Væntanlegir ráðherrar spurðir spjörunum úr Guðsteinn Bjarnason skrifar 10. janúar 2017 07:00 Donald Trump tekur í höndina á Jeff Sessions, sem á að verða dómsmálaráðherra í næstu ríkisstjórn Bandaríkjanna. vísir/afp Öldungadeild Bandaríkjaþings ætlar að hefjast handa í dag við að yfirheyra væntanlega ráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. Repúblikanar hafa lagt mikla áherslu á að hraða yfirheyrslunum, enda þótt siðaskrifstofa þingsins og margir Demókratar leggi áherslu á að fyrst verði þeir að leggja fram hagsmunaskrá sína, eins og reglur kveða á um. Til stendur að byrja á John F. Kelly sem á að verða heimavarnaráðherra og Jeff Sessions sem Trump ætlar að gera að varnarmálaráðherra. Sessions verður vafalítið spurður út í ummæli sín frá fyrri tíð, sem þóttu bera svo sterkan kem af kynþáttafordómum að árið 1986 þótti hann óhæfur til að gegna embætti dómara. Einna alræmdust urðu þar ummæli frá árinu 1983 þegar hann vann að rannsókn á morði Ku Klux Klan manna á þeldökkum unglingspilti. Sessions sagðist þá hafa borið virðingu fyrir liðsmönnum Ku Klux Klan, en sú virðing hafi dvínað mjög þegar hann frétti að morðingjarnir hefðu verið að reykja hass. Á morgun verður svo haldið áfram að yfirheyra ráðherraefnin, meðal annars Rex W. Tillerson sem Trump vill að verði utanríkisráðherra ríkisstjórnar sinnar. Fastlega er búist við að Tillerson, sem hefur stjórnað olíufyrirtækinu Exxon Mobil, verði spurður ítarlega út í býsna náin tengsl sín við rússneska ráðamenn, þar á meðal Vladimír Pútín forseta. Pútín hefur ekki farið dult með ánægju sína með að Trump verði forseti Bandaríkjanna. Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns, sagðist hins vegar í gær vera búinn að fá meira en nóg af ásökunum um að Pútín hafi fengið leyniþjónustumenn sína til þess að brjótast inn í tölvur bandaríska Demókrataflokksins til að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar í nóvember. Peskov sagði ásakanirnar vera ófagmannlegar og minna sig helst á nornaveiðar. Trump hefur sjálfur sagt umræðuna um tengsl sín við Rússa vera nornaveiðar, en á sunnudaginn fullyrti Reince Priebus, væntanlegur starfsmannastjóri Hvíta hússins, að Trump hafi alls ekki neitað því að Rússar standi á bak við innbrotin í tölvukerfi Demókrata. Rússar hafi hins vegar stundað slík afskipti árum saman. Það hafi auk þess ekki haft nein bein áhrif á kosningaúrslitin. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Obama varar Trump við því að stjórna Hvíta húsinu eins og fjölskyldufyrirtæki Hann segir að Donald Trump verði að virða bandarískar stofnanir. 8. janúar 2017 23:15 Trump reiður út í Meryl Streep Segir Streep vera eina af ofmetnustu leikkonum Hollywood. 9. janúar 2017 11:55 Trump viðurkennir að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar Þetta segir starfsmannastjóri Trump sem segir að gripið verði til aðgerða. 8. janúar 2017 17:30 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings ætlar að hefjast handa í dag við að yfirheyra væntanlega ráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. Repúblikanar hafa lagt mikla áherslu á að hraða yfirheyrslunum, enda þótt siðaskrifstofa þingsins og margir Demókratar leggi áherslu á að fyrst verði þeir að leggja fram hagsmunaskrá sína, eins og reglur kveða á um. Til stendur að byrja á John F. Kelly sem á að verða heimavarnaráðherra og Jeff Sessions sem Trump ætlar að gera að varnarmálaráðherra. Sessions verður vafalítið spurður út í ummæli sín frá fyrri tíð, sem þóttu bera svo sterkan kem af kynþáttafordómum að árið 1986 þótti hann óhæfur til að gegna embætti dómara. Einna alræmdust urðu þar ummæli frá árinu 1983 þegar hann vann að rannsókn á morði Ku Klux Klan manna á þeldökkum unglingspilti. Sessions sagðist þá hafa borið virðingu fyrir liðsmönnum Ku Klux Klan, en sú virðing hafi dvínað mjög þegar hann frétti að morðingjarnir hefðu verið að reykja hass. Á morgun verður svo haldið áfram að yfirheyra ráðherraefnin, meðal annars Rex W. Tillerson sem Trump vill að verði utanríkisráðherra ríkisstjórnar sinnar. Fastlega er búist við að Tillerson, sem hefur stjórnað olíufyrirtækinu Exxon Mobil, verði spurður ítarlega út í býsna náin tengsl sín við rússneska ráðamenn, þar á meðal Vladimír Pútín forseta. Pútín hefur ekki farið dult með ánægju sína með að Trump verði forseti Bandaríkjanna. Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns, sagðist hins vegar í gær vera búinn að fá meira en nóg af ásökunum um að Pútín hafi fengið leyniþjónustumenn sína til þess að brjótast inn í tölvur bandaríska Demókrataflokksins til að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar í nóvember. Peskov sagði ásakanirnar vera ófagmannlegar og minna sig helst á nornaveiðar. Trump hefur sjálfur sagt umræðuna um tengsl sín við Rússa vera nornaveiðar, en á sunnudaginn fullyrti Reince Priebus, væntanlegur starfsmannastjóri Hvíta hússins, að Trump hafi alls ekki neitað því að Rússar standi á bak við innbrotin í tölvukerfi Demókrata. Rússar hafi hins vegar stundað slík afskipti árum saman. Það hafi auk þess ekki haft nein bein áhrif á kosningaúrslitin. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Obama varar Trump við því að stjórna Hvíta húsinu eins og fjölskyldufyrirtæki Hann segir að Donald Trump verði að virða bandarískar stofnanir. 8. janúar 2017 23:15 Trump reiður út í Meryl Streep Segir Streep vera eina af ofmetnustu leikkonum Hollywood. 9. janúar 2017 11:55 Trump viðurkennir að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar Þetta segir starfsmannastjóri Trump sem segir að gripið verði til aðgerða. 8. janúar 2017 17:30 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Obama varar Trump við því að stjórna Hvíta húsinu eins og fjölskyldufyrirtæki Hann segir að Donald Trump verði að virða bandarískar stofnanir. 8. janúar 2017 23:15
Trump reiður út í Meryl Streep Segir Streep vera eina af ofmetnustu leikkonum Hollywood. 9. janúar 2017 11:55
Trump viðurkennir að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar Þetta segir starfsmannastjóri Trump sem segir að gripið verði til aðgerða. 8. janúar 2017 17:30