Erlent

Saga hornin af nashyrningum þeim til varnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Nashyrningar í Dvur Kralove dýragarðinum.
Nashyrningar í Dvur Kralove dýragarðinum. Vísir/AFP
Starfsmenn Dvur Kralove dýragarðsins í Tékklandi taka enga áhættu og eru að saga horn allra nashyrninga í dýragarðinum af. Það er gert í kjölfar þess að nashyrningur var skotinn í dýragarði nærri París og horni hans stolið. Þá eru veiðiþjófar sagðir hafa gengið verulega á stofn nashyrninga í Afríku og víðar.

Gífurleg eftirspurn er eftir nashyrningahornum í Asíu þar sem þau eru talin lækna ýmsa kvilla og veikindi eins og krabbamein, kvef og timburmenn.

Í dýragarðinum sem um ræðir eru 21 nashyrningur, sem er mesti fjöldi nashyrninga í dýragörðum í Evrópu. Forsvarsmaður dýragarðsins segir öryggi dýranna í fyrirrúmi og að brottnám hornanna sé sársaukalaust. Dýrin eru svæfð og hornin eru söguð af, en þau munu vaxa aftur.

Samkvæmt frétt AP er verið að grípa til sömu aðgerða víða um heiminn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×