Bráðnun á Grænlandi gæti valdið þurrki í Afríku Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2017 22:02 Ísjakar sem hafa kelfst úr Helheim-jöklinum á Grænlandi bæta við ferskvatni í hafið og hækka yfirborð sjávar. Vísir/EPA Þurrkur og uppskerubrestur gæti þjáð Afríku í framtíðinni ef bráðnun Grænlandsjökuls heldur áfram að dæla ís út í hafið. Ný rannsókn bendir til þess að ferskvatnið gæti haft áhrif á hafstrauma sem hafa mikil áhrif á veðurfar við Atlantshaf. Áhyggjur af því að bráðnun Grænlandsjökuls gæti leitt til þess að Golfstraumurinn hægi á sér eða stoppi hreinlega með tilheyrandi áhrifum á veðurfar á norðlægum slóðum eru vel þekktar. Rannsóknin sem birtist í tímaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences varpar hins vegar ljósi á hvernig breyting á hafstraumum á norðurslóðum gæti haft áhrif mun sunnar á jörðinni. Loftslagslíkan var notað til að líkja eftir hvað yrði um suðurkvísl Golfstraumsins (e. Atlantic Meridional Overturning Circulation) haldi bráðnun Grænlandsjökuls áfram af krafti. Þessum hafstraumi hefur verið lýst sem nokkurs konar færibandi sem flytur hlýjan sjó frá miðbaug norður á bóginn og kaldan sjó suður. Þessir varmaflutningar ráða miklu um veður við Atlantshafið, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post.Gæti þýtt uppskerubrest og milljóna fólksflutninga Niðurstaðan var sú að innflæði ferskvatns getur hægt á hafstrauminum. Það hefði aftur áhrif á veðurfar um allt Atlantshafssvæðið.Lífið á Sahel-svæðinu hefur orðið erfiðara undanfarið með auknum þurrki og hita.Vísir/EPASahel-svæðið sem liggur frá Máritaníu í vestri til Súdan í austri er talið sérstaklega viðkvæmt fyrir breytingum af þessu tagi. Líkanið sýndi að hægist á hafstrauminum í samræmi við verstu spár um hækkun yfirborðs sjávar þá gæti dregið úr úrkomu um allt að þriðjung þar á milli 2030 og 2060. Þurrkur af þessu tagi samfara hækkandi hitastigi með áframhaldni hnattrænni hlýnun gæti haft gífurlegar afleiðingar fyrir landbúnað og haft áhrif á tugi, ef ekki hundruð, milljóna manna. Meiriháttar fólksflutningar gætu hafist sem afleiðing af uppskerubresti.Niðurstöðurnar miðast við verstu sviðsmynd losunar og sjávarmálshækkunarÞess ber að geta að sviðsmyndir af þessu tagi byggjast á líkönum af því sem gæti gerst haldi menn áfram að losa gróðurhúsalofttegundir út í lofthjúpinn af sama móð og áður. Þá bendir Stefan Rahmstorf, sjávareðlisfræðingur við Potsdam-loftslagsstofnunina, á að rannsóknin byggist aðeins á einu loftslagslíkani. Þó að hann telji niðurstöðurnar trúverðugar segir að hann prófa þyrfti forsendurnar með fleiri loftslagslíkönum. Grænland Loftslagsmál Máritanía Tengdar fréttir Dularfull sprunga í einum stærsta jökli Grænlands Stækki sprungan og sameinist annarri sem liggur í gegnum jökulinn gæti gríðarlega stórt brot úr honum runnið af stað, jafnvel strax í sumar. 20. apríl 2017 14:30 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Þurrkur og uppskerubrestur gæti þjáð Afríku í framtíðinni ef bráðnun Grænlandsjökuls heldur áfram að dæla ís út í hafið. Ný rannsókn bendir til þess að ferskvatnið gæti haft áhrif á hafstrauma sem hafa mikil áhrif á veðurfar við Atlantshaf. Áhyggjur af því að bráðnun Grænlandsjökuls gæti leitt til þess að Golfstraumurinn hægi á sér eða stoppi hreinlega með tilheyrandi áhrifum á veðurfar á norðlægum slóðum eru vel þekktar. Rannsóknin sem birtist í tímaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences varpar hins vegar ljósi á hvernig breyting á hafstraumum á norðurslóðum gæti haft áhrif mun sunnar á jörðinni. Loftslagslíkan var notað til að líkja eftir hvað yrði um suðurkvísl Golfstraumsins (e. Atlantic Meridional Overturning Circulation) haldi bráðnun Grænlandsjökuls áfram af krafti. Þessum hafstraumi hefur verið lýst sem nokkurs konar færibandi sem flytur hlýjan sjó frá miðbaug norður á bóginn og kaldan sjó suður. Þessir varmaflutningar ráða miklu um veður við Atlantshafið, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post.Gæti þýtt uppskerubrest og milljóna fólksflutninga Niðurstaðan var sú að innflæði ferskvatns getur hægt á hafstrauminum. Það hefði aftur áhrif á veðurfar um allt Atlantshafssvæðið.Lífið á Sahel-svæðinu hefur orðið erfiðara undanfarið með auknum þurrki og hita.Vísir/EPASahel-svæðið sem liggur frá Máritaníu í vestri til Súdan í austri er talið sérstaklega viðkvæmt fyrir breytingum af þessu tagi. Líkanið sýndi að hægist á hafstrauminum í samræmi við verstu spár um hækkun yfirborðs sjávar þá gæti dregið úr úrkomu um allt að þriðjung þar á milli 2030 og 2060. Þurrkur af þessu tagi samfara hækkandi hitastigi með áframhaldni hnattrænni hlýnun gæti haft gífurlegar afleiðingar fyrir landbúnað og haft áhrif á tugi, ef ekki hundruð, milljóna manna. Meiriháttar fólksflutningar gætu hafist sem afleiðing af uppskerubresti.Niðurstöðurnar miðast við verstu sviðsmynd losunar og sjávarmálshækkunarÞess ber að geta að sviðsmyndir af þessu tagi byggjast á líkönum af því sem gæti gerst haldi menn áfram að losa gróðurhúsalofttegundir út í lofthjúpinn af sama móð og áður. Þá bendir Stefan Rahmstorf, sjávareðlisfræðingur við Potsdam-loftslagsstofnunina, á að rannsóknin byggist aðeins á einu loftslagslíkani. Þó að hann telji niðurstöðurnar trúverðugar segir að hann prófa þyrfti forsendurnar með fleiri loftslagslíkönum.
Grænland Loftslagsmál Máritanía Tengdar fréttir Dularfull sprunga í einum stærsta jökli Grænlands Stækki sprungan og sameinist annarri sem liggur í gegnum jökulinn gæti gríðarlega stórt brot úr honum runnið af stað, jafnvel strax í sumar. 20. apríl 2017 14:30 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Dularfull sprunga í einum stærsta jökli Grænlands Stækki sprungan og sameinist annarri sem liggur í gegnum jökulinn gæti gríðarlega stórt brot úr honum runnið af stað, jafnvel strax í sumar. 20. apríl 2017 14:30