Mótmæltu Jeff Sessions í búningum Ku Klux Klan Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2017 15:59 Mótmælendur sem vísað var út úr salnum. Vísir/EPA Minnst sjö mótmælendum var vikið úr nefndarsal öldungadeildarþings Bandaríkjanna, þar sem verið er að yfirheyra Jeff Sessions. Trump hefur tilnefnt Sessions sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og öldungaþingið þarf að staðfesta tilnefndinguna. Meðal mótmælenda voru aðilar sem voru klæddir í búninga sem Ku Klux Klan eru hvað þekktastir fyrir.Another three protestors dragged out after interrupting @jeffsessions opening statement with "No Trump, no KKK. No fascist USA" chants pic.twitter.com/oTqnvWsOaq— Cameron Joseph (@cam_joseph) January 10, 2017 Jeff Sessions hefur lengi verið umdeildur og hefur verið sakaður um rasisma. Einn þingmaður benti á að Sessions hefði kosið á móti því að yfirvöld í Bandaríkjunum gætu ekki meinað einstaklingum að koma til landsins vegna trúar þeirra, hann hefði verið á móti banni gegn tilteknum pyntingum og hefði lýst yfir vantrú á þörf haturslaga í Bandaríkjunum. Sessions sóttist eftir því að verða alríkisdómari árið 1986 en var hafnað eftir að í ljós kom að hann hefði látið frá sér rasísk ummæli. Einna alræmdust urðu þar ummæli frá árinu 1983 þegar hann vann að rannsókn á morði Ku Klux Klan manna á þeldökkum unglingspilti. Sessions sagðist þá hafa borið virðingu fyrir liðsmönnum Ku Klux Klan, en sú virðing hafi dvínað mjög þegar hann frétti að morðingjarnir hefðu verið að reykja hass. Sean Spicer, talsmaður Trump, tísti um málið fyrir skömmu og fór fram á að Demókrataflokkurinn myndi fordæma mótmælendurna sem klæddu sig eins og meðlimir KKK. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Væntanlegir ráðherrar spurðir spjörunum úr Bandarískir þingmenn hefjast handa við að kanna hæfni ráðherraefna Donalds Trump. Dómsmálaráðherraefnið verður vísast spurt út í kynþáttafordóma og utanríkisráðherraefnið spurt út í náin tengsl sín við rússneska ráðamenn. 10. janúar 2017 07:00 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Minnst sjö mótmælendum var vikið úr nefndarsal öldungadeildarþings Bandaríkjanna, þar sem verið er að yfirheyra Jeff Sessions. Trump hefur tilnefnt Sessions sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og öldungaþingið þarf að staðfesta tilnefndinguna. Meðal mótmælenda voru aðilar sem voru klæddir í búninga sem Ku Klux Klan eru hvað þekktastir fyrir.Another three protestors dragged out after interrupting @jeffsessions opening statement with "No Trump, no KKK. No fascist USA" chants pic.twitter.com/oTqnvWsOaq— Cameron Joseph (@cam_joseph) January 10, 2017 Jeff Sessions hefur lengi verið umdeildur og hefur verið sakaður um rasisma. Einn þingmaður benti á að Sessions hefði kosið á móti því að yfirvöld í Bandaríkjunum gætu ekki meinað einstaklingum að koma til landsins vegna trúar þeirra, hann hefði verið á móti banni gegn tilteknum pyntingum og hefði lýst yfir vantrú á þörf haturslaga í Bandaríkjunum. Sessions sóttist eftir því að verða alríkisdómari árið 1986 en var hafnað eftir að í ljós kom að hann hefði látið frá sér rasísk ummæli. Einna alræmdust urðu þar ummæli frá árinu 1983 þegar hann vann að rannsókn á morði Ku Klux Klan manna á þeldökkum unglingspilti. Sessions sagðist þá hafa borið virðingu fyrir liðsmönnum Ku Klux Klan, en sú virðing hafi dvínað mjög þegar hann frétti að morðingjarnir hefðu verið að reykja hass. Sean Spicer, talsmaður Trump, tísti um málið fyrir skömmu og fór fram á að Demókrataflokkurinn myndi fordæma mótmælendurna sem klæddu sig eins og meðlimir KKK.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Væntanlegir ráðherrar spurðir spjörunum úr Bandarískir þingmenn hefjast handa við að kanna hæfni ráðherraefna Donalds Trump. Dómsmálaráðherraefnið verður vísast spurt út í kynþáttafordóma og utanríkisráðherraefnið spurt út í náin tengsl sín við rússneska ráðamenn. 10. janúar 2017 07:00 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Væntanlegir ráðherrar spurðir spjörunum úr Bandarískir þingmenn hefjast handa við að kanna hæfni ráðherraefna Donalds Trump. Dómsmálaráðherraefnið verður vísast spurt út í kynþáttafordóma og utanríkisráðherraefnið spurt út í náin tengsl sín við rússneska ráðamenn. 10. janúar 2017 07:00