Erlent

Kínverjar hleypa nýju flugmóðurskipi af stokkunum

Atli Ísleifsson skrifar
Þetta er annað flugmóðurskip kínverska flotans en það fyrsta sem alfarið er smíðað heima fyrir.
Þetta er annað flugmóðurskip kínverska flotans en það fyrsta sem alfarið er smíðað heima fyrir. Vísir/EPA
Kínverjar hafa hleypt af stokkunum nýju flugmóðurskipi til að auka við herstyrk sinn en vaxandi spenna er nú á áhrifasvæði Kínverja, á Kóreuskaga og á Suður-Kínahafi.

Þetta er annað flugmóðurskip kínverska flotans en það fyrsta sem alfarið er smíðað heima fyrir. Fyrra skipið var gamalt rússneskt skip sem Kínverjar gerðu upp.

BBC greinir frá því að svo virðist sem að spýtt hafi verið í lófana því fyrstu fregnir af smíði skipsins gerðu ráð fyrir að það yrði sett á flot árið 2020. Skipinu verður siglt úr höfn í Dalian í norðausturhluta landsins.

Bandaríkjamenn sendu á dögunum flotadeild til að Kóreuskaga þar sem flugmóðurskipið Carl Vinson fer fremst í flokki.

Norður-Kóreumenn hafa mótmælt skipunum harðlega en Kínverjar hafa hvatt deiluaðila til að halda ró sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×