Hættan á stríði á Kóreuskaga ekki meiri í rúm sextíu ár Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2017 19:15 Frá heræfingu í Norður-Kóreu. Vísír/EPA Hætta á stríðsátökum á Kóreuskaga hefur ekki verið meiri frá því átökum lauk með vopnahléi fyrir rúmum sextíu árum. Miklar heræfingar hafa farið fram beggja vegna landamæra Kóreuríkjanna undanfarna daga og Bandaríkjamenn hafa sent þangað flugmóðurskip og eru að setja upp eldflaugavarnarkerfi sem Kínverjar telja að ógni þeim hernaðarlega. Spennan á Kóreuskaga hefur sjaldan verið meiri en nú frá því að vopnahlé var samið í kóreustríðinu hinn 27 júlí árið 1953. Kim Jong Un einræðisherra Norður Kóreu hefur að undanförnu haldið áfram eldflaugatilraunum sínum og beinlínis hótað að skjóta kjarnorkusprengjum á bæði Suður Kóreu og borgir í Bandaríkjunum. Harry Harris æðsti hershöfðingi Bandaríkjamanna í Asíu minnti á það fyrir þingnefnd í dag að Norður Kórea væri eina ríkið sem gert hefði kjarnorkuvopnatilraunir á þessari öld.Spennan magnast „Með hverri tilraun færist Kim Jon Un nær því yfirlýsta markmiði sínu að geta gert fyrirvaralausar kjarnorkuárásir á bandarískar borgir og hann er ekki hræddur við að sér mistakist opinberlega. Að verja föðurland okkar hefur forgang hjá mér svo ég verð að gera ráð fyrir að yfirlýsingar Kims Jong séu réttar,“ sagði Harris.Svona virkar THAAD-eldflaugavernarkerfið.Vísir/GraphicNewsSpennan magnast með hverri yfirlýsingunni sem gefin er beggja megin landamæra Kóreuríkjanna og herleikir þeirra auka enn á tortryggnina og óttann við að annar aðilinn verði fyrri til árásar. Þannig hafa Bandaríkjamenn sent flugmóðurskip og kjarnorkuknúinn kafbát að landhelgi Suður Kóreu og vinna nú að því að setja upp svo kallað THAAD eldflaugavarnarkerfi í landinu. „Það verður tilbúið til notkunar á næstu dögum og þannig getum við betur varið Suður-Kóreu gegn vaxandi ógn frá Norður-Kóreu,“ sagði Harris.Kínverjar áhyggjufullir Kínverjar eru eina þjóðin sem heldur uppi einhverjum samskiptum við Norður Kóreu og eina þjóðin sem getur haft einhver áhrif á stjórnvöld þar. Þeir hafa miklar áhyggjur af vaxandi spennu á svæðinu því Kína gæti dregist inn í átök á Kóreuskaga. Til að minna á mátt sinn sýndi opinber fréttastofa Kína myndir í dag af fyrsta heimasmíðaða flugmóðurskipi landsins sem verður tilbúið til notkunar árið 2020. Geng Shuang talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins ítrekaði áskorun til deiluaðila í dag um að slaka á spennunni. „Við höfum tjáð Bandaríkjamönnum og Suður-Kóreumönnum að við höfum miklar áhyggjur af uppsetningu THAAD-eldflaugavarnarkerfisins og sagt að það muni raska hernaðarjafnvæginu í þessum heimshluta, ýfa ástandið enn frekar á Kóreuskaganum og það muni hvorki hjálpa til við kjarnorkuafvopnun á skaganum né viðhalda friðinum,“ sagði Shuang. Kínverjar skoruðu því á aðila að láta af heræfingum og ögrunum í garð hvors annars en þeir telja líka að uppsetning THAAD eldflaugavarnarkerfisins ógni öryggishagsmunum þeirra. „Kína hvetur Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn eindregið til að hætta aðgerðum sem auka á spennuna í þessum heimshluta og skaða öryggishagsmuni Kína, og hætti við uppsetningu THAAD-kerfisins og fjarlægi búnaðinn. Kína mun taka nauðsynleg skref til að verja hagsmuni sína,“ sagði talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins. Norður-Kórea Tengdar fréttir Kínverjar hleypa nýju flugmóðurskipi af stokkunum Kínverjar eru með þessu að auka herstyrk sinn en vaxandi spenna er nú á áhrifasvæði Kínverja, á Kóreuskaga og á Suður-Kínahafi. 