn samhug vera í samfélaginu. 15. júní 2017 07:00
Staðfest að sautján hafi látist í brunanum í London Fastlega er búist við að fjöldi látinna komi til með að hækka. 15. júní 2017 10:13