Geir: Hefði aldrei boðið mig fram til FIFA hefði ég vitað að ég myndi hætta hjá KSÍ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. mars 2017 13:45 Geir Þorsteinsson tók við formennsku í KSÍ árið 2007, en lét af störfum í dag. Vísir/anton Eins og greint var frá um helgina hefur Geir Þorsteinsson ákveðið að draga framboð sitt til stjórnar Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, til baka. Geir átti víst sæti í stjórn FIFA þar sem aðeins fjórir fulltrúar frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, voru eftir í framboði um fjögur laus sæti í stjórn FIFA. Engu að síður ákvað hann að draga framboð sitt til baka. „Þetta er eins og það er. Sumir félaga minna hefðu viljað að ég myndi halda áfram. Það voru skiptar skoðanir um þetta en menn virtu þó þessa ákvörðun,“ segir Geir við Vísi í dag.Betri stjórnunarhættir Ástæðan fyrir því að hann dró sig til baka er að fyrir þingi UEFA í Helsinki í apríl liggja fyrir tillögur um breytingar sem miða að betri stjórnunarháttum innan UEFA. Meðal þess er að fulltrúar í stjórn UEFA séu starfandi í forystu sinna knattspyrnusambanda. Þar sem Geir ákvað að gefa ekki kost á sér áfram sem formaður KSÍ taldi hann rétt að draga framboð sitt til stjórnar FIFA til baka. „Ég veit hvernig landið liggur og þó svo að þessar tillögur hafi ekki enn verið formlega samþykktar og eiga við um stjórn UEFA taldi ég hið eina rétta í stöðunni að komast að þessari niðurstöðu,“ segir Geir.Geir á ársþingi KSÍ í síðasta mánuði.mynd/ksíStjórnarskórnir á hilluna Framboðsfrestur til stjórnar FIFA rann út 5. desember. Geir bauð sig fram með stuðningi hinna Norðurlandanna og gerði þá ekki ráð fyrir öðru en að gefa áfram kost á sér í formannsembætti KSÍ. „Ég hefði aldrei gefið kost á mér í stjórn FIFA hefði ég vitað þá að ég myndi hætta hjá KSÍ,“ sagði Geir. „Það hefði mér ekki fundist rétt. Margir töldu ef til vill að ég væri að nota framboðið til FIFA til að halda mér inni [í hreyfingunni] en það var á hinn veginn. Með því að hætta hjá KSÍ fylgdi hin ákvörðunin með.“ Þar með liggur beinast við að spyrja Geir hvort að það sé þar með útilokað að hann muni síðar taka að sér sæti í stjórn annars stóru knattspyrnusambandanna? „Já, nú eru stjórnarskórnir komnir á hilluna,“ sagði hann í léttum dúr.Ýmis tækifæri Geir hefur ekki gefið út hvað hann muni taka sér fyrir hendur næst en hann segist hafa verið að skoða möguleika á öðrum störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar. „Mér hefur verið efst í huga að starfa áfram innan fótboltans enda með óvenjulega yfirgripsmikla þekkingu á málefnum knattspyrnunnar, bæði innanlands og á alþjóðlegum vettvangi,“ segir Geir. „En það er ekkert ákveðið og ekkert í hendi. Margir héldu ef til vill að ég væri með eitthvað annað í höndunum fyrst ég hætti hjá KSÍ. En það er ekki svo, þó svo að ýmis tækifæri hafi komið fram eftir að ég lauk störfum fyrir knattspyrnusambandið.“ Hann segir að ekkert annað hafi búið að baki ákvörðun hans um að hætta hjá KSÍ en að hann taldi það tímabært. „Því miður get ég ekki tekið undir kenningar um að ástæðurnar hafi verið af öðrum toga. Eftir 25 ár fannst mér tímabært að hætta. Eftir að maður gaf sér smá tíma til að slaka á og hugsa málið þá varð þetta niðurstaðan.