Hóta því að gera Bandaríkin að „rjúkandi rústum“ Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2017 10:52 Eftirlíking af eldflaug í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Norður-kóresk stjórnvöld hóta „ofuröflugri fyrirbyggjandi árás“ gegn Bandaríkjamönnum eftir að utanríkisráðherra þeirra síðarnefndu sagði þarlend stjórnvöld kanna leiðir til að þrýsta á Norður-Kóreumenn vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. Ríkisdagblaðið Rodong Sinmun sparaði ekki stóru orðin í garð Bandaríkjanna samkvæmt frétt Reuters. „Verði ofuröflug fyrirbyggjandi árás okkar gerð mun hún ekki aðeins þurrka strax út bandaríska heimsvaldainnrásarherinn í Suður-Kóreu og nágrenni hans heldur einnig meginland Bandaríkjanna og gera það að rjúkandi rústum,“ fullyrti blaðið sem er opinbert dagblað norður-kóreska Verkamannaflokksins. Tónn bandarískra ráðamanna í garð Norður-Kóreumanna hefur harðnað í kjölfar eldflaugabrölts þeirra undanfarið. Norðanmenn hafa unnið að þróun langdrægra eldflauga. Gerðu þeir misheppnaða tilraun til að skjóta einni slíkri á loft um síðustu helgi eftir mikla hersýningu þar sem fjöldi eldflauga var sýndur. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur meðal annars sagt að tími „hernaðarlegrar þolinmæði“ með Norður-Kóreu sé liðinn. Utanríkisráðherrann Rex Tillerson sagði blaðamönnum í Washington í gær að hann væri að fara yfir stöðu Norður-Kóreu og hvernig hægt væri að setja þrýsting á þarlend stjórnvöld. Tengdar fréttir Segja flugskeytatilraun Norður-Kóreumanna hafa misheppnast Norður-Kóreumenn ætluðu sér að varpa kjarnorkusprengju í dag, í tilraunaskyni. 15. apríl 2017 23:47 Mike Pence: Þolinmæði Bandaríkjanna í garð Norður-Kóreu að bresta Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir að sú tíð sé liðin að Bandaríkjamenn sýni Norður-Kóreu þolinmæði. 17. apríl 2017 08:11 Bandaríkin og Kína ræða möguleg viðbrögð vegna Norður-Kóreu H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi í ríkisstjórn Donalds Trump, segir að yfirvöld í Kína og Bandaríkjunum séu sammála um að ástandið á Kóreuskaga geti ekki haldið áfram óbreytt. Hann segir löndin vera að ræða ýmsa möguleika um hvernig bregðast megi við eldflauga og kjarnorkutilraunum Norður-Kóreu. 16. apríl 2017 18:49 Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Norður-kóresk stjórnvöld hóta „ofuröflugri fyrirbyggjandi árás“ gegn Bandaríkjamönnum eftir að utanríkisráðherra þeirra síðarnefndu sagði þarlend stjórnvöld kanna leiðir til að þrýsta á Norður-Kóreumenn vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. Ríkisdagblaðið Rodong Sinmun sparaði ekki stóru orðin í garð Bandaríkjanna samkvæmt frétt Reuters. „Verði ofuröflug fyrirbyggjandi árás okkar gerð mun hún ekki aðeins þurrka strax út bandaríska heimsvaldainnrásarherinn í Suður-Kóreu og nágrenni hans heldur einnig meginland Bandaríkjanna og gera það að rjúkandi rústum,“ fullyrti blaðið sem er opinbert dagblað norður-kóreska Verkamannaflokksins. Tónn bandarískra ráðamanna í garð Norður-Kóreumanna hefur harðnað í kjölfar eldflaugabrölts þeirra undanfarið. Norðanmenn hafa unnið að þróun langdrægra eldflauga. Gerðu þeir misheppnaða tilraun til að skjóta einni slíkri á loft um síðustu helgi eftir mikla hersýningu þar sem fjöldi eldflauga var sýndur. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur meðal annars sagt að tími „hernaðarlegrar þolinmæði“ með Norður-Kóreu sé liðinn. Utanríkisráðherrann Rex Tillerson sagði blaðamönnum í Washington í gær að hann væri að fara yfir stöðu Norður-Kóreu og hvernig hægt væri að setja þrýsting á þarlend stjórnvöld.
Tengdar fréttir Segja flugskeytatilraun Norður-Kóreumanna hafa misheppnast Norður-Kóreumenn ætluðu sér að varpa kjarnorkusprengju í dag, í tilraunaskyni. 15. apríl 2017 23:47 Mike Pence: Þolinmæði Bandaríkjanna í garð Norður-Kóreu að bresta Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir að sú tíð sé liðin að Bandaríkjamenn sýni Norður-Kóreu þolinmæði. 17. apríl 2017 08:11 Bandaríkin og Kína ræða möguleg viðbrögð vegna Norður-Kóreu H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi í ríkisstjórn Donalds Trump, segir að yfirvöld í Kína og Bandaríkjunum séu sammála um að ástandið á Kóreuskaga geti ekki haldið áfram óbreytt. Hann segir löndin vera að ræða ýmsa möguleika um hvernig bregðast megi við eldflauga og kjarnorkutilraunum Norður-Kóreu. 16. apríl 2017 18:49 Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Segja flugskeytatilraun Norður-Kóreumanna hafa misheppnast Norður-Kóreumenn ætluðu sér að varpa kjarnorkusprengju í dag, í tilraunaskyni. 15. apríl 2017 23:47
Mike Pence: Þolinmæði Bandaríkjanna í garð Norður-Kóreu að bresta Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir að sú tíð sé liðin að Bandaríkjamenn sýni Norður-Kóreu þolinmæði. 17. apríl 2017 08:11
Bandaríkin og Kína ræða möguleg viðbrögð vegna Norður-Kóreu H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi í ríkisstjórn Donalds Trump, segir að yfirvöld í Kína og Bandaríkjunum séu sammála um að ástandið á Kóreuskaga geti ekki haldið áfram óbreytt. Hann segir löndin vera að ræða ýmsa möguleika um hvernig bregðast megi við eldflauga og kjarnorkutilraunum Norður-Kóreu. 16. apríl 2017 18:49
Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00