Erlent

Vill nýja tilskipun um ferðabann

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Donald Trump bandaríkjaforseti íhugar nú aðra tilskipun sem meini íbúum ákveðinna landa að ferðast til Bandaríkjanna.
Donald Trump bandaríkjaforseti íhugar nú aðra tilskipun sem meini íbúum ákveðinna landa að ferðast til Bandaríkjanna. Vísir/EPA
Donald Trump bandaríkjaforseti íhugar nú aðra tilskipun sem meini íbúum ákveðinna landa að ferðast til Bandaríkjanna. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að fyrri tilskipun hans um sama efni var felld úr gildi.

Trump ræddi við blaðamenn um borð í Air Force One og sagði að „glæný tilskipun“ væri á leiðinni á mánudag eða þriðjudag.

Bandarískur áfrýjunardómstóll ákvað á fimmtudaginn að setja bráðabirgðabann á umdeilda tilskipun Trump sem bannaði fólki frá sjö löndum að ferðast til Bandaríkjanna. Tilskipunin þótti ala á fordómum í garð múslima.

Ekki er vitað nákvæmlega hvers eðlis hin nýja tilskipun mun vera en í samtali við blaðamenn sagði Trump að hann myndi breyta mjög litlu, en vildi ekki gefa nánari upplýsingar.

Áður hafði Trump talað um að fara með fyrri tilskipunina alla leið fyrir dómstólum en sagði í gær að slíkt gæti reynst tímafrekt. Hann hafi þó marga aðra kosti í stöðunni, eins og til dæmis að gefa út nýja tilskipun.


Tengdar fréttir

Dómaraefnið ósátt við tíst Trump um dómskerfið

Neil Gorsuch, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt sem dómara við við Hæstarétt Bandaríkjanna er ósáttur við tíst forsetans um dómskerfi Bandaríkjanna. CNN greinir frá.

Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×