Minnti Trump á að 80 prósent íbúa Pittsburgh hafi kosið Clinton Atli Ísleifsson skrifar 2. júní 2017 10:00 Bill Peduto, borgarstjóri Pittsburgh. Vísir/Getty Bill Peduto, borgarstjóri Pittsburgh, hefur minnt Donald Trump Bandaríkjaforseta á það í tísti að 80 prósent íbúa borgarinnar hafi kosið Hillary Clinton í forsetakosningunum á síðasta ári. Trump sagðist í gær hafa verið kosinn í embætti af íbúum Pittsburgh, ekki Parísar, þegar hann greindi frá því að Bandaríkin hugðust draga sig úr Parísarsamningnum um loftslagsmál. Peduto virðist ekki ánægður með ákvörðun forsetans og segir að eftir að Bandaríkin hafi bæst í hóp fárra ríkja sem ekki ætli að gangast að ákvæðum samningsins sé það undir bandarískum borgum komið að skila sínu. Þá segir hann það vera staðreynd að Clinton hafi fengið 80 prósent atkvæða meðal íbúa Pittsburgh í forsetakosningunum og að borgin muni nú sjálf vinna að markmiðum Parísarsamningsins. Borgaryfirvöld í Pittsburgh virðast ekki þau einu sem ætla sér að vinna áfram að markmiðum samningnum, þrátt fyrir ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Þannig hafa yfirvöld meðal annars í New York og Los Angeles sagst ætla að vinna áfram að ákvæðum samningsins líkt og ekkert hafi í skorist.As the Mayor of Pittsburgh, I can assure you that we will follow the guidelines of the Paris Agreement for our people, our economy & future. https://t.co/3znXGTcd8C— bill peduto (@billpeduto) June 1, 2017 Fact: Hillary Clinton received 80% of the vote in Pittsburgh. Pittsburgh stands with the world & will follow Paris Agreement @HillaryClinton https://t.co/cibJyT7MAK— bill peduto (@billpeduto) June 1, 2017 The United States joins Syria, Nicaragua & Russia in deciding not to participate with world's Paris Agreement. It's now up to cities to lead— bill peduto (@billpeduto) June 1, 2017 Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Viðbrögð leiðtoga við ákvörðun Trumps Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og sá sem stóð að baki samkomulaginu, gagnrýnir Trump harðlega og segir hann vera að "hafna framtíðinni.“ 1. júní 2017 23:37 Halda ótrauð áfram án Donalds Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að landið segi sig frá Parísarsamkomulaginu. Ber fyrir sig efnahagslegar byrðar. Evrópa og Kína undirbúa sameiginlega yfirlýsingu. 2. júní 2017 07:00 Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27 Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Bill Peduto, borgarstjóri Pittsburgh, hefur minnt Donald Trump Bandaríkjaforseta á það í tísti að 80 prósent íbúa borgarinnar hafi kosið Hillary Clinton í forsetakosningunum á síðasta ári. Trump sagðist í gær hafa verið kosinn í embætti af íbúum Pittsburgh, ekki Parísar, þegar hann greindi frá því að Bandaríkin hugðust draga sig úr Parísarsamningnum um loftslagsmál. Peduto virðist ekki ánægður með ákvörðun forsetans og segir að eftir að Bandaríkin hafi bæst í hóp fárra ríkja sem ekki ætli að gangast að ákvæðum samningsins sé það undir bandarískum borgum komið að skila sínu. Þá segir hann það vera staðreynd að Clinton hafi fengið 80 prósent atkvæða meðal íbúa Pittsburgh í forsetakosningunum og að borgin muni nú sjálf vinna að markmiðum Parísarsamningsins. Borgaryfirvöld í Pittsburgh virðast ekki þau einu sem ætla sér að vinna áfram að markmiðum samningnum, þrátt fyrir ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Þannig hafa yfirvöld meðal annars í New York og Los Angeles sagst ætla að vinna áfram að ákvæðum samningsins líkt og ekkert hafi í skorist.As the Mayor of Pittsburgh, I can assure you that we will follow the guidelines of the Paris Agreement for our people, our economy & future. https://t.co/3znXGTcd8C— bill peduto (@billpeduto) June 1, 2017 Fact: Hillary Clinton received 80% of the vote in Pittsburgh. Pittsburgh stands with the world & will follow Paris Agreement @HillaryClinton https://t.co/cibJyT7MAK— bill peduto (@billpeduto) June 1, 2017 The United States joins Syria, Nicaragua & Russia in deciding not to participate with world's Paris Agreement. It's now up to cities to lead— bill peduto (@billpeduto) June 1, 2017
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Viðbrögð leiðtoga við ákvörðun Trumps Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og sá sem stóð að baki samkomulaginu, gagnrýnir Trump harðlega og segir hann vera að "hafna framtíðinni.“ 1. júní 2017 23:37 Halda ótrauð áfram án Donalds Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að landið segi sig frá Parísarsamkomulaginu. Ber fyrir sig efnahagslegar byrðar. Evrópa og Kína undirbúa sameiginlega yfirlýsingu. 2. júní 2017 07:00 Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27 Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Viðbrögð leiðtoga við ákvörðun Trumps Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og sá sem stóð að baki samkomulaginu, gagnrýnir Trump harðlega og segir hann vera að "hafna framtíðinni.“ 1. júní 2017 23:37
Halda ótrauð áfram án Donalds Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að landið segi sig frá Parísarsamkomulaginu. Ber fyrir sig efnahagslegar byrðar. Evrópa og Kína undirbúa sameiginlega yfirlýsingu. 2. júní 2017 07:00
Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27
Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37