“ Fótbolti Tengdar fréttir Geir heiðraður af ÍSÍ og UEFA Geir Þorsteinsson, fráfarandi formaður KSÍ, var í dag sæmdur gullmerki ÍSÍ á 71. ársþingi KSÍ sem nú stendur yfir í Vestmannaeyjum. 11. febrúar 2017 15:47 Geir kjörinn heiðursformaður KSÍ með lófataki Þrír eru nú heiðursformenn Knattspyrnusambands Íslands og allir eru fyrrverandi formenn sambandsins. 11. febrúar 2017 15:43 Geir segir fréttaflutning af launamálum KSÍ stórfurðulegan Fyrrverandi formaður KS segir að umfjöllun fjölmiðla síðustu daga um íslensku knattspyrnuhreyfinguna ekki hafa gefið sanna mynd af þeirri einingu sem ríki innan hreyfingarinnar. 11. febrúar 2017 20:25 Út hjá KSÍ, inn hjá FIFA Geir Þorsteinsson, fráfarandi formaður KSÍ, hefur verið skipaður í nefnd hjá FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandinu. 31. janúar 2017 14:51 Gaupi hitti Geir út á flugvelli: Svipuð tilfinning og að enda mót með titli Geir Þorsteinsson hefur verið formaður Knattspyrnusambands Íslands í tíu ár, formaður eða framkvæmdastjóri í tuttugu ár og alls unnið hjá sambandinu í aldarfjórðung. Nú er hinsvegar komið að kveðjustund. 10. febrúar 2017 19:00 Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira
Eins og greint var frá um helgina hefur Geir Þorsteinsson ákveðið að draga framboð sitt til stjórnar Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, til baka. Geir átti víst sæti í stjórn FIFA þar sem aðeins fjórir fulltrúar frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, voru eftir í framboði um fjögur laus sæti í stjórn FIFA. Engu að síður ákvað hann að draga framboð sitt til baka. „Þetta er eins og það er. Sumir félaga minna hefðu viljað að ég myndi halda áfram. Það voru skiptar skoðanir um þetta en menn virtu þó þessa ákvörðun,“ segir Geir við Vísi í dag.Betri stjórnunarhættir Ástæðan fyrir því að hann dró sig til baka er að fyrir þingi UEFA í Helsinki í apríl liggja fyrir tillögur um breytingar sem miða að betri stjórnunarháttum innan UEFA. Meðal þess er að fulltrúar í stjórn UEFA séu starfandi í forystu sinna knattspyrnusambanda. Þar sem Geir ákvað að gefa ekki kost á sér áfram sem formaður KSÍ taldi hann rétt að draga framboð sitt til stjórnar FIFA til baka. „Ég veit hvernig landið liggur og þó svo að þessar tillögur hafi ekki enn verið formlega samþykktar og eiga við um stjórn UEFA taldi ég hið eina rétta í stöðunni að komast að þessari niðurstöðu,“ segir Geir.Geir á ársþingi KSÍ í síðasta mánuði.mynd/ksíStjórnarskórnir á hilluna Framboðsfrestur til stjórnar FIFA rann út 5. desember. Geir bauð sig fram með stuðningi hinna Norðurlandanna og gerði þá ekki ráð fyrir öðru en að gefa áfram kost á sér í formannsembætti KSÍ. „Ég hefði aldrei gefið kost á mér í stjórn FIFA hefði ég vitað þá að ég myndi hætta hjá KSÍ,“ sagði Geir. „Það hefði mér ekki fundist rétt. Margir töldu ef til vill að ég væri að nota framboðið til FIFA til að halda mér inni [í hreyfingunni] en það var á hinn veginn. Með því að hætta hjá KSÍ fylgdi hin ákvörðunin með.“ Þar með liggur beinast við að spyrja Geir hvort að það sé þar með útilokað að hann muni síðar taka að sér sæti í stjórn annars stóru knattspyrnusambandanna? „Já, nú eru stjórnarskórnir komnir á hilluna,“ sagði hann í léttum dúr.Ýmis tækifæri Geir hefur ekki gefið út hvað hann muni taka sér fyrir hendur næst en hann segist hafa verið að skoða möguleika á öðrum störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar. „Mér hefur verið efst í huga að starfa áfram innan fótboltans enda með óvenjulega yfirgripsmikla þekkingu á málefnum knattspyrnunnar, bæði innanlands og á alþjóðlegum vettvangi,“ segir Geir. „En það er ekkert ákveðið og ekkert í hendi. Margir héldu ef til vill að ég væri með eitthvað annað í höndunum fyrst ég hætti hjá KSÍ. En það er ekki svo, þó svo að ýmis tækifæri hafi komið fram eftir að ég lauk störfum fyrir knattspyrnusambandið.“ Hann segir að ekkert annað hafi búið að baki ákvörðun hans um að hætta hjá KSÍ en að hann taldi það tímabært. „Því miður get ég ekki tekið undir kenningar um að ástæðurnar hafi verið af öðrum toga. Eftir 25 ár fannst mér tímabært að hætta. Eftir að maður gaf sér smá tíma til að slaka á og hugsa málið þá varð þetta niðurstaðan.“
Fótbolti Tengdar fréttir Geir heiðraður af ÍSÍ og UEFA Geir Þorsteinsson, fráfarandi formaður KSÍ, var í dag sæmdur gullmerki ÍSÍ á 71. ársþingi KSÍ sem nú stendur yfir í Vestmannaeyjum. 11. febrúar 2017 15:47 Geir kjörinn heiðursformaður KSÍ með lófataki Þrír eru nú heiðursformenn Knattspyrnusambands Íslands og allir eru fyrrverandi formenn sambandsins. 11. febrúar 2017 15:43 Geir segir fréttaflutning af launamálum KSÍ stórfurðulegan Fyrrverandi formaður KS segir að umfjöllun fjölmiðla síðustu daga um íslensku knattspyrnuhreyfinguna ekki hafa gefið sanna mynd af þeirri einingu sem ríki innan hreyfingarinnar. 11. febrúar 2017 20:25 Út hjá KSÍ, inn hjá FIFA Geir Þorsteinsson, fráfarandi formaður KSÍ, hefur verið skipaður í nefnd hjá FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandinu. 31. janúar 2017 14:51 Gaupi hitti Geir út á flugvelli: Svipuð tilfinning og að enda mót með titli Geir Þorsteinsson hefur verið formaður Knattspyrnusambands Íslands í tíu ár, formaður eða framkvæmdastjóri í tuttugu ár og alls unnið hjá sambandinu í aldarfjórðung. Nú er hinsvegar komið að kveðjustund. 10. febrúar 2017 19:00 Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira
Geir heiðraður af ÍSÍ og UEFA Geir Þorsteinsson, fráfarandi formaður KSÍ, var í dag sæmdur gullmerki ÍSÍ á 71. ársþingi KSÍ sem nú stendur yfir í Vestmannaeyjum. 11. febrúar 2017 15:47
Geir kjörinn heiðursformaður KSÍ með lófataki Þrír eru nú heiðursformenn Knattspyrnusambands Íslands og allir eru fyrrverandi formenn sambandsins. 11. febrúar 2017 15:43
Geir segir fréttaflutning af launamálum KSÍ stórfurðulegan Fyrrverandi formaður KS segir að umfjöllun fjölmiðla síðustu daga um íslensku knattspyrnuhreyfinguna ekki hafa gefið sanna mynd af þeirri einingu sem ríki innan hreyfingarinnar. 11. febrúar 2017 20:25
Út hjá KSÍ, inn hjá FIFA Geir Þorsteinsson, fráfarandi formaður KSÍ, hefur verið skipaður í nefnd hjá FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandinu. 31. janúar 2017 14:51
Gaupi hitti Geir út á flugvelli: Svipuð tilfinning og að enda mót með titli Geir Þorsteinsson hefur verið formaður Knattspyrnusambands Íslands í tíu ár, formaður eða framkvæmdastjóri í tuttugu ár og alls unnið hjá sambandinu í aldarfjórðung. Nú er hinsvegar komið að kveðjustund. 10. febrúar 2017 19:00