Trump „taggaði“ ranga Ivönku Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2017 10:30 Ivanka og Donald Trump. V'isir/AFP Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, varð fyrir því óláni að „tagga“ vitlausa Ivönku á Twitter í nótt. Í stað þess að beina fylgjendum sínum að Twitter aðgangi dóttur sinnar, beindi Trump þeim að aðgangi breskrar konu sem heitir Ivanka Majic. Hún notaði tækifærið til að svara Trump, biðja hann um að vanda sig á Twitter og kynna sér loftlagsbreytingar betur.@realDonaldTrump @drgoodspine And you're a man with great responsibilities. May I suggest more care on Twitter and more time learning about #climatechange. pic.twitter.com/kBMEGZYtig— Ivanka Majic (@ivanka) January 17, 2017 Svo óheppilega vildi til að Trump var að endurtísta öðru tísti, en sá sem hafði upprunalega tíst því hafði ruglað saman „töggum“. Hann, @drgoodspine, hefur nú lokað aðgangi sínum. Fyrir nokkrum árum lýsti Trump því yfir á Twitter að hann teldi hnattræna hlýnun vera ráðabrugg Kínverja til að gera bandarískan iðnað ósamkeppnishæfan. Svo neitaði hann fyrir að hafa nokkurn tíman sagt það í kappræðum við Hillary Clinton. Síðan þá hefur hann þó lýst yfir efasemdum um Parísarsamkomulagið og hæðst að hnattrænni hlýnun á Twitter. Fregnir bárust af því í gær að Trump ætlar að halda áfram að nota sinn eigin Twitter-aðgang eftir að hann tekur við embætti á föstudaginn. Hann muni ekki skipta yfir á @Potus. Rúmlega 20 milljónir manns fylgjast með aðgangi Trump en hann hefur verið mjög virkur á Twitter um áraraðir. Hann stofnaði aðganginn árið 2009 og síðan þá hefur hann tíst rúmlega 34 þúsund sinnum. Í viðtali við Sunday Times segir hann ástæðu þess að hann tísti svo mikið vera að fjölmiðlar fjalla um hann á óheiðarlegan hátt og að þeir fjalli alltaf um tístin hans. „Ég get gert bing bing bing og þeir fjalla um það um leið og ég tísti.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, varð fyrir því óláni að „tagga“ vitlausa Ivönku á Twitter í nótt. Í stað þess að beina fylgjendum sínum að Twitter aðgangi dóttur sinnar, beindi Trump þeim að aðgangi breskrar konu sem heitir Ivanka Majic. Hún notaði tækifærið til að svara Trump, biðja hann um að vanda sig á Twitter og kynna sér loftlagsbreytingar betur.@realDonaldTrump @drgoodspine And you're a man with great responsibilities. May I suggest more care on Twitter and more time learning about #climatechange. pic.twitter.com/kBMEGZYtig— Ivanka Majic (@ivanka) January 17, 2017 Svo óheppilega vildi til að Trump var að endurtísta öðru tísti, en sá sem hafði upprunalega tíst því hafði ruglað saman „töggum“. Hann, @drgoodspine, hefur nú lokað aðgangi sínum. Fyrir nokkrum árum lýsti Trump því yfir á Twitter að hann teldi hnattræna hlýnun vera ráðabrugg Kínverja til að gera bandarískan iðnað ósamkeppnishæfan. Svo neitaði hann fyrir að hafa nokkurn tíman sagt það í kappræðum við Hillary Clinton. Síðan þá hefur hann þó lýst yfir efasemdum um Parísarsamkomulagið og hæðst að hnattrænni hlýnun á Twitter. Fregnir bárust af því í gær að Trump ætlar að halda áfram að nota sinn eigin Twitter-aðgang eftir að hann tekur við embætti á föstudaginn. Hann muni ekki skipta yfir á @Potus. Rúmlega 20 milljónir manns fylgjast með aðgangi Trump en hann hefur verið mjög virkur á Twitter um áraraðir. Hann stofnaði aðganginn árið 2009 og síðan þá hefur hann tíst rúmlega 34 þúsund sinnum. Í viðtali við Sunday Times segir hann ástæðu þess að hann tísti svo mikið vera að fjölmiðlar fjalla um hann á óheiðarlegan hátt og að þeir fjalli alltaf um tístin hans. „Ég get gert bing bing bing og þeir fjalla um það um leið og ég tísti.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Sjá meira