Erlent

FBI hleraði samskipti ráðgjafa Trump á síðasta ári

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP
Bandaríska alríkislögreglan, FBI, aflaði sér heimildar á síðasta ári til þess að hlera samskipti Carter Page sem starfaði þá sem ráðgjafi Donald Trump í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

Dómari heimilaði FBI og bandaríska dómsmálaráðuneytinu að hlera samskipti Page vegna rökstudds gruns um að Page starfaði fyrir erlent ríki, í þessu tilviki Rússland.

Þetta kemur fram í ítarlegri fréttaskýringu Washington Post. FBI rannsakar nú hvort að starfsmenn kosninabaráttu Trump hafi starfað með yfirvöldum í Rússlandi til að hafa áhrif á úrslit kosninganna í Bandaríkjunum, í þágu Trump.

Mikla athygli vakti fyrr á árinu þegar Trump sakaði Barack Obama, forvera sinn í starfi, um að hafa látið hlera höfuðstöðvar kosningabaráttu Trump í kosningabaráttunni. Obama og aðrir embættismenn hafa alfarið hafnað slíkum ásökunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×