Geir: Hefði aldrei boðið mig fram til FIFA hefði ég vitað að ég myndi hætta hjá KSÍ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. mars 2017 13:45 Geir Þorsteinsson tók við formennsku í KSÍ árið 2007, en lét af störfum í dag. Vísir/anton Eins og greint var frá um helgina hefur Geir Þorsteinsson ákveðið að draga framboð sitt til stjórnar Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, til baka. Geir átti víst sæti í stjórn FIFA þar sem aðeins fjórir fulltrúar frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, voru eftir í framboði um fjögur laus sæti í stjórn FIFA. Engu að síður ákvað hann að draga framboð sitt til baka. „Þetta er eins og það er. Sumir félaga minna hefðu viljað að ég myndi halda áfram. Það voru skiptar skoðanir um þetta en menn virtu þó þessa ákvörðun,“ segir Geir við Vísi í dag.Betri stjórnunarhættir Ástæðan fyrir því að hann dró sig til baka er að fyrir þingi UEFA í Helsinki í apríl liggja fyrir tillögur um breytingar sem miða að betri stjórnunarháttum innan UEFA. Meðal þess er að fulltrúar í stjórn UEFA séu starfandi í forystu sinna knattspyrnusambanda. Þar sem Geir ákvað að gefa ekki kost á sér áfram sem formaður KSÍ taldi hann rétt að draga framboð sitt til stjórnar FIFA til baka. „Ég veit hvernig landið liggur og þó svo að þessar tillögur hafi ekki enn verið formlega samþykktar og eiga við um stjórn UEFA taldi ég hið eina rétta í stöðunni að komast að þessari niðurstöðu,“ segir Geir.Geir á ársþingi KSÍ í síðasta mánuði.mynd/ksíStjórnarskórnir á hilluna Framboðsfrestur til stjórnar FIFA rann út 5. desember. Geir bauð sig fram með stuðningi hinna Norðurlandanna og gerði þá ekki ráð fyrir öðru en að gefa áfram kost á sér í formannsembætti KSÍ. „Ég hefði aldrei gefið kost á mér í stjórn FIFA hefði ég vitað þá að ég myndi hætta hjá KSÍ,“ sagði Geir. „Það hefði mér ekki fundist rétt. Margir töldu ef til vill að ég væri að nota framboðið til FIFA til að halda mér inni [í hreyfingunni] en það var á hinn veginn. Með því að hætta hjá KSÍ fylgdi hin ákvörðunin með.“ Þar með liggur beinast við að spyrja Geir hvort að það sé þar með útilokað að hann muni síðar taka að sér sæti í stjórn annars stóru knattspyrnusambandanna? „Já, nú eru stjórnarskórnir komnir á hilluna,“ sagði hann í léttum dúr.Ýmis tækifæri Geir hefur ekki gefið út hvað hann muni taka sér fyrir hendur næst en hann segist hafa verið að skoða möguleika á öðrum störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar. „Mér hefur verið efst í huga að starfa áfram innan fótboltans enda með óvenjulega yfirgripsmikla þekkingu á málefnum knattspyrnunnar, bæði innanlands og á alþjóðlegum vettvangi,“ segir Geir. „En það er ekkert ákveðið og ekkert í hendi. Margir héldu ef til vill að ég væri með eitthvað annað í höndunum fyrst ég hætti hjá KSÍ. En það er ekki svo, þó svo að ýmis tækifæri hafi komið fram eftir að ég lauk störfum fyrir knattspyrnusambandið.“ Hann segir að ekkert annað hafi búið að baki ákvörðun hans um að hætta hjá KSÍ en að hann taldi það tímabært. „Því miður get ég ekki tekið undir kenningar um að ástæðurnar hafi verið af öðrum toga. Eftir 25 ár fannst mér tímabært að hætta. Eftir að maður gaf sér smá tíma til að slaka á og hugsa málið þá varð þetta niðurstaðan.“ Fótbolti Tengdar fréttir Geir heiðraður af ÍSÍ og UEFA Geir Þorsteinsson, fráfarandi formaður KSÍ, var í dag sæmdur gullmerki ÍSÍ á 71. ársþingi KSÍ sem nú stendur yfir í Vestmannaeyjum. 11. febrúar 2017 15:47 Geir kjörinn heiðursformaður KSÍ með lófataki Þrír eru nú heiðursformenn Knattspyrnusambands Íslands og allir eru fyrrverandi formenn sambandsins. 11. febrúar 2017 15:43 Geir segir fréttaflutning af launamálum KSÍ stórfurðulegan Fyrrverandi formaður KS segir að umfjöllun fjölmiðla síðustu daga um íslensku knattspyrnuhreyfinguna ekki hafa gefið sanna mynd af þeirri einingu sem ríki innan hreyfingarinnar. 11. febrúar 2017 20:25 Út hjá KSÍ, inn hjá FIFA Geir Þorsteinsson, fráfarandi formaður KSÍ, hefur verið skipaður í nefnd hjá FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandinu. 31. janúar 2017 14:51 Gaupi hitti Geir út á flugvelli: Svipuð tilfinning og að enda mót með titli Geir Þorsteinsson hefur verið formaður Knattspyrnusambands Íslands í tíu ár, formaður eða framkvæmdastjóri í tuttugu ár og alls unnið hjá sambandinu í aldarfjórðung. Nú er hinsvegar komið að kveðjustund. 10. febrúar 2017 19:00 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira
Eins og greint var frá um helgina hefur Geir Þorsteinsson ákveðið að draga framboð sitt til stjórnar Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, til baka. Geir átti víst sæti í stjórn FIFA þar sem aðeins fjórir fulltrúar frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, voru eftir í framboði um fjögur laus sæti í stjórn FIFA. Engu að síður ákvað hann að draga framboð sitt til baka. „Þetta er eins og það er. Sumir félaga minna hefðu viljað að ég myndi halda áfram. Það voru skiptar skoðanir um þetta en menn virtu þó þessa ákvörðun,“ segir Geir við Vísi í dag.Betri stjórnunarhættir Ástæðan fyrir því að hann dró sig til baka er að fyrir þingi UEFA í Helsinki í apríl liggja fyrir tillögur um breytingar sem miða að betri stjórnunarháttum innan UEFA. Meðal þess er að fulltrúar í stjórn UEFA séu starfandi í forystu sinna knattspyrnusambanda. Þar sem Geir ákvað að gefa ekki kost á sér áfram sem formaður KSÍ taldi hann rétt að draga framboð sitt til stjórnar FIFA til baka. „Ég veit hvernig landið liggur og þó svo að þessar tillögur hafi ekki enn verið formlega samþykktar og eiga við um stjórn UEFA taldi ég hið eina rétta í stöðunni að komast að þessari niðurstöðu,“ segir Geir.Geir á ársþingi KSÍ í síðasta mánuði.mynd/ksíStjórnarskórnir á hilluna Framboðsfrestur til stjórnar FIFA rann út 5. desember. Geir bauð sig fram með stuðningi hinna Norðurlandanna og gerði þá ekki ráð fyrir öðru en að gefa áfram kost á sér í formannsembætti KSÍ. „Ég hefði aldrei gefið kost á mér í stjórn FIFA hefði ég vitað þá að ég myndi hætta hjá KSÍ,“ sagði Geir. „Það hefði mér ekki fundist rétt. Margir töldu ef til vill að ég væri að nota framboðið til FIFA til að halda mér inni [í hreyfingunni] en það var á hinn veginn. Með því að hætta hjá KSÍ fylgdi hin ákvörðunin með.“ Þar með liggur beinast við að spyrja Geir hvort að það sé þar með útilokað að hann muni síðar taka að sér sæti í stjórn annars stóru knattspyrnusambandanna? „Já, nú eru stjórnarskórnir komnir á hilluna,“ sagði hann í léttum dúr.Ýmis tækifæri Geir hefur ekki gefið út hvað hann muni taka sér fyrir hendur næst en hann segist hafa verið að skoða möguleika á öðrum störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar. „Mér hefur verið efst í huga að starfa áfram innan fótboltans enda með óvenjulega yfirgripsmikla þekkingu á málefnum knattspyrnunnar, bæði innanlands og á alþjóðlegum vettvangi,“ segir Geir. „En það er ekkert ákveðið og ekkert í hendi. Margir héldu ef til vill að ég væri með eitthvað annað í höndunum fyrst ég hætti hjá KSÍ. En það er ekki svo, þó svo að ýmis tækifæri hafi komið fram eftir að ég lauk störfum fyrir knattspyrnusambandið.“ Hann segir að ekkert annað hafi búið að baki ákvörðun hans um að hætta hjá KSÍ en að hann taldi það tímabært. „Því miður get ég ekki tekið undir kenningar um að ástæðurnar hafi verið af öðrum toga. Eftir 25 ár fannst mér tímabært að hætta. Eftir að maður gaf sér smá tíma til að slaka á og hugsa málið þá varð þetta niðurstaðan.“
Fótbolti Tengdar fréttir Geir heiðraður af ÍSÍ og UEFA Geir Þorsteinsson, fráfarandi formaður KSÍ, var í dag sæmdur gullmerki ÍSÍ á 71. ársþingi KSÍ sem nú stendur yfir í Vestmannaeyjum. 11. febrúar 2017 15:47 Geir kjörinn heiðursformaður KSÍ með lófataki Þrír eru nú heiðursformenn Knattspyrnusambands Íslands og allir eru fyrrverandi formenn sambandsins. 11. febrúar 2017 15:43 Geir segir fréttaflutning af launamálum KSÍ stórfurðulegan Fyrrverandi formaður KS segir að umfjöllun fjölmiðla síðustu daga um íslensku knattspyrnuhreyfinguna ekki hafa gefið sanna mynd af þeirri einingu sem ríki innan hreyfingarinnar. 11. febrúar 2017 20:25 Út hjá KSÍ, inn hjá FIFA Geir Þorsteinsson, fráfarandi formaður KSÍ, hefur verið skipaður í nefnd hjá FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandinu. 31. janúar 2017 14:51 Gaupi hitti Geir út á flugvelli: Svipuð tilfinning og að enda mót með titli Geir Þorsteinsson hefur verið formaður Knattspyrnusambands Íslands í tíu ár, formaður eða framkvæmdastjóri í tuttugu ár og alls unnið hjá sambandinu í aldarfjórðung. Nú er hinsvegar komið að kveðjustund. 10. febrúar 2017 19:00 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira
Geir heiðraður af ÍSÍ og UEFA Geir Þorsteinsson, fráfarandi formaður KSÍ, var í dag sæmdur gullmerki ÍSÍ á 71. ársþingi KSÍ sem nú stendur yfir í Vestmannaeyjum. 11. febrúar 2017 15:47
Geir kjörinn heiðursformaður KSÍ með lófataki Þrír eru nú heiðursformenn Knattspyrnusambands Íslands og allir eru fyrrverandi formenn sambandsins. 11. febrúar 2017 15:43
Geir segir fréttaflutning af launamálum KSÍ stórfurðulegan Fyrrverandi formaður KS segir að umfjöllun fjölmiðla síðustu daga um íslensku knattspyrnuhreyfinguna ekki hafa gefið sanna mynd af þeirri einingu sem ríki innan hreyfingarinnar. 11. febrúar 2017 20:25
Út hjá KSÍ, inn hjá FIFA Geir Þorsteinsson, fráfarandi formaður KSÍ, hefur verið skipaður í nefnd hjá FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandinu. 31. janúar 2017 14:51
Gaupi hitti Geir út á flugvelli: Svipuð tilfinning og að enda mót með titli Geir Þorsteinsson hefur verið formaður Knattspyrnusambands Íslands í tíu ár, formaður eða framkvæmdastjóri í tuttugu ár og alls unnið hjá sambandinu í aldarfjórðung. Nú er hinsvegar komið að kveðjustund. 10. febrúar 2017 19:00