Pep: Ég er ekki orðinn verri stjóri þó ég muni ekki vinna titil í ár Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2017 11:30 Pep verður titlalaus. vísir/getty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, mun ganga frá yfirstandandi leiktíð titlalaus en það hefur ekki gerst síðan hann fór út í þjálfun. Spánverjinn bjó til eitt besta félagslið sögunnar hjá Barcelona og rakaði inn titlum á hverju ári. Hann fór svo til Bayern München og varð Þýskalandsmeistari öll þrjú árin en enginn titill mun koma í hús hjá City í ár. „Ég er ekki verri stjóri þó ég muni ekki vinna titil. Mér finnst ég vera betri stjóri því ég er búinn að læra svo mikið af þessari reynslu. Ég hef lært að takast betur á við aðstæður en áður,“ segir Guardiola í viðtali við Sky Sports. „Það eru fullt af frábærum liðum á Spáni sem eru ekki að fara að vinna titil í ár og það sama á við um fleiri deildir í Evrópu. Ég býst við því að eiga langan feril og það mun koma tímabil aftur þar sem ég vinn ekki titil.“ „Ég er ekki að starfa fyrir félag sem hefur unnið marga titla í gegnum söguna eins og Barcelona, Bayern, Inter, Juventus eða AC Milan.“ „Það er þess vegna sem maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Maður verður alltaf að verða betri og betri ef maður ætlar að vinna jafnmikið og United, Chelsea og Liverpool hafa gert í gegnum tíðina. Þetta eru allt félög með ríkari sögu en Manchester City.“ „Þetta er ástæðan fyrir því að ég kom til City. Þetta er mikil reynsla fyrir mig og kennir mér margt. Nú þarf ég bara að taka réttar ákvarðanir fyrir næstu leiktíð,“ segir Pep Guardiola.Manchester City tekur á móti Manchester United í stórleik í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en útsending hefst klukkan 18.50 á Stöð 2 Sport 2 HD. Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin Sjá meira
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, mun ganga frá yfirstandandi leiktíð titlalaus en það hefur ekki gerst síðan hann fór út í þjálfun. Spánverjinn bjó til eitt besta félagslið sögunnar hjá Barcelona og rakaði inn titlum á hverju ári. Hann fór svo til Bayern München og varð Þýskalandsmeistari öll þrjú árin en enginn titill mun koma í hús hjá City í ár. „Ég er ekki verri stjóri þó ég muni ekki vinna titil. Mér finnst ég vera betri stjóri því ég er búinn að læra svo mikið af þessari reynslu. Ég hef lært að takast betur á við aðstæður en áður,“ segir Guardiola í viðtali við Sky Sports. „Það eru fullt af frábærum liðum á Spáni sem eru ekki að fara að vinna titil í ár og það sama á við um fleiri deildir í Evrópu. Ég býst við því að eiga langan feril og það mun koma tímabil aftur þar sem ég vinn ekki titil.“ „Ég er ekki að starfa fyrir félag sem hefur unnið marga titla í gegnum söguna eins og Barcelona, Bayern, Inter, Juventus eða AC Milan.“ „Það er þess vegna sem maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Maður verður alltaf að verða betri og betri ef maður ætlar að vinna jafnmikið og United, Chelsea og Liverpool hafa gert í gegnum tíðina. Þetta eru allt félög með ríkari sögu en Manchester City.“ „Þetta er ástæðan fyrir því að ég kom til City. Þetta er mikil reynsla fyrir mig og kennir mér margt. Nú þarf ég bara að taka réttar ákvarðanir fyrir næstu leiktíð,“ segir Pep Guardiola.Manchester City tekur á móti Manchester United í stórleik í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en útsending hefst klukkan 18.50 á Stöð 2 Sport 2 HD.
Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin Sjá meira