Enski boltinn

Mike Phelan sá þriðji sem fékk hátíðarbrottrekstur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mike Phelan er atvinnulaus.
Mike Phelan er atvinnulaus. vísir/getty
Mike Phelan, knattspyrnustjóri Hull í ensku úrvalsdeildinni, var látinn taka pokann sinn í gærkvöldi þegar honum var sagt upp störfum, en eftir sigra í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins hefur ekkert gengið hjá Hull-liðinu.

Það er aðeins búið að vinna einn sigur í síðustu 18 leikjum í úrvalsdeildinni og situr nú á botni deildarinnar með aðeins þrettán stig. Fall blasir við liðinu sem hélt sér uppi sem nýliði á síðustu leiktíð.

Phelan vann aðeins þrjá leiki sem stjóri Hull og er með næst verstan árangur allra stjóra félagsins í efstu deild frá upphafi en bara Iain Dowie stóð sig verr. Phelan vann fimmtán prósent leikja sinna eða þrjá af 20 á meðan Dowie vann var aðeins með ellefu prósent sigurhlutfall.

Mike Phelan er þriðji knattspyrnustjórinn sem fékk stígvélið í jólagjöf frá sínu félagi í úrvalsdeildinni í jólagjöf, hvort sem um ræðir snemmbúna eða síðbúna jólagjöf. Alls er búið að reka fjóra knattspyrnustjóra þegar nýtt ár er ekki nema fjögurra daga gamalt.

Alan Pardew var rekinn frá Crystal Palace 22. desember og fimm dögum síðar fékk Bob Brady, stjóri Swansea, að fjúka. Phelan var svo rekinn í gær og því er búið að reka þrjá stjóra um hátíðarnar.

Swansea á helming brottrekstra í ensku úrvalsdeildinni en það lét Francesco Guidolin fara í byrjun október og réð þá Bob Bradley sem fékk sannkallaðan hátíðarbrottrekstur.

Roy Hodgson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, er orðaður við stöðuna hjá Hull.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×