Erlent

Trump tilnefnir Wray sem nýjan forstjóra FBI

Atli Ísleifsson skrifar
Christopher A. Wray gegndi embætti aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna á árunum 2003 til 2005.
Christopher A. Wray gegndi embætti aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna á árunum 2003 til 2005. Vísir/Getty
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt lögfræðinginn Christopher A Wray sem nýjan forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI.

Enginn hefur gegnt embættinu síðasta mánuðinn, eða frá því að Trump rak James Comey úr stóli forstjóra.

Wray gegndi embætti aðstoðardómsmálaráðherra á árunum 2003 til 2005 í valdatíð George W. Bush Bandaríkjaforseta. Hann hefur að undanförnu starfað á lögmannsstofunni King & Spalding í höfuðborginni Washington DC.

Trump lýsti Wray í tísti sem manni með óaðfinnanleg meðmæli.

Áður en Trump lét Comey fara var ljóst að hann haft horn í síðu Comey sem hafði áður hafnað ásökunum Trump um að Obama hafi hlerað hann í kosningabaráttunni. Ákvörðunin um að reka Comey kom engu að síður nokkuð á óvart, en þetta var einungis í annað sinn í sögu FBI þar sem yfirmaður stofnunarinnar er látinn taka poka sinn.

Trump sagði ákvörðunina um að láta reka Trump hafi verið hans, en hann hafði þá nýlega fengið bréf frá dómsmálaráðherranum Jeff Sessions sem að ráðlagði Trump að láta Comey fara. Sagði Sessions að nauðsynlegt væri að finna mann til að stýra FBI sem myndi auka tiltrú á stofnuninni.


Tengdar fréttir

Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur

James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum.

Trump ætlar ekki að stöðva vitnisburð Comey

James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, mun að óbreyttu bera vitni um samskipti sín við Donald Trump Bandaríkjaforseta á fimmtudag eftir að Hvíta húsið gaf út í dag að Trump myndi ekki beita valdheimild sinni til að meina Comey um að tjá sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×