Koss dauðans stóð undir nafni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2017 15:00 Claudio Ranieri er ekki lengur knattspyrnustjóri því hann var eins og flestir vita rekinn í gærkvöldi aðeins níu mánuðum eftir að hann gerði Leicester City að enskum meisturum. Ranieri var ennfremur rekinn aðeins sextán dögum eftir að hann fékk sérstaka stuðningsyfirlýsingu frá yfirmönnum félagsins. Leicester City sendi frá sér yfirlýsingu 7. febrúar síðastliðinn þar sem haldið var fram að Claudio Ranieri væri með óbifanlegan stuðning sem knattspyrnustjóri félagsins. Blaðamenn voru fljótir að tala um að það væri eins og „koss dauðans“ að fá yfirlýsingu sem þessa. Claudio Ranieri var meira að segja spurður út í það á blaðamannafundi og brosti bara vandræðalega. Leicester City hafði þá steinlegið 3-0 á heimavelli á móti Manchester United tveimur dögum fyrr. Þrátt fyrir þennan mikla stuðning frá yfirboðurum sínum hjá Leicester City þá fékk Claudio Ranieri aðeins fjóra leiki til viðbótar og þrír þeirra töpuðust. Ranieri byrjaði reyndar á því að stýra Leicester City til 3-1 sigurs á móti Derby County í enska bikarnum eftir framlengdan leik en sá dramatíski sigur var þó ekki nóg til að kveikja á hans mönnum. Næstu þrