Enski boltinn

Sjáðu markasúpu Arsenal, stoðsendingu Gylfa og hitaðu upp fyrir stórleikinn í kvöld

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson pressar Frazier Campbell í gærkvöldi.
Gylfi Þór Sigurðsson pressar Frazier Campbell í gærkvöldi. vísir/getty
Bournemouth og Arsenal buðu upp á einn af leikjum tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi en eftir að lenda 3-0 undir komu Skytturnar til baka og jöfnuðu í 3-3. Algjörlega bilaður leikur þar sem Oliver Giroud skoraði jöfnunarmarkið á 90. mínútu.

Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp fyrra mark Swansea í langþráðum 2-1 sigri á Crystal Palace á útivelli í gærkvöldi. Íþróttamaður ársins 2016 er nú búinn að skora fimm mörk og leggja upp sex í 20 leikjum í úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

Sigurinn kom Swansea ekki upp úr fallsæti en það er í næst neðsta sæti með fimmtán stig. Aftur á móti er það nú aðeins einu stigi frá öruggu sæti. Nýr stjóri liðsins, Paul Clement, mætir formlega til starfa í dag.

Hér að neðan má sjá öll mörk gærkvöldsins, einnig mörkin úr 2-0 sigri Stoke gegn Watford, og svo er hitað upp fyrir stórleiksins kvöld þar sem Tottenham tekur á móti Chelsea í Lundúnarslag.

Samantektir úr leikjum birtast ávallt í lok hvers leikdags og eru í birtingu í eina viku. Þau má öllu jafna nálgast á sjónvarpsvef Vísis með því að smella á „Íþróttir“ og „Enski boltinn“.

Bournemouth - Arsenal 3-3: Crystal Palace - Swansea 1-2: Stoke - Watford 2-0: Hitað upp fyrir stórleik Tottenham og Chelsea:

Tengdar fréttir

Clement tekinn við Swansea

Swansea City tilkynnti nú síðdegis að búið væri að ráða Paul Clement sem knattspyrnustjóra félagsins. Hann er þriðji stjóri félagsins í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×