Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2017 12:00 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, veifar mannfjöldanum sem safnaðist saman á hátíðahöldum í Pyongyang, höfuðborg landsin. Vísir/AFP Yfirvöld Norður-Kóreu hafa varað Bandaríkjamenn við því að hefja hernaðaraðgerðir á svæðinu og segjast „tilbúin til þess að svara fyrir sig með kjarnorkuárásum.“ BBC greinir frá. Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang, í dag. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Fjölmiðlar hafa undanfarið flutt fregnir af yfirvofandi kjarnorkuvopnatilraunum yfirvalda í Norður-Kóreu.Hátíðahöldin sýndu fram á mikilvægi kjarnorkuáætlunar Eins og gert hafði verið ráð fyrir voru hátíðahöldin í formi mikilfenglegrar hersýningar en á meðal gripanna sem yfirvöld höfðu þar til sýnis var ný langdræg eldflaug, sem kemst á milli heimsálfa (intercontinental ballistic missile, ICBM).Í frétt The Guardian kemur fram að í skrúðgöngunni hafi verið töluverður fjöldi þessara eldflauga af gerðinni KN-08 og KN-14. Prófanir á eldflaugunum hafa enn ekki farið fram en sérfræðingar segja að þær gætu mögulega náð til Bandaríkjanna, yrði þeim skotið á loft. Að auki sýndu norður-kóresk yfirvöld Pukkuksong-eldflaugar, sem skotið er af kafbátapöllum (submarine-launched ballistic missiles, SLBM), en þær hafa drægni upp á allt að um þúsund kílómetra. Þá segir fréttastofa BBC enn fremur að hersýningin í Pyongang sýni svart á hvítu hversu mikilvæg kjarnorkuáætlun ríkisins er í tengslum við framtíðarmarkmið þess á heimsvísu. Norður-kóresk yfirvöld hafa hingað til hunsað þrýsting frá yfirvöldum Bandaríkjanna um að hverfa frá þróun kjarnavopna. „Við erum tilbúin til að svara stríði með stríði,“ sagði Choe Ryong-hae, sem talinn er vera næstur í valdaröðinni á eftir leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un. „Við erum tilbúin til þess að svara fyrir okkur með kjarnorkuárásum, með okkar eigin sniði, á móti hvers konar kjarnorkuárásum,“ bætti hann við.Yfirvöld Norður-Kóreu gerðu mikið úr vopnabúri sínu á Degi sólarinnar.Vísir/afpEldfimt ástand Yfirvöld Norður-Kóreu hafa sett sér að markmiði að koma fyrir svokölluðum „kjarnaoddi“ (nuclear warhead) á langdræga eldflaug (ICBM), sem næði til skotmarka um allan heim. Þá hafa yfirvöld framkvæmt fimm kjarnorkutilraunir á undanförnum árum auk þess sem eldflaugum hefur ítrekað verið skotið á loft. Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, sagði á föstudag að „átök gætu brotist út hvenær sem er,“ og bætti við að ef stríð brytist út stæði enginn uppi sem sigurvegari. Þá vekur athygli að kínversk yfirvöld höfðu ekki fulltrúa á sínum snærum á hátíðahöldunum í Pyongyang, ólíkt því sem tíðkast hefur á síðari árum. Skipum Bandaríkjahers var siglt að Kóreuskaga fyrr í mánuðinum en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að Bandaríkin séu tilbúin til að bregðast einhliða við ógninni frá Norður-Kóreu. Erlent Tengdar fréttir Norður-Kórea undirbýr mikla sýningu á Degi sólarinnar Undirbúningur fyrir mikla hersýningu og fagnaðarlæti á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang, sem fram fer á morgu 14. apríl 2017 23:15 Trump farinn aftur á golfvöllinn í skugga vaxandi spennu á Kóreuskaga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flaug í dag til Flórída þar sem hann mun eyða páskahelginni á afdrepi sínu á Mar-a-Lago. Athygli vekur að hann verður án sinna helstu ráðgjafa yfir páskana. 14. apríl 2017 21:00 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Sjá meira
Yfirvöld Norður-Kóreu hafa varað Bandaríkjamenn við því að hefja hernaðaraðgerðir á svæðinu og segjast „tilbúin til þess að svara fyrir sig með kjarnorkuárásum.“ BBC greinir frá. Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang, í dag. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Fjölmiðlar hafa undanfarið flutt fregnir af yfirvofandi kjarnorkuvopnatilraunum yfirvalda í Norður-Kóreu.Hátíðahöldin sýndu fram á mikilvægi kjarnorkuáætlunar Eins og gert hafði verið ráð fyrir voru hátíðahöldin í formi mikilfenglegrar hersýningar en á meðal gripanna sem yfirvöld höfðu þar til sýnis var ný langdræg eldflaug, sem kemst á milli heimsálfa (intercontinental ballistic missile, ICBM).Í frétt The Guardian kemur fram að í skrúðgöngunni hafi verið töluverður fjöldi þessara eldflauga af gerðinni KN-08 og KN-14. Prófanir á eldflaugunum hafa enn ekki farið fram en sérfræðingar segja að þær gætu mögulega náð til Bandaríkjanna, yrði þeim skotið á loft. Að auki sýndu norður-kóresk yfirvöld Pukkuksong-eldflaugar, sem skotið er af kafbátapöllum (submarine-launched ballistic missiles, SLBM), en þær hafa drægni upp á allt að um þúsund kílómetra. Þá segir fréttastofa BBC enn fremur að hersýningin í Pyongang sýni svart á hvítu hversu mikilvæg kjarnorkuáætlun ríkisins er í tengslum við framtíðarmarkmið þess á heimsvísu. Norður-kóresk yfirvöld hafa hingað til hunsað þrýsting frá yfirvöldum Bandaríkjanna um að hverfa frá þróun kjarnavopna. „Við erum tilbúin til að svara stríði með stríði,“ sagði Choe Ryong-hae, sem talinn er vera næstur í valdaröðinni á eftir leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un. „Við erum tilbúin til þess að svara fyrir okkur með kjarnorkuárásum, með okkar eigin sniði, á móti hvers konar kjarnorkuárásum,“ bætti hann við.Yfirvöld Norður-Kóreu gerðu mikið úr vopnabúri sínu á Degi sólarinnar.Vísir/afpEldfimt ástand Yfirvöld Norður-Kóreu hafa sett sér að markmiði að koma fyrir svokölluðum „kjarnaoddi“ (nuclear warhead) á langdræga eldflaug (ICBM), sem næði til skotmarka um allan heim. Þá hafa yfirvöld framkvæmt fimm kjarnorkutilraunir á undanförnum árum auk þess sem eldflaugum hefur ítrekað verið skotið á loft. Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, sagði á föstudag að „átök gætu brotist út hvenær sem er,“ og bætti við að ef stríð brytist út stæði enginn uppi sem sigurvegari. Þá vekur athygli að kínversk yfirvöld höfðu ekki fulltrúa á sínum snærum á hátíðahöldunum í Pyongyang, ólíkt því sem tíðkast hefur á síðari árum. Skipum Bandaríkjahers var siglt að Kóreuskaga fyrr í mánuðinum en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að Bandaríkin séu tilbúin til að bregðast einhliða við ógninni frá Norður-Kóreu.
Erlent Tengdar fréttir Norður-Kórea undirbýr mikla sýningu á Degi sólarinnar Undirbúningur fyrir mikla hersýningu og fagnaðarlæti á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang, sem fram fer á morgu 14. apríl 2017 23:15 Trump farinn aftur á golfvöllinn í skugga vaxandi spennu á Kóreuskaga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flaug í dag til Flórída þar sem hann mun eyða páskahelginni á afdrepi sínu á Mar-a-Lago. Athygli vekur að hann verður án sinna helstu ráðgjafa yfir páskana. 14. apríl 2017 21:00 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Sjá meira
Norður-Kórea undirbýr mikla sýningu á Degi sólarinnar Undirbúningur fyrir mikla hersýningu og fagnaðarlæti á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang, sem fram fer á morgu 14. apríl 2017 23:15
Trump farinn aftur á golfvöllinn í skugga vaxandi spennu á Kóreuskaga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flaug í dag til Flórída þar sem hann mun eyða páskahelginni á afdrepi sínu á Mar-a-Lago. Athygli vekur að hann verður án sinna helstu ráðgjafa yfir páskana. 14. apríl 2017 21:00
Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00