
Keown: Óviðeigandi hjá Shakespeare að sækjast eftir stjórastarfinu

Shakespeare tók við Englandsmeisturunum til bráðabirgða eftir að Claudio Ranieri var látinn taka pokann sinn.
Shakespeare hefur stýrt Leicester í tveimur leikjum, gegn Liverpool og Hull City, en þeir hafa báðir unnist 3-1.
„Skyndilega vill hann verða stjóri. Ég er ekki yfir mig hrifinn af því,“ sagði Keown í Match of the Day á BBC í gær.
„Ef þú varst aðstoðarþjálfari Ranieris og hann er farinn, af hverju viltu allt í einu verða stjóri? Það er allt í góðu að hafa metnað en mér finnst það allt að því óviðeigandi að hann vilji stjórastarfið,“ bætti Keown við en hann telur að Leicester reyni að fá reynslumeiri stjóra en Shakespeare.
Nigel Pearson, fyrrverandi stjóri Leicester, fékk Shakespeare til félagsins 2008. Maðurinn með skáldlega nafnið hefur verið hjá Leicester síðan þá, fyrir utan stutt stopp hjá Hull 2010-11.
Tengdar fréttir

Annar sigur Leicester í röð eftir stjóraskiptin | Öll úrslit dagsins
Sex leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni.

Eldri leikmenn Leicester voru óánægðir með Ranieri
Samkvæmt heimildum Sky Sports þá kvörtuðu eldri leikmenn Leicester yfir stjóranum, Claudio Ranieri, við eiganda félagsins.

Lineker: Þetta er ófyrirgefanlegt hjá Leicester
Það eru margir reiðir út í Leicester City fyrir að hafa rekið stjórann Claudio Ranieri frá félaginu í gær.

Kónginum hent á dyr
Leicester City rak á fimmtudag stjóra félagsins, Claudio Ranieri. Ákvörðun eiganda Leicester kom mörgum á óvart og gerði fleiri hreinlega bálreiða.

Vardy segist ekki hafa kallað eftir brottrekstri Ranieri
Jamie Vardy segir ekkert til í þeim sögusögnum að hann hafi verið meðal leikmanna sem óskuðu eftir því að Claudio Ranieri yrði rekinn sem stjóri Leicester City en hann sendi fyrrum stjóra sínum kveðju á Instagram-síðu sinni í dag.

Koss dauðans stóð undir nafni
Claudio Ranieri er ekki lengur knattspyrnustjóri því hann var eins og flestir vita rekinn í gærkvöldi aðeins níu mánuðum eftir að hann gerði Leicester City að enskum meisturum.

Engin rómantík í Souness: Leicester hefði fallið með Ranieri
Graeme Souness skilur vel að stjórn Leicester lét Claudio Ranieri fara en kennir leikmönnum liðsins um örlög Ítalans vinsæla.

Leicester er búið að tala við Hodgson
Englandsmeistarar Leicester City eru í leit að nýjum knattspyrnustjóra og kemur það mörgum á óvart að félagið hafi áhuga á Roy Hodgson, fyrrum landsliðsþjálfara Englands.

Mourinho sendi Ranieri stuðningskveðju á Instagram
Þeir eru margir sem syrgja örlög Ítalans Claudio Ranieri hjá Leicester City og einn þeirra er Jose Mourinho, stjóri Man. Utd.

Vardy: Shakes bað mig um að spila hærra uppi á vellinum
Jamie Vardy fór á kostum í kvöld og skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Leicester City á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Það var allt annað að sjá til hans og liðsfélaganna.

Fær stuðning úr öllum áttum: Brexit, Trump og nú Ranieri
Claudio Ranieri hefur fengið stuðning úr ýmsum áttum eftir að hann var rekinn frá Leicester City í gær.

Ranieri rekinn
Breskir fjölmiðlar greina frá því að Leicester City sé búið að reka knattspyrnustjórann Claudio Ranieri.

Leicester fann aftur 2015-16 gírinn og lék sér að Liverpool
Leicester City átti ekki í miklum vandræðum með að vinna 3-1 sigur á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld í fyrsta leik liðsins eftir að ítalski stjórinn Claudio Ranieri var rekinn frá félaginu.