Erlent

Drápu nashyrning í dýragarði í Frakklandi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Vince, sem er fjögurra ára hvítur nashyrningur, var skotinn þremur skotum í höfuðið.
Vince, sem er fjögurra ára hvítur nashyrningur, var skotinn þremur skotum í höfuðið.
Veiðiþjófar brutust inn í dýragarð í Thoiry, skammt frá París í Frakklandi, í morgun og drápu nashyrninginn Vince. Þeir skutu hann þremur skotum í höfuðið og söguðu af honum hornið. BBC greinir frá.

Vince, sem var fjögurra ára, fannst dauður þegar starfsmenn mættu til vinnu í morgun. Starfsmenn dýragarðsins á næturvakt urðu ekki varir við neitt en verið er að skoða eftirlitsmyndavélar, auk þess sem franska lögreglan leitar nú veiðiþjófanna. Talið er að þetta sé í fyrsta skipti sem slíkt atvik á sér stað í dýragarði í Evrópu.

Tveir aðrir nashyrningar eru í garðinum, Gracie og Bruno. Þeir sluppu ómeiddir og telja forsvarsmenn garðsins að eitthvað hafi fælt veiðiþjófana frá.

Nashyrningshorn eru afar eftirsótt, þá fyrst og fremst í Asíu þar sem þau eru notuð við óhefðbundnar lækningar. Kílóverð þeirra er talið nema allt að sjö milljónum íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×