Birta myndir frá stærstu heræfingu í sögu Norður-Kóreu Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. apríl 2017 11:51 Sjónarspilið var mikið KCNA Fyrstu myndirnar frá stærstu heræfingu í sögu Norður-Kóreu, sem blásið var til í gær í tilefni 85 ára afmælis hersins, hafa litið dagsins ljós. Á myndunum má sjá langar raðir af hverskyns hertólum, svo sem skriðdrekum og fallbyssum, meðfram strandlengju skammt frá hafnarborginni Wosnan í austurhluta landsins. Talið er að á bilinu 300 til 400 farartæki hafi verið viðruð á æfingunni, undir vökulu augu einræðisherrans Kim Jong-Un sem fylgdist með herlegheitunum úr glæsikerru sinni - að sögn norður-kóreska ríkisfjölmiðilsins.Einræðisherrann fylgdist grannt með gangi mála.KCNAMiðillinn sparaði ekki stóru orðin í lýsingum sínum af æfingunni og sagði hana til þess fallna að „slá botn í ráðabrugg Bandaríkjanna og kjarnorkukúganir þeirra.“Sjá einnig: Trump býður öllum öldungadeildarþingmönnum til fundar vegna Norður-Kóreu „Árásargeta hersins er takmarkalaus en hann er búinn margvíslegum háþróuðum vopnum, svo sem hárnákvæmum kjarnavopnum og kafbátaloftskeytum,“ sagði í forsíðufrétt málgagnsins Rodong Sinmun á þriðjudag.KCNATalið er að stór hluti hersins hafi sérstaklega verið þjálfaður til þess að ráðast á og verjast innrás frá Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu. „Æfing gærdagsins markar lokahnykkinn í vetrarlöngum heræfingu norður-kóreska hersins,“ ályktaði prófessorinn Kim Dong-yub í samtali við hina suður-kóresku fréttastofu Yonhap. Bandaríski herinn hefur sjálfur verið við æfingar við Kóreuskaga að undanförnu. Greint var frá því að kjarnorkukafbáturinn USS Michigan hafi komið að ströndum Suður-Kóreu í gær og bættist þar í hóp flotadeildarinnar sem leidd er af flugmóðurskipinu Carl Vinson.KCNAKCNAKCNAKCNAKCNA Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Fyrstu myndirnar frá stærstu heræfingu í sögu Norður-Kóreu, sem blásið var til í gær í tilefni 85 ára afmælis hersins, hafa litið dagsins ljós. Á myndunum má sjá langar raðir af hverskyns hertólum, svo sem skriðdrekum og fallbyssum, meðfram strandlengju skammt frá hafnarborginni Wosnan í austurhluta landsins. Talið er að á bilinu 300 til 400 farartæki hafi verið viðruð á æfingunni, undir vökulu augu einræðisherrans Kim Jong-Un sem fylgdist með herlegheitunum úr glæsikerru sinni - að sögn norður-kóreska ríkisfjölmiðilsins.Einræðisherrann fylgdist grannt með gangi mála.KCNAMiðillinn sparaði ekki stóru orðin í lýsingum sínum af æfingunni og sagði hana til þess fallna að „slá botn í ráðabrugg Bandaríkjanna og kjarnorkukúganir þeirra.“Sjá einnig: Trump býður öllum öldungadeildarþingmönnum til fundar vegna Norður-Kóreu „Árásargeta hersins er takmarkalaus en hann er búinn margvíslegum háþróuðum vopnum, svo sem hárnákvæmum kjarnavopnum og kafbátaloftskeytum,“ sagði í forsíðufrétt málgagnsins Rodong Sinmun á þriðjudag.KCNATalið er að stór hluti hersins hafi sérstaklega verið þjálfaður til þess að ráðast á og verjast innrás frá Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu. „Æfing gærdagsins markar lokahnykkinn í vetrarlöngum heræfingu norður-kóreska hersins,“ ályktaði prófessorinn Kim Dong-yub í samtali við hina suður-kóresku fréttastofu Yonhap. Bandaríski herinn hefur sjálfur verið við æfingar við Kóreuskaga að undanförnu. Greint var frá því að kjarnorkukafbáturinn USS Michigan hafi komið að ströndum Suður-Kóreu í gær og bættist þar í hóp flotadeildarinnar sem leidd er af flugmóðurskipinu Carl Vinson.KCNAKCNAKCNAKCNAKCNA
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira