Erlent

Staðfest að sautján hafi látist í brunanum í London

Atli Ísleifsson skrifar
Grenfell-turninn er í Norður-Kensington.
Grenfell-turninn er í Norður-Kensington. Vísir/AFP
Talsmaður Lundúnalögreglunnar segir að sautján manns hafi látið lífið í brunanum í Grenfell-turninum í Norður-Kensington aðfaranótt gærdagsins.

Frá þessu var greint á fréttamannafundi í morgun en fastlega er búist við að fjöldi látinna komi til með að hækka.

Ekki hefur þó verið gefið upp um fjölda þess fólks sem er saknað. 37 manns eru nú á sjúkrahúsi og er ástand sautján þeirra talið alvarlegt.

Rannsókn á upptökum eldsins stendur enn yfir, en slökkviliðsstjóri borgarinnar, Dana Cotton, lagði áherslu á að ekkert benti til að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Cotton sagði jafnframt að aðstæður til leitar væri mjög erfiðar í húsinu og að aðgerðir slökkviliðs og fleiri munu taka margar vikur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×