Enski boltinn

Gylfi með stoðsendingu í sigri Swansea | Sjáðu mörkin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Swansea City vann lífsnauðsynlegan sigur á Crystal Palace á útivelli í kvöld í miklu fallbaráttuslag á Selhurst Park í London.

Swansea vann 2-1 sigur þökk sé sigurmarki Ángel Rangel á 88. mínútu en fimm mínútum fyrr hafði Wilfried Zaha jafnað metin.

Swansea var búið að tapa fjórum leikjum í röð og hafði ekki unnið á útivelli síðan um miðjan ágúst.

Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp fyrra mark Swansea og hefur þar með gefið sex stoðsendingar á tímabilinu.

Paul Clement, nýr knattspyrnustjóri Swansea City, var í stúkunni til að byrja með en kom síðan niður á hliðarlínuna í hálfleik og sá sína menn vinna gríðarlega mikilvægan sigur.

Þessi þrjú stig koma Swansea úr botnsæti deildarinnar og liðið er nú aðeins einu stigi á eftir Crystal Palace sem situr í síðasta örugga sætinu.

Swansea var betra liðið í fyrri hálfleiknum og því sanngjarnt þegar liðið komst yfir þremur mínútum fyrir hálfleik.

Gylfi Þór Sigurðsson tók þá frábæra aukaspyrnu sem fór beint á ennið á Alfie Mawson sem skoraði með laglegum skalla.

Swansea hefur misst leiki áður niður í jafntefli og það leit út fyrir að svo yrði aftur í kvöld þegar Wilfried Zaha jafnaði metin með viðstöðulausu skoti eftir fyrirgjöf Martin Kelly. Frábært mark.

Leikmenn Swansea ætluðu sér öll stigin og Ángel Rangel náði að jafna tveimur mínútum fyrir leikslok eftir sendingu frá Leroy Fer.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×