Telja rússneska hakkara hafa stuðlað að aðgerðum gegn Katar Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2017 22:50 Fyrirtæki frá Katar eins og flugfélagið Qatar Airways eru í vanda vegna viðskiptaþvingana annarra arabaríkja. Vísir/EPA Bandarísk yfirvöld grunar að rússneskir hakkarar hafi brotist inn á vefsíðu ríkisfréttastofu Katar og komið gervifréttum fyrir þar sem leiddu meðal annars til þess að hópur arabaríkja kom á viðskiptaþvingunum gegn landinu. CNN greinir frá þessu nú í kvöld. Þó að grunnt hafi verið á hinu góða á milli Katar og annarra ríkja eins og Sádí-Arabíu og öðrum arabalöndum þá er kornið sem fyllti mælinn nú sagt vera ummæli sem höfð voru eftir al-Thani emír sem voru talin vilhöll Íran og Ísrael á vef katörsku ríkisfréttastofunnar. Fréttin birtist 23. maí. Ríkisstjórn Katar hefur haldið því fram að fréttinni hafi verið komið fyrir í tölvuinnbroti. CNN segir nú að bandaríska alríkislögreglan FBI hafi aðstoðað yfirvöld í Doha við rannsóknina og komist að þeirri niðurstöður að rússneskir hakkarar hafi brotist inn á vefsíðuna.Reyna að komast upp á milli Bandaríkjanna og bandalagsþjóða Ekki sé vitað hvort hakkarar á vegum skipulagðra glæpasamtaka eða rússneskra stjórnvalda hafi verið þar á ferðinni. Embættismenn sem CNN ræddi við segja að markmið Rússa virðist vera að reyna að koma upp á milli bandarískra stjórnvalda og bandamanna þeirra. Bandaríkin rekur um tíu þúsund manna herstöð í Katar og hefur landið verið mikilvægur bandamaður í heimshlutanum. Það virðist hafa lánast því Donald Trump tísti í morgun ánægju sína með að arabaríkin hefðu einangrað Katar. Reyndi hann meðal annars að taka heiðurinn af því að hafa komið því til leiðar með heimsókn sinni til Sádí-Arabíu í síðasta mánuði. Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Egyptar loka lofthelginni fyrir flugvélum frá Katar Egyptar hafa lokað lofthelgi sinni fyrir flugvélum frá Katar og búist er við því að Sádí Arabar og Barein geri slíkt hið sama í dag. 6. júní 2017 08:31 Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00 Bandaríkjaher og Trump á öndverðum meiði um aðgerðir gegn Katar Donald Trump lofar aðgerðir Arabaríkja gegn Katar sem hefur engu að síður verið mikilvægt bandalagsríki Bandaríkjanna. Forsetinn segir aðgerðirnar afleiðingu heimsóknar sinnar til Sádí-Arabíu á dögunum. 6. júní 2017 19:21 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Bandarísk yfirvöld grunar að rússneskir hakkarar hafi brotist inn á vefsíðu ríkisfréttastofu Katar og komið gervifréttum fyrir þar sem leiddu meðal annars til þess að hópur arabaríkja kom á viðskiptaþvingunum gegn landinu. CNN greinir frá þessu nú í kvöld. Þó að grunnt hafi verið á hinu góða á milli Katar og annarra ríkja eins og Sádí-Arabíu og öðrum arabalöndum þá er kornið sem fyllti mælinn nú sagt vera ummæli sem höfð voru eftir al-Thani emír sem voru talin vilhöll Íran og Ísrael á vef katörsku ríkisfréttastofunnar. Fréttin birtist 23. maí. Ríkisstjórn Katar hefur haldið því fram að fréttinni hafi verið komið fyrir í tölvuinnbroti. CNN segir nú að bandaríska alríkislögreglan FBI hafi aðstoðað yfirvöld í Doha við rannsóknina og komist að þeirri niðurstöður að rússneskir hakkarar hafi brotist inn á vefsíðuna.Reyna að komast upp á milli Bandaríkjanna og bandalagsþjóða Ekki sé vitað hvort hakkarar á vegum skipulagðra glæpasamtaka eða rússneskra stjórnvalda hafi verið þar á ferðinni. Embættismenn sem CNN ræddi við segja að markmið Rússa virðist vera að reyna að koma upp á milli bandarískra stjórnvalda og bandamanna þeirra. Bandaríkin rekur um tíu þúsund manna herstöð í Katar og hefur landið verið mikilvægur bandamaður í heimshlutanum. Það virðist hafa lánast því Donald Trump tísti í morgun ánægju sína með að arabaríkin hefðu einangrað Katar. Reyndi hann meðal annars að taka heiðurinn af því að hafa komið því til leiðar með heimsókn sinni til Sádí-Arabíu í síðasta mánuði.
Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Egyptar loka lofthelginni fyrir flugvélum frá Katar Egyptar hafa lokað lofthelgi sinni fyrir flugvélum frá Katar og búist er við því að Sádí Arabar og Barein geri slíkt hið sama í dag. 6. júní 2017 08:31 Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00 Bandaríkjaher og Trump á öndverðum meiði um aðgerðir gegn Katar Donald Trump lofar aðgerðir Arabaríkja gegn Katar sem hefur engu að síður verið mikilvægt bandalagsríki Bandaríkjanna. Forsetinn segir aðgerðirnar afleiðingu heimsóknar sinnar til Sádí-Arabíu á dögunum. 6. júní 2017 19:21 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28
Egyptar loka lofthelginni fyrir flugvélum frá Katar Egyptar hafa lokað lofthelgi sinni fyrir flugvélum frá Katar og búist er við því að Sádí Arabar og Barein geri slíkt hið sama í dag. 6. júní 2017 08:31
Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00
Bandaríkjaher og Trump á öndverðum meiði um aðgerðir gegn Katar Donald Trump lofar aðgerðir Arabaríkja gegn Katar sem hefur engu að síður verið mikilvægt bandalagsríki Bandaríkjanna. Forsetinn segir aðgerðirnar afleiðingu heimsóknar sinnar til Sádí-Arabíu á dögunum. 6. júní 2017 19:21