Bandaríkjaher og Trump á öndverðum meiði um aðgerðir gegn Katar Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2017 19:21 Viðskiptaþvinganirnar eru sagðar hafa mikil áhrif á fyrirtæki eins og Qatar Airways. Vísir/EPA Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna lofaði stjórnvöld í Katar á sama tíma og Donald Trump forseti reyndi að eigna sér viðskiptaþvinganir nokkurra arabaríkja gegn landinu í dag. Hvíta húsið segir ummæli Trump ekki til marks um stefnubreytingu af hálfu bandarískra stjórnvalda gagnvart Katar. Meðal ríkja sem slitu tengsl við Katar eru Sádí-Arabía, Jemen, Egyptaland og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Katar á aðeins landamæri að Sádí-Arabíu en þeim hefur nú verið lokað. Katörskum borgurum hefur verið skipað að hafa sig á brott frá löndunum sem standa að þvingununum. Ástæðan fyrir þvingununum eru óánægja ríkjanna með stuðning stjórnvalda í Katar við hópa eins og Bræðralag múslima og hryðjuverkamenn auk vináttu þeirra við Íran.Brugðið vegna ummæla TrumpBandaríkin hafa rekið herstöð í Katar í árabil. Varnarmálaráðuneytið var því varkárt þegar það tjáði sem um aðgerðirnar í dag. Lofaði það þarlend stjórnvöld fyrir áframhaldandi skulbindingu sína við öryggi í heimshlutanum samkvæmt frétt Reuters-fréttastofunnar. Bandarískir embættismenn sögðu jafnframt í gær að Bandaríkjastjórn myndi reyna að lægja öldurnar þar sem Katar væri of mikilvægt fyrir hagsmuni Bandaríkjanna í hernaðarlegu og diplómatísku tilliti. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lagði áherslu á að öll ríki við Persaflóa þyrftu að herða sig í að hætta stuðningi við öfgasamtök og hvatti þau til að leysa málið með viðræðum. Trump fór hins vegar ekki eins fínt í hlutina þegar hann opnaði Twitter á símanum sínum í morgun. Í röð tísta lofaði hann Sáda fyrir að grípa til aðgerða gegn Katar og lét í það skína að aðgerðir Arabaríkjanna væru bein afleiðing heimsóknar hans til Sádí-Arabíu á dögunum.During my recent trip to the Middle East I stated that there can no longer be funding of Radical Ideology. Leaders pointed to Qatar - look!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 6, 2017 So good to see the Saudi Arabia visit with the King and 50 countries already paying off. They said they would take a hard line on funding...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 6, 2017 ...extremism, and all reference was pointing to Qatar. Perhaps this will be the beginning of the end to the horror of terrorism!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 6, 2017 Háttsettur embættismaður í Hvíta húsinu sem Washington Post ræddi við sagði að tíst Trump væru ekki til marks um að Bandaríkjastjórn hefði breytt um stefnu gagnvart Katar eða hefði nýjar upplýsingar. Aðgerðirnir sýndu hins vegar áhrif heimsóknar Trump á að einangra þá sem fjármagni hryðjuverk á svæðinu. Bandaríska fréttasíðan The Hill segir hins vegar að Bob Corker, formanni utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og þingmanni repúblikana, hafi verið brugðið þegar fréttamenn báru tíst forsetans undir hann. „Ég vil sjá meira af því sem hann sagði,“ sagði Corker sem hafði ekki séð tíst Trump. Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Egyptar loka lofthelginni fyrir flugvélum frá Katar Egyptar hafa lokað lofthelgi sinni fyrir flugvélum frá Katar og búist er við því að Sádí Arabar og Barein geri slíkt hið sama í dag. 6. júní 2017 08:31 Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna lofaði stjórnvöld í Katar á sama tíma og Donald Trump forseti reyndi að eigna sér viðskiptaþvinganir nokkurra arabaríkja gegn landinu í dag. Hvíta húsið segir ummæli Trump ekki til marks um stefnubreytingu af hálfu bandarískra stjórnvalda gagnvart Katar. Meðal ríkja sem slitu tengsl við Katar eru Sádí-Arabía, Jemen, Egyptaland og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Katar á aðeins landamæri að Sádí-Arabíu en þeim hefur nú verið lokað. Katörskum borgurum hefur verið skipað að hafa sig á brott frá löndunum sem standa að þvingununum. Ástæðan fyrir þvingununum eru óánægja ríkjanna með stuðning stjórnvalda í Katar við hópa eins og Bræðralag múslima og hryðjuverkamenn auk vináttu þeirra við Íran.Brugðið vegna ummæla TrumpBandaríkin hafa rekið herstöð í Katar í árabil. Varnarmálaráðuneytið var því varkárt þegar það tjáði sem um aðgerðirnar í dag. Lofaði það þarlend stjórnvöld fyrir áframhaldandi skulbindingu sína við öryggi í heimshlutanum samkvæmt frétt Reuters-fréttastofunnar. Bandarískir embættismenn sögðu jafnframt í gær að Bandaríkjastjórn myndi reyna að lægja öldurnar þar sem Katar væri of mikilvægt fyrir hagsmuni Bandaríkjanna í hernaðarlegu og diplómatísku tilliti. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lagði áherslu á að öll ríki við Persaflóa þyrftu að herða sig í að hætta stuðningi við öfgasamtök og hvatti þau til að leysa málið með viðræðum. Trump fór hins vegar ekki eins fínt í hlutina þegar hann opnaði Twitter á símanum sínum í morgun. Í röð tísta lofaði hann Sáda fyrir að grípa til aðgerða gegn Katar og lét í það skína að aðgerðir Arabaríkjanna væru bein afleiðing heimsóknar hans til Sádí-Arabíu á dögunum.During my recent trip to the Middle East I stated that there can no longer be funding of Radical Ideology. Leaders pointed to Qatar - look!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 6, 2017 So good to see the Saudi Arabia visit with the King and 50 countries already paying off. They said they would take a hard line on funding...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 6, 2017 ...extremism, and all reference was pointing to Qatar. Perhaps this will be the beginning of the end to the horror of terrorism!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 6, 2017 Háttsettur embættismaður í Hvíta húsinu sem Washington Post ræddi við sagði að tíst Trump væru ekki til marks um að Bandaríkjastjórn hefði breytt um stefnu gagnvart Katar eða hefði nýjar upplýsingar. Aðgerðirnir sýndu hins vegar áhrif heimsóknar Trump á að einangra þá sem fjármagni hryðjuverk á svæðinu. Bandaríska fréttasíðan The Hill segir hins vegar að Bob Corker, formanni utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og þingmanni repúblikana, hafi verið brugðið þegar fréttamenn báru tíst forsetans undir hann. „Ég vil sjá meira af því sem hann sagði,“ sagði Corker sem hafði ekki séð tíst Trump.
Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Egyptar loka lofthelginni fyrir flugvélum frá Katar Egyptar hafa lokað lofthelgi sinni fyrir flugvélum frá Katar og búist er við því að Sádí Arabar og Barein geri slíkt hið sama í dag. 6. júní 2017 08:31 Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28
Egyptar loka lofthelginni fyrir flugvélum frá Katar Egyptar hafa lokað lofthelgi sinni fyrir flugvélum frá Katar og búist er við því að Sádí Arabar og Barein geri slíkt hið sama í dag. 6. júní 2017 08:31
Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00