Erlent

Minnti Trump á að 80 prósent íbúa Pittsburgh hafi kosið Clinton

Atli Ísleifsson skrifar
Bill Peduto, borgarstjóri Pittsburgh.
Bill Peduto, borgarstjóri Pittsburgh. Vísir/Getty
Bill Peduto, borgarstjóri Pittsburgh, hefur minnt Donald Trump Bandaríkjaforseta á það í tísti að 80 prósent íbúa borgarinnar hafi kosið Hillary Clinton í forsetakosningunum á síðasta ári.

Trump sagðist í gær hafa verið kosinn í embætti af íbúum Pittsburgh, ekki Parísar, þegar hann greindi frá því að Bandaríkin hugðust draga sig úr Parísarsamningnum um loftslagsmál.

Peduto virðist ekki ánægður með ákvörðun forsetans og segir að eftir að Bandaríkin hafi bæst í hóp fárra ríkja sem ekki ætli að gangast að ákvæðum samningsins sé það undir bandarískum borgum komið að skila sínu.

Þá segir hann það vera staðreynd að Clinton hafi fengið 80 prósent atkvæða meðal íbúa Pittsburgh í forsetakosningunum og að borgin muni nú sjálf vinna að markmiðum Parísarsamningsins.

Borgaryfirvöld í Pittsburgh virðast ekki þau einu sem ætla sér að vinna áfram að markmiðum samningnum, þrátt fyrir ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Þannig hafa yfirvöld meðal annars í New York og Los Angeles sagst ætla að vinna áfram að ákvæðum samningsins líkt og ekkert hafi í skorist.


Tengdar fréttir

Viðbrögð leiðtoga við ákvörðun Trumps

Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og sá sem stóð að baki samkomulaginu, gagnrýnir Trump harðlega og segir hann vera að "hafna framtíðinni.“

Halda ótrauð áfram án Donalds Trump

Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að landið segi sig frá Parísarsamkomulaginu. Ber fyrir sig efnahagslegar byrðar. Evrópa og Kína undirbúa sameiginlega yfirlýsingu.

Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“

Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum.

Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×