Enski boltinn

Clement tekinn við Swansea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Clement er hér með Ancelotti á bekknum hjá Bayern.
Clement er hér með Ancelotti á bekknum hjá Bayern. vísir/getty
Swansea City tilkynnti nú síðdegis að búið væri að ráða Paul Clement sem knattspyrnustjóra félagsins. Hann er þriðji stjóri félagsins í vetur.

Þessi 44 ára gamli þjálfari kemur frá FC Bayern þar sem hann var aðstoðarmaður Carlo Ancelotti. Hann skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við velska liðið.

Hann tekur við liðinu af Bandaríkjamanninum Bob Bradley sem stýrði liðinu í ellefu leikjum eftir að hafa tekið við af Francesco Guidolin.

Clement hefur elt Ancelotti víða og verið aðstoðarmaður hans hjá Chelsea, PSG og Real Madrid.

Hann stýrði liði Derby County á síðustu leiktíð en var rekinn í febrúar er liðið hafði ekki unnið í sjö leikjum í röð.

Clement verður í stúkunni í kvöld er Swansea spilar við Crystal Palace.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×