Svona bregðast bandarísku stórfyrirtækin við ákvörðun Trump Atli Ísleifsson skrifar 2. júní 2017 12:12 Mark Zuckerberg, Elon Musk, Robert A. Iger og Tim Cook. Vísir/AFP Fjölmörg bandarísk stórfyrirtæki hafa lýst yfir andstöðu við ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að draga Bandaríkin út úr Parísarsamningnum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Segja forsvarsmenn fyrirtækjanna að þau munu áfram vinna að því að markmið samningsins náist. Auk þess að lýsa yfir andstöðu við stefnu Bandaríkjastjórnar hafa bæði Elon Musk, forstjóri Tesla og SpaceX, og Robert A. Iger, forstjóri Disney, sagt sig úr ráðgjafanefndum Trump forseta. „Loftslagsbreytingar eru staðreynd. Það er bæði slæmt fyrir Bandaríkin og heiminn allan að draga sig úr Parísarsamningnum,“ segir Musk.Am departing presidential councils. Climate change is real. Leaving Paris is not good for America or the world.— Elon Musk (@elonmusk) June 1, 2017 Iger segist segja sig úr nefndum af prinsippástæðum.As a matter of principle, I've resigned from the President's Council over the #ParisAgreement withdrawal.— Robert Iger (@RobertIger) June 1, 2017 Trump hefur talað fyrir því að það sé í þágu bandarísks efnahags að draga sig úr Parísarsamningnum, en stórfyrirtækin hafa mörg hvatt Trump til að hugsa til framtíðar. 25 fyrirtæki – meðal annars Apple, Facebook, Google og Microsoft – birtu í maí heilsíðuauglýsingu í New York Times, Wall Street Journal og New York Post þar sem þau útlistuðu kosti Parísarsamningsins fyrir þau sem alþjóðleg fyrirtæki. Sögðu þau að með samningnum yrðu fyrirtækin samkeppnishæfari og að hann skapaði vöxt. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, sagði á Facebook-síðu sinni að ákvörðun Trump væri slæm fyrir umhverfið og stofna framtíð barna okkar í hættu.Sundar Pichai, forstjóri Google, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum og að Google muni áfram vinna að hreinni og hagsælli framtíð fyrir okkur öll.Disappointed with today's decision. Google will keep working hard for a cleaner, more prosperous future for all.— Sundar Pichai (@sundarpichai) June 1, 2017 Tim Cook, forstjóri Apple, tekur í svipaðan streng og aðrir forstjórar stærstu tæknifyrirtækjanna í Bandaríkjunum.Decision to withdraw from the #ParisAgreeement was wrong for our planet. Apple is committed to fight climate change and we will never waver.— Tim Cook (@tim_cook) June 2, 2017 Önnur fyrirtæki sem hafa lýst yfir óánægju með ákvörðun Trump eru Microsoft, Amazon, Murray Energy, Uber, IBM, Shell, Peabody Energy og Cargill. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Minnti Trump á að 80 prósent íbúa Pittsburgh hafi kosið Clinton Donald Trump sagðist í gær hafa verið kosinn í embætti af íbúum Pittsburgh, ekki Parísar, þegar hann greindi frá því að Bandaríkin hugðust draga sig úr Parísarsamningnum. 2. júní 2017 10:00 Halda ótrauð áfram án Donalds Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að landið segi sig frá Parísarsamkomulaginu. Ber fyrir sig efnahagslegar byrðar. Evrópa og Kína undirbúa sameiginlega yfirlýsingu. 2. júní 2017 07:00 Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Sjá meira
Fjölmörg bandarísk stórfyrirtæki hafa lýst yfir andstöðu við ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að draga Bandaríkin út úr Parísarsamningnum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Segja forsvarsmenn fyrirtækjanna að þau munu áfram vinna að því að markmið samningsins náist. Auk þess að lýsa yfir andstöðu við stefnu Bandaríkjastjórnar hafa bæði Elon Musk, forstjóri Tesla og SpaceX, og Robert A. Iger, forstjóri Disney, sagt sig úr ráðgjafanefndum Trump forseta. „Loftslagsbreytingar eru staðreynd. Það er bæði slæmt fyrir Bandaríkin og heiminn allan að draga sig úr Parísarsamningnum,“ segir Musk.Am departing presidential councils. Climate change is real. Leaving Paris is not good for America or the world.— Elon Musk (@elonmusk) June 1, 2017 Iger segist segja sig úr nefndum af prinsippástæðum.As a matter of principle, I've resigned from the President's Council over the #ParisAgreement withdrawal.— Robert Iger (@RobertIger) June 1, 2017 Trump hefur talað fyrir því að það sé í þágu bandarísks efnahags að draga sig úr Parísarsamningnum, en stórfyrirtækin hafa mörg hvatt Trump til að hugsa til framtíðar. 25 fyrirtæki – meðal annars Apple, Facebook, Google og Microsoft – birtu í maí heilsíðuauglýsingu í New York Times, Wall Street Journal og New York Post þar sem þau útlistuðu kosti Parísarsamningsins fyrir þau sem alþjóðleg fyrirtæki. Sögðu þau að með samningnum yrðu fyrirtækin samkeppnishæfari og að hann skapaði vöxt. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, sagði á Facebook-síðu sinni að ákvörðun Trump væri slæm fyrir umhverfið og stofna framtíð barna okkar í hættu.Sundar Pichai, forstjóri Google, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum og að Google muni áfram vinna að hreinni og hagsælli framtíð fyrir okkur öll.Disappointed with today's decision. Google will keep working hard for a cleaner, more prosperous future for all.— Sundar Pichai (@sundarpichai) June 1, 2017 Tim Cook, forstjóri Apple, tekur í svipaðan streng og aðrir forstjórar stærstu tæknifyrirtækjanna í Bandaríkjunum.Decision to withdraw from the #ParisAgreeement was wrong for our planet. Apple is committed to fight climate change and we will never waver.— Tim Cook (@tim_cook) June 2, 2017 Önnur fyrirtæki sem hafa lýst yfir óánægju með ákvörðun Trump eru Microsoft, Amazon, Murray Energy, Uber, IBM, Shell, Peabody Energy og Cargill.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Minnti Trump á að 80 prósent íbúa Pittsburgh hafi kosið Clinton Donald Trump sagðist í gær hafa verið kosinn í embætti af íbúum Pittsburgh, ekki Parísar, þegar hann greindi frá því að Bandaríkin hugðust draga sig úr Parísarsamningnum. 2. júní 2017 10:00 Halda ótrauð áfram án Donalds Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að landið segi sig frá Parísarsamkomulaginu. Ber fyrir sig efnahagslegar byrðar. Evrópa og Kína undirbúa sameiginlega yfirlýsingu. 2. júní 2017 07:00 Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Sjá meira
Minnti Trump á að 80 prósent íbúa Pittsburgh hafi kosið Clinton Donald Trump sagðist í gær hafa verið kosinn í embætti af íbúum Pittsburgh, ekki Parísar, þegar hann greindi frá því að Bandaríkin hugðust draga sig úr Parísarsamningnum. 2. júní 2017 10:00
Halda ótrauð áfram án Donalds Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að landið segi sig frá Parísarsamkomulaginu. Ber fyrir sig efnahagslegar byrðar. Evrópa og Kína undirbúa sameiginlega yfirlýsingu. 2. júní 2017 07:00
Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37