Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Atli Ísleifsson skrifar 10. maí 2017 08:48 James Comey. Vísir/AFP Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að reka James B. Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar FBI, í gær. Sumir telja brottreksturinn nauðsynlegan á meðan aðrir telja að ákvörðunina megi rekja til yfirstandandi rannsóknar FBI á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í nóvember. Comey var að ræða við starfsmenn FBI á skrifstofum þess í Los Angeles þegar tilkynnt var um brottreksturinn á sjónvarpsstöðvum. Í frétt New York Times á Comey að hafa hlegið og sagt þetta vara ansi sniðugan brandara, en skömmu síðar barst Comey uppsagnarbréfið frá Trump forseta. Trump hefur haft horn í síðu Comey sem hefur áður hafnað ásökunum Trump að Obama hafi hlerað hann í kosningabaráttunni. Ákvörðunin um að reka Comey kemur engu að síður nokkuð á óvart, en þetta er einungis í annað sinn í sögu FBI þar sem yfirmaður stofnunarinnar er látinn taka poka sinn. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Trump, sagði í gær að það hafi verið dómsmálaráðherrann Jeff Sessions sem að ráðlagði Trump í bréfi að láta Comey fara. Sagði Sessions að nauðsynlegt væri að finna mann til að stýra FBI sem myndi auka tiltrú á stofnuninni. Fyrrverandi alríkissaksókarinn í District of Columbia, Joe DiGenova, segist í viðtali við Fox News styðja ákvörðun forsetans. „James Comey átti skilið að verða rekinn. Hann var yfirmaður FBI sem hagaði sér eins og ríkissaksóknari eða meira að segja forseti Bandaríkjanna. Hann braut allar reglur sem til eru í dómsmálaráðuneytinu varðandi hvernig rannsakendur eigi að haga sér,“ segir DiGenova.Naut vinsælda Brottreksturinn hefur þó einnig verið harðlega gagnrýndur þar sem mikið er rætt um raunverulegar ástæður brottrekstursins. Eftir hefur verið tekið að Comey hafi staðið uppi í hárinu á forsetanum, en hann ku njóta vinsælda innan FBI og njóta virðingar utan hennar. FBI rannsakar nú ásakanir um möguleg samskipti rússneskra stjórnvalda og manna innan kosningaliðs Trump á meðan á kosningabaráttunni stóð. Adam Schiff, þingmaður Demókrata í fulltrúadeildinni, segir brottreksturinn vekja miklar spurningar um með hvaða hætti Hvíta húsið skipti sér af sakamálum sem eru til rannsóknar. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, segir forsetann hafa gert mikil mistök og að brottreksturinn veki spurningar. Richard Burr, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, er sammála og segir tímasetninguna og rökstuðninginn vera áhyggjuefni. Comey var skipaður í embætti árið 2013 af þáverandi forseta, Barack Obama, til tíu ára. Donald Trump Tengdar fréttir Hillary segir að tíu síðustu dagar kosningabaráttunnar hafi skipt sköpum Hillary Clinton segist hafa gert mistök en kennir Bandarísku alríkislögreglunni FBI og afskiptum Rússa um hvernig fór. 3. maí 2017 09:00 Taldi sig verða að segja þinginu frá vendingum varðandi Clinton James Comey, yfirmaður FBI, sagði að honum liði illa yfir því að hann hefði mögulega haft áhrif á kosningarnar. 3. maí 2017 16:40 Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að reka James B. Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar FBI, í gær. Sumir telja brottreksturinn nauðsynlegan á meðan aðrir telja að ákvörðunina megi rekja til yfirstandandi rannsóknar FBI á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í nóvember. Comey var að ræða við starfsmenn FBI á skrifstofum þess í Los Angeles þegar tilkynnt var um brottreksturinn á sjónvarpsstöðvum. Í frétt New York Times á Comey að hafa hlegið og sagt þetta vara ansi sniðugan brandara, en skömmu síðar barst Comey uppsagnarbréfið frá Trump forseta. Trump hefur haft horn í síðu Comey sem hefur áður hafnað ásökunum Trump að Obama hafi hlerað hann í kosningabaráttunni. Ákvörðunin um að reka Comey kemur engu að síður nokkuð á óvart, en þetta er einungis í annað sinn í sögu FBI þar sem yfirmaður stofnunarinnar er látinn taka poka sinn. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Trump, sagði í gær að það hafi verið dómsmálaráðherrann Jeff Sessions sem að ráðlagði Trump í bréfi að láta Comey fara. Sagði Sessions að nauðsynlegt væri að finna mann til að stýra FBI sem myndi auka tiltrú á stofnuninni. Fyrrverandi alríkissaksókarinn í District of Columbia, Joe DiGenova, segist í viðtali við Fox News styðja ákvörðun forsetans. „James Comey átti skilið að verða rekinn. Hann var yfirmaður FBI sem hagaði sér eins og ríkissaksóknari eða meira að segja forseti Bandaríkjanna. Hann braut allar reglur sem til eru í dómsmálaráðuneytinu varðandi hvernig rannsakendur eigi að haga sér,“ segir DiGenova.Naut vinsælda Brottreksturinn hefur þó einnig verið harðlega gagnrýndur þar sem mikið er rætt um raunverulegar ástæður brottrekstursins. Eftir hefur verið tekið að Comey hafi staðið uppi í hárinu á forsetanum, en hann ku njóta vinsælda innan FBI og njóta virðingar utan hennar. FBI rannsakar nú ásakanir um möguleg samskipti rússneskra stjórnvalda og manna innan kosningaliðs Trump á meðan á kosningabaráttunni stóð. Adam Schiff, þingmaður Demókrata í fulltrúadeildinni, segir brottreksturinn vekja miklar spurningar um með hvaða hætti Hvíta húsið skipti sér af sakamálum sem eru til rannsóknar. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, segir forsetann hafa gert mikil mistök og að brottreksturinn veki spurningar. Richard Burr, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, er sammála og segir tímasetninguna og rökstuðninginn vera áhyggjuefni. Comey var skipaður í embætti árið 2013 af þáverandi forseta, Barack Obama, til tíu ára.
Donald Trump Tengdar fréttir Hillary segir að tíu síðustu dagar kosningabaráttunnar hafi skipt sköpum Hillary Clinton segist hafa gert mistök en kennir Bandarísku alríkislögreglunni FBI og afskiptum Rússa um hvernig fór. 3. maí 2017 09:00 Taldi sig verða að segja þinginu frá vendingum varðandi Clinton James Comey, yfirmaður FBI, sagði að honum liði illa yfir því að hann hefði mögulega haft áhrif á kosningarnar. 3. maí 2017 16:40 Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira
Hillary segir að tíu síðustu dagar kosningabaráttunnar hafi skipt sköpum Hillary Clinton segist hafa gert mistök en kennir Bandarísku alríkislögreglunni FBI og afskiptum Rússa um hvernig fór. 3. maí 2017 09:00
Taldi sig verða að segja þinginu frá vendingum varðandi Clinton James Comey, yfirmaður FBI, sagði að honum liði illa yfir því að hann hefði mögulega haft áhrif á kosningarnar. 3. maí 2017 16:40
Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02