26. apríl 2017 08:17 Birta myndir frá stærstu heræfingu í sögu Norður-Kóreu Blásið var til æfingarinnar í gær í tilefni 85 ára afmælis hersins. 26. apríl 2017 11:51 Funda um Norður-Kóreu í dag Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað alla öldungadeildarþingmenn Hvíta hússins til fundar í dag þar sem farið verður yfir stöðu mála í Norður-Kóreu. 26. apríl 2017 07:00 Bandarískur kjarnorkukafbátur kominn til Suður-Kóreu Óttast er að Norður-Kóreumenn ætli sér að sprengja enn eina kjarnorkusprengjuna í tilraunaskyni. 25. apríl 2017 08:24 Trump býður öllum öldungadeildarþingmönnum til fundar vegna Norður-Kóreu Óvenjulegt er að Bandaríkjaforseti fundi með öllum þingmönnum öldungadeildar í Hvíta húsinu. 25. apríl 2017 09:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Hætta á stríðsátökum á Kóreuskaga hefur ekki verið meiri frá því átökum lauk með vopnahléi fyrir rúmum sextíu árum. Miklar heræfingar hafa farið fram beggja vegna landamæra Kóreuríkjanna undanfarna daga og Bandaríkjamenn hafa sent þangað flugmóðurskip og eru að setja upp eldflaugavarnarkerfi sem Kínverjar telja að ógni þeim hernaðarlega. Spennan á Kóreuskaga hefur sjaldan verið meiri en nú frá því að vopnahlé var samið í kóreustríðinu hinn 27 júlí árið 1953. Kim Jong Un einræðisherra Norður Kóreu hefur að undanförnu haldið áfram eldflaugatilraunum sínum og beinlínis hótað að skjóta kjarnorkusprengjum á bæði Suður Kóreu og borgir í Bandaríkjunum. Harry Harris æðsti hershöfðingi Bandaríkjamanna í Asíu minnti á það fyrir þingnefnd í dag að Norður Kórea væri eina ríkið sem gert hefði kjarnorkuvopnatilraunir á þessari öld.Spennan magnast „Með hverri tilraun færist Kim Jon Un nær því yfirlýsta markmiði sínu að geta gert fyrirvaralausar kjarnorkuárásir á bandarískar borgir og hann er ekki hræddur við að sér mistakist opinberlega. Að verja föðurland okkar hefur forgang hjá mér svo ég verð að gera ráð fyrir að yfirlýsingar Kims Jong séu réttar,“ sagði Harris.Svona virkar THAAD-eldflaugavernarkerfið.Vísir/GraphicNewsSpennan magnast með hverri yfirlýsingunni sem gefin er beggja megin landamæra Kóreuríkjanna og herleikir þeirra auka enn á tortryggnina og óttann við að annar aðilinn verði fyrri til árásar. Þannig hafa Bandaríkjamenn sent flugmóðurskip og kjarnorkuknúinn kafbát að landhelgi Suður Kóreu og vinna nú að því að setja upp svo kallað THAAD eldflaugavarnarkerfi í landinu. „Það verður tilbúið til notkunar á næstu dögum og þannig getum við betur varið Suður-Kóreu gegn vaxandi ógn frá Norður-Kóreu,“ sagði Harris.Kínverjar áhyggjufullir Kínverjar eru eina þjóðin sem heldur uppi einhverjum samskiptum við Norður Kóreu og eina þjóðin sem getur haft einhver áhrif á stjórnvöld þar. Þeir hafa miklar áhyggjur af vaxandi spennu á svæðinu því Kína gæti dregist inn í átök á Kóreuskaga. Til að minna á mátt sinn sýndi opinber fréttastofa Kína myndir í dag af fyrsta heimasmíðaða flugmóðurskipi landsins sem verður tilbúið til notkunar árið 2020. Geng Shuang talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins ítrekaði áskorun til deiluaðila í dag um að slaka á spennunni. „Við höfum tjáð Bandaríkjamönnum og Suður-Kóreumönnum að við höfum miklar áhyggjur af uppsetningu THAAD-eldflaugavarnarkerfisins og sagt að það muni raska hernaðarjafnvæginu í þessum heimshluta, ýfa ástandið enn frekar á Kóreuskaganum og það muni hvorki hjálpa til við kjarnorkuafvopnun á skaganum né viðhalda friðinum,“ sagði Shuang. Kínverjar skoruðu því á aðila að láta af heræfingum og ögrunum í garð hvors annars en þeir telja líka að uppsetning THAAD eldflaugavarnarkerfisins ógni öryggishagsmunum þeirra. „Kína hvetur Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn eindregið til að hætta aðgerðum sem auka á spennuna í þessum heimshluta og skaða öryggishagsmuni Kína, og hætti við uppsetningu THAAD-kerfisins og fjarlægi búnaðinn. Kína mun taka nauðsynleg skref til að verja hagsmuni sína,“ sagði talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Kínverjar hleypa nýju flugmóðurskipi af stokkunum Kínverjar eru með þessu að auka herstyrk sinn en vaxandi spenna er nú á áhrifasvæði Kínverja, á Kóreuskaga og á Suður-Kínahafi. 26. apríl 2017 08:17 Birta myndir frá stærstu heræfingu í sögu Norður-Kóreu Blásið var til æfingarinnar í gær í tilefni 85 ára afmælis hersins. 26. apríl 2017 11:51 Funda um Norður-Kóreu í dag Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað alla öldungadeildarþingmenn Hvíta hússins til fundar í dag þar sem farið verður yfir stöðu mála í Norður-Kóreu. 26. apríl 2017 07:00 Bandarískur kjarnorkukafbátur kominn til Suður-Kóreu Óttast er að Norður-Kóreumenn ætli sér að sprengja enn eina kjarnorkusprengjuna í tilraunaskyni. 25. apríl 2017 08:24 Trump býður öllum öldungadeildarþingmönnum til fundar vegna Norður-Kóreu Óvenjulegt er að Bandaríkjaforseti fundi með öllum þingmönnum öldungadeildar í Hvíta húsinu. 25. apríl 2017 09:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Kínverjar hleypa nýju flugmóðurskipi af stokkunum Kínverjar eru með þessu að auka herstyrk sinn en vaxandi spenna er nú á áhrifasvæði Kínverja, á Kóreuskaga og á Suður-Kínahafi. 26. apríl 2017 08:17
Birta myndir frá stærstu heræfingu í sögu Norður-Kóreu Blásið var til æfingarinnar í gær í tilefni 85 ára afmælis hersins. 26. apríl 2017 11:51
Funda um Norður-Kóreu í dag Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað alla öldungadeildarþingmenn Hvíta hússins til fundar í dag þar sem farið verður yfir stöðu mála í Norður-Kóreu. 26. apríl 2017 07:00
Bandarískur kjarnorkukafbátur kominn til Suður-Kóreu Óttast er að Norður-Kóreumenn ætli sér að sprengja enn eina kjarnorkusprengjuna í tilraunaskyni. 25. apríl 2017 08:24
Trump býður öllum öldungadeildarþingmönnum til fundar vegna Norður-Kóreu Óvenjulegt er að Bandaríkjaforseti fundi með öllum þingmönnum öldungadeildar í Hvíta húsinu. 25. apríl 2017 09:00