Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2017 12:00 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, veifar mannfjöldanum sem safnaðist saman á hátíðahöldum í Pyongyang, höfuðborg landsin. Vísir/AFP Yfirvöld Norður-Kóreu hafa varað Bandaríkjamenn við því að hefja hernaðaraðgerðir á svæðinu og segjast „tilbúin til þess að svara fyrir sig með kjarnorkuárásum.“ BBC greinir frá. Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang, í dag. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Fjölmiðlar hafa undanfarið flutt fregnir af yfirvofandi kjarnorkuvopnatilraunum yfirvalda í Norður-Kóreu.Hátíðahöldin sýndu fram á mikilvægi kjarnorkuáætlunar Eins og gert hafði verið ráð fyrir voru hátíðahöldin í formi mikilfenglegrar hersýningar en á meðal gripanna sem yfirvöld höfðu þar til sýnis var ný langdræg eldflaug, sem kemst á milli heimsálfa (intercontinental ballistic missile, ICBM).Í frétt The Guardian kemur fram að í skrúðgöngunni hafi verið töluverður fjöldi þessara eldflauga af gerðinni KN-08 og KN-14. Prófanir á eldflaugunum hafa enn ekki farið fram en sérfræðingar segja að þær gætu mögulega náð til Bandaríkjanna, yrði þeim skotið á loft. Að auki sýndu norður-kóresk yfirvöld Pukkuksong-eldflaugar, sem skotið er af kafbátapöllum (submarine-launched ballistic missiles, SLBM), en þær hafa drægni upp á allt að um þúsund kílómetra. Þá segir fréttastofa BBC enn fremur að hersýningin í Pyongang sýni svart á hvítu hversu mikilvæg kjarnorkuáætlun ríkisins er í tengslum við framtíðarmarkmið þess á heimsvísu. Norður-kóresk yfirvöld hafa hingað til hunsað þrýsting frá yfirvöldum Bandaríkjanna um að hverfa frá þróun kjarnavopna. „Við erum tilbúin til að svara stríði með stríði,“ sagði Choe Ryong-hae, sem talinn er vera næstur í valdaröðinni á eftir leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un. „Við erum tilbúin til þess að svara fyrir okkur með kjarnorkuárásum, með okkar eigin sniði, á móti hvers konar kjarnorkuárásum,“ bætti hann við.Yfirvöld Norður-Kóreu gerðu mikið úr vopnabúri sínu á Degi sólarinnar.Vísir/afpEldfimt ástand Yfirvöld Norður-Kóreu hafa sett sér að markmiði að koma fyrir svokölluðum „kjarnaoddi“ (nuclear warhead) á langdræga eldflaug (ICBM), sem næði til skotmarka um allan heim. Þá hafa yfirvöld framkvæmt fimm kjarnorkutilraunir á undanförnum árum auk þess sem eldflaugum hefur ítrekað verið skotið á loft. Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, sagði á föstudag að „átök gætu brotist út hvenær sem er,“ og bætti við að ef stríð brytist út stæði enginn uppi sem sigurvegari. Þá vekur athygli að kínversk yfirvöld höfðu ekki fulltrúa á sínum snærum á hátíðahöldunum í Pyongyang, ólíkt því sem tíðkast hefur á síðari árum. Skipum Bandaríkjahers var siglt að Kóreuskaga fyrr í mánuðinum en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að Bandaríkin séu tilbúin til að bregðast einhliða við ógninni frá Norður-Kóreu. Erlent Tengdar fréttir Norður-Kórea undirbýr mikla sýningu á Degi sólarinnar Undirbúningur fyrir mikla hersýningu og fagnaðarlæti á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang, sem fram fer á morgu 14. apríl 2017 23:15 Trump farinn aftur á golfvöllinn í skugga vaxandi spennu á Kóreuskaga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flaug í dag til Flórída þar sem hann mun eyða páskahelginni á afdrepi sínu á Mar-a-Lago. Athygli vekur að hann verður án sinna helstu ráðgjafa yfir páskana. 14. apríl 2017 21:00 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Yfirvöld Norður-Kóreu hafa varað Bandaríkjamenn við því að hefja hernaðaraðgerðir á svæðinu og segjast „tilbúin til þess að svara fyrir sig með kjarnorkuárásum.“ BBC greinir frá. Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang, í dag. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Fjölmiðlar hafa undanfarið flutt fregnir af yfirvofandi kjarnorkuvopnatilraunum yfirvalda í Norður-Kóreu.Hátíðahöldin sýndu fram á mikilvægi kjarnorkuáætlunar Eins og gert hafði verið ráð fyrir voru hátíðahöldin í formi mikilfenglegrar hersýningar en á meðal gripanna sem yfirvöld höfðu þar til sýnis var ný langdræg eldflaug, sem kemst á milli heimsálfa (intercontinental ballistic missile, ICBM).Í frétt The Guardian kemur fram að í skrúðgöngunni hafi verið töluverður fjöldi þessara eldflauga af gerðinni KN-08 og KN-14. Prófanir á eldflaugunum hafa enn ekki farið fram en sérfræðingar segja að þær gætu mögulega náð til Bandaríkjanna, yrði þeim skotið á loft. Að auki sýndu norður-kóresk yfirvöld Pukkuksong-eldflaugar, sem skotið er af kafbátapöllum (submarine-launched ballistic missiles, SLBM), en þær hafa drægni upp á allt að um þúsund kílómetra. Þá segir fréttastofa BBC enn fremur að hersýningin í Pyongang sýni svart á hvítu hversu mikilvæg kjarnorkuáætlun ríkisins er í tengslum við framtíðarmarkmið þess á heimsvísu. Norður-kóresk yfirvöld hafa hingað til hunsað þrýsting frá yfirvöldum Bandaríkjanna um að hverfa frá þróun kjarnavopna. „Við erum tilbúin til að svara stríði með stríði,“ sagði Choe Ryong-hae, sem talinn er vera næstur í valdaröðinni á eftir leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un. „Við erum tilbúin til þess að svara fyrir okkur með kjarnorkuárásum, með okkar eigin sniði, á móti hvers konar kjarnorkuárásum,“ bætti hann við.Yfirvöld Norður-Kóreu gerðu mikið úr vopnabúri sínu á Degi sólarinnar.Vísir/afpEldfimt ástand Yfirvöld Norður-Kóreu hafa sett sér að markmiði að koma fyrir svokölluðum „kjarnaoddi“ (nuclear warhead) á langdræga eldflaug (ICBM), sem næði til skotmarka um allan heim. Þá hafa yfirvöld framkvæmt fimm kjarnorkutilraunir á undanförnum árum auk þess sem eldflaugum hefur ítrekað verið skotið á loft. Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, sagði á föstudag að „átök gætu brotist út hvenær sem er,“ og bætti við að ef stríð brytist út stæði enginn uppi sem sigurvegari. Þá vekur athygli að kínversk yfirvöld höfðu ekki fulltrúa á sínum snærum á hátíðahöldunum í Pyongyang, ólíkt því sem tíðkast hefur á síðari árum. Skipum Bandaríkjahers var siglt að Kóreuskaga fyrr í mánuðinum en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að Bandaríkin séu tilbúin til að bregðast einhliða við ógninni frá Norður-Kóreu.
Erlent Tengdar fréttir Norður-Kórea undirbýr mikla sýningu á Degi sólarinnar Undirbúningur fyrir mikla hersýningu og fagnaðarlæti á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang, sem fram fer á morgu 14. apríl 2017 23:15 Trump farinn aftur á golfvöllinn í skugga vaxandi spennu á Kóreuskaga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flaug í dag til Flórída þar sem hann mun eyða páskahelginni á afdrepi sínu á Mar-a-Lago. Athygli vekur að hann verður án sinna helstu ráðgjafa yfir páskana. 14. apríl 2017 21:00 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Norður-Kórea undirbýr mikla sýningu á Degi sólarinnar Undirbúningur fyrir mikla hersýningu og fagnaðarlæti á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang, sem fram fer á morgu 14. apríl 2017 23:15
Trump farinn aftur á golfvöllinn í skugga vaxandi spennu á Kóreuskaga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flaug í dag til Flórída þar sem hann mun eyða páskahelginni á afdrepi sínu á Mar-a-Lago. Athygli vekur að hann verður án sinna helstu ráðgjafa yfir páskana. 14. apríl 2017 21:00
Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00