Einn nánasti ráðgjafi Trump kenndi flóttamönnum um fjöldamorð sem aldrei var framið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2017 13:30 Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgafi Donald Trump. Vísir/EPA Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að kenna tveimur írökskum flóttamönnum um fjöldamorð sem aldrei var framið. The Guardian greinir frá.Conway var gestur í sjónvarpsþætti Chris Matthews og vitnaði hún í „fjöldamorðin í Bowling Green“ til þess að verja umdeilda tilskipun Trump sem meinar ríkisborgurum sjö ríkja þar sem múslimar eru í meirihluta inngöngu í Bandaríkin. Sagði hún að tilskipun Trump væri sambærileg við aðgerðir ríkisstjórnar Barack Obama, forvera Trump í starfi, en árið 2011 setti Obama á tímabundið bann við móttöku flóttamanna frá Írak. Á það hefur verið bent að bann Obama hafi verið til þess fallið að framkvæma sex mánaða endurskoðun á móttöku flóttamanna frá Írak eftir að tveir írakskir ríkisborgar reyndu að senda vopn og fjármuni til heimalands síns.Sjá einnig: 1984 uppseld eftir ummæli um „hliðstæðar staðreyndir“„Ég þori að veðja að það séu glænýjar upplýsingar að Obama setti á sex mánaða bann við móttöku flóttamanna frá Írak eftir að tveir Írakar komu hingað, gerðust róttækir og stóðu að baki fjöldamorðinu í Bowling Green,“ sagði Conway og bætti við að þetta væri ekki almenn vitneskja vegna þess að enginn hafði fjallað um fjöldamorðið. Ástæðan fyrir því að ekki var fjallað um fjöldamorðið er einföld, það átti sér aldrei stað. Mennirnir tveir bjuggu vissulega í Bowling Green, sem er bær í Kentucky-ríki Bandaríkjanna en þeir dúsa nú í fangelsi fyrir brot gegn löggjöf um hryðjuverk. Þeir voru þó aldrei sakaðir um að hafa skipulagt hryðjuverkaárás og var það staðfest af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna þegar mennirnir voru sakfelldir fyrir brot sín. Conway vakti nýlega athygli þegar hún sagði að lýsa mætti ummælum fjölmiðlafulltrúa Trump um að met hafi verið sett í fjölda áhorfenda við embættisvígslu Trumps sem „hliðstæðum staðreyndum.“Sjá má umdeild ummæli Conway í spilaranum hér fyrir neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir 1984 uppseld eftir ummæli um „hliðstæðar staðreyndir“ Umfjöllun um „hliðstæðar staðreyndir“ hefur þeytt Orwell í efsta sætið. 26. janúar 2017 20:34 1984 komin aftur á topplista eftir ummæli um „hliðstæðar staðreyndir“ Íbúar Bandaríkjanna vilja greinilega kynna sér sýn George Orwell á mögulega framtíð mankynnsins. 25. janúar 2017 16:56 Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Fleiri fréttir Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Sjá meira
Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að kenna tveimur írökskum flóttamönnum um fjöldamorð sem aldrei var framið. The Guardian greinir frá.Conway var gestur í sjónvarpsþætti Chris Matthews og vitnaði hún í „fjöldamorðin í Bowling Green“ til þess að verja umdeilda tilskipun Trump sem meinar ríkisborgurum sjö ríkja þar sem múslimar eru í meirihluta inngöngu í Bandaríkin. Sagði hún að tilskipun Trump væri sambærileg við aðgerðir ríkisstjórnar Barack Obama, forvera Trump í starfi, en árið 2011 setti Obama á tímabundið bann við móttöku flóttamanna frá Írak. Á það hefur verið bent að bann Obama hafi verið til þess fallið að framkvæma sex mánaða endurskoðun á móttöku flóttamanna frá Írak eftir að tveir írakskir ríkisborgar reyndu að senda vopn og fjármuni til heimalands síns.Sjá einnig: 1984 uppseld eftir ummæli um „hliðstæðar staðreyndir“„Ég þori að veðja að það séu glænýjar upplýsingar að Obama setti á sex mánaða bann við móttöku flóttamanna frá Írak eftir að tveir Írakar komu hingað, gerðust róttækir og stóðu að baki fjöldamorðinu í Bowling Green,“ sagði Conway og bætti við að þetta væri ekki almenn vitneskja vegna þess að enginn hafði fjallað um fjöldamorðið. Ástæðan fyrir því að ekki var fjallað um fjöldamorðið er einföld, það átti sér aldrei stað. Mennirnir tveir bjuggu vissulega í Bowling Green, sem er bær í Kentucky-ríki Bandaríkjanna en þeir dúsa nú í fangelsi fyrir brot gegn löggjöf um hryðjuverk. Þeir voru þó aldrei sakaðir um að hafa skipulagt hryðjuverkaárás og var það staðfest af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna þegar mennirnir voru sakfelldir fyrir brot sín. Conway vakti nýlega athygli þegar hún sagði að lýsa mætti ummælum fjölmiðlafulltrúa Trump um að met hafi verið sett í fjölda áhorfenda við embættisvígslu Trumps sem „hliðstæðum staðreyndum.“Sjá má umdeild ummæli Conway í spilaranum hér fyrir neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir 1984 uppseld eftir ummæli um „hliðstæðar staðreyndir“ Umfjöllun um „hliðstæðar staðreyndir“ hefur þeytt Orwell í efsta sætið. 26. janúar 2017 20:34 1984 komin aftur á topplista eftir ummæli um „hliðstæðar staðreyndir“ Íbúar Bandaríkjanna vilja greinilega kynna sér sýn George Orwell á mögulega framtíð mankynnsins. 25. janúar 2017 16:56 Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Fleiri fréttir Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Sjá meira
1984 uppseld eftir ummæli um „hliðstæðar staðreyndir“ Umfjöllun um „hliðstæðar staðreyndir“ hefur þeytt Orwell í efsta sætið. 26. janúar 2017 20:34
1984 komin aftur á topplista eftir ummæli um „hliðstæðar staðreyndir“ Íbúar Bandaríkjanna vilja greinilega kynna sér sýn George Orwell á mögulega framtíð mankynnsins. 25. janúar 2017 16:56