Erlent

Telja rússneska hakkara hafa stuðlað að aðgerðum gegn Katar

Kjartan Kjartansson skrifar
Fyrirtæki frá Katar eins og flugfélagið Qatar Airways eru í vanda vegna viðskiptaþvingana annarra arabaríkja.
Fyrirtæki frá Katar eins og flugfélagið Qatar Airways eru í vanda vegna viðskiptaþvingana annarra arabaríkja. Vísir/EPA
Bandarísk yfirvöld grunar að rússneskir hakkarar hafi brotist inn á vefsíðu ríkisfréttastofu Katar og komið gervifréttum fyrir þar sem leiddu meðal annars til þess að hópur arabaríkja kom á viðskiptaþvingunum gegn landinu. CNN greinir frá þessu nú í kvöld.

Þó að grunnt hafi verið á hinu góða á milli Katar og annarra ríkja eins og Sádí-Arabíu og öðrum arabalöndum þá er kornið sem fyllti mælinn nú sagt vera ummæli sem höfð voru eftir al-Thani emír sem voru talin vilhöll Íran og Ísrael á vef katörsku ríkisfréttastofunnar. Fréttin birtist 23. maí.

Ríkisstjórn Katar hefur haldið því fram að fréttinni hafi verið komið fyrir í tölvuinnbroti. CNN segir nú að bandaríska alríkislögreglan FBI hafi aðstoðað yfirvöld í Doha við rannsóknina og komist að þeirri niðurstöður að rússneskir hakkarar hafi brotist inn á vefsíðuna.

Reyna að komast upp á milli Bandaríkjanna og bandalagsþjóða

Ekki sé vitað hvort hakkarar á vegum skipulagðra glæpasamtaka eða rússneskra stjórnvalda hafi verið þar á ferðinni. Embættismenn sem CNN ræddi við segja að markmið Rússa virðist vera að reyna að koma upp á milli bandarískra stjórnvalda og bandamanna þeirra. Bandaríkin rekur um tíu þúsund manna herstöð í Katar og hefur landið verið mikilvægur bandamaður í heimshlutanum.

Það virðist hafa lánast því Donald Trump tísti í morgun ánægju sína með að arabaríkin hefðu einangrað Katar. Reyndi hann meðal annars að taka heiðurinn af því að hafa komið því til leiðar með heimsókn sinni til Sádí-Arabíu í síðasta mánuði.


Tengdar fréttir

Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað

Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×