Theresa May við ESB: Fullveldi Gíbraltar er ekki til umræðu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. apríl 2017 18:41 Theresa May ásamt Donald Tusk. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur tjáð Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, að Bretland muni ekki fallast á það í samningaviðræðum að gefa fullveldi Gíbraltar upp á bátinn í komandi samningaviðræðum. Guardian greinir frá. Staða Gíbraltar hefur að undanförnu verið í eldlínunni í samskiptum Bretlands við Evrópusambandið eftir að í ljós kom í samningsdrögum sambandsins í komandi Brexit viðræðum, að Spánverjar munu hafa úrslitavald í atriðum sem varða Gíbraltar. Löndin tvö hafa deilt um Gíbraltar í aldaraðir. Tusk er um þessar mundir í opinberri heimsókn í Bretlandi en ljóst er að leiðtogarnir tveir hafa nóg til að tala um fyrir komandi útgönguviðræður Breta við sambandið. Samkvæmt tilkynningu frá breska forsætisráðuneytinu fór vel á með þeim Tusk og May á fundinum og var andrúmsloftið jákvætt. Sammældust þau um að vera í nánum tengslum á komandi vikum og mánuðum, á meðan útgönguferli Bretlands stendur. Í tilkynningunni segir um Gíbraltar:„Forsætisráðherrann gerði Tusk það einnig ljóst að í málum Gíbraltar, er afstaða Bretlands óbreytt. Bretland mun falast eftir sem bestum samning fyrir Gíbraltar við útgöngu Bretlands og það verða engar viðræður um fullveldi þeirra án samþykkis fólksins sem býr í Gíbraltar.“ Skoðanakannanir sem gerðar eru meðal fólks sem býr í Gíbraltar sýna ítrekað að mikill meirihluti fólksins vill að skaginn verði áfram hluti af Bretlandi en á sama tíma kusu 96 prósent þeirra með áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu. May tók aftur fram í viðræðum við Tusk, að hún vilji falast eftir „djúpum og sérstökum samskiptum“ við Evrópusambandið eftir útgöngu Bretlands. Gíbraltar Tengdar fréttir Skipuðu spænsku herskipi að yfirgefa lögsögu Gíbraltar Breski herflotinn sendi tilmæli til spænsks herskips sem sigldi inn fyrir lögsögu Gíbraltar, um að yfirgefa svæðið. 4. apríl 2017 22:20 ESB mun styðja Spán í deilunni við Breta um Gíbraltar Spánverjar og Bretar hafa deilt um yfirráð á Gíbraltar skaganum, fyrir sunnan Spán. 1. apríl 2017 19:05 Segir Theresu May reiðubúna til að fara í stríð til verndar Gíbraltar Fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins segir Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, án efa reiðubúna til að fara í stríð vegna Gíbraltar. 2. apríl 2017 19:34 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur tjáð Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, að Bretland muni ekki fallast á það í samningaviðræðum að gefa fullveldi Gíbraltar upp á bátinn í komandi samningaviðræðum. Guardian greinir frá. Staða Gíbraltar hefur að undanförnu verið í eldlínunni í samskiptum Bretlands við Evrópusambandið eftir að í ljós kom í samningsdrögum sambandsins í komandi Brexit viðræðum, að Spánverjar munu hafa úrslitavald í atriðum sem varða Gíbraltar. Löndin tvö hafa deilt um Gíbraltar í aldaraðir. Tusk er um þessar mundir í opinberri heimsókn í Bretlandi en ljóst er að leiðtogarnir tveir hafa nóg til að tala um fyrir komandi útgönguviðræður Breta við sambandið. Samkvæmt tilkynningu frá breska forsætisráðuneytinu fór vel á með þeim Tusk og May á fundinum og var andrúmsloftið jákvætt. Sammældust þau um að vera í nánum tengslum á komandi vikum og mánuðum, á meðan útgönguferli Bretlands stendur. Í tilkynningunni segir um Gíbraltar:„Forsætisráðherrann gerði Tusk það einnig ljóst að í málum Gíbraltar, er afstaða Bretlands óbreytt. Bretland mun falast eftir sem bestum samning fyrir Gíbraltar við útgöngu Bretlands og það verða engar viðræður um fullveldi þeirra án samþykkis fólksins sem býr í Gíbraltar.“ Skoðanakannanir sem gerðar eru meðal fólks sem býr í Gíbraltar sýna ítrekað að mikill meirihluti fólksins vill að skaginn verði áfram hluti af Bretlandi en á sama tíma kusu 96 prósent þeirra með áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu. May tók aftur fram í viðræðum við Tusk, að hún vilji falast eftir „djúpum og sérstökum samskiptum“ við Evrópusambandið eftir útgöngu Bretlands.
Gíbraltar Tengdar fréttir Skipuðu spænsku herskipi að yfirgefa lögsögu Gíbraltar Breski herflotinn sendi tilmæli til spænsks herskips sem sigldi inn fyrir lögsögu Gíbraltar, um að yfirgefa svæðið. 4. apríl 2017 22:20 ESB mun styðja Spán í deilunni við Breta um Gíbraltar Spánverjar og Bretar hafa deilt um yfirráð á Gíbraltar skaganum, fyrir sunnan Spán. 1. apríl 2017 19:05 Segir Theresu May reiðubúna til að fara í stríð til verndar Gíbraltar Fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins segir Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, án efa reiðubúna til að fara í stríð vegna Gíbraltar. 2. apríl 2017 19:34 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Skipuðu spænsku herskipi að yfirgefa lögsögu Gíbraltar Breski herflotinn sendi tilmæli til spænsks herskips sem sigldi inn fyrir lögsögu Gíbraltar, um að yfirgefa svæðið. 4. apríl 2017 22:20
ESB mun styðja Spán í deilunni við Breta um Gíbraltar Spánverjar og Bretar hafa deilt um yfirráð á Gíbraltar skaganum, fyrir sunnan Spán. 1. apríl 2017 19:05
Segir Theresu May reiðubúna til að fara í stríð til verndar Gíbraltar Fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins segir Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, án efa reiðubúna til að fara í stríð vegna Gíbraltar. 2. apríl 2017 19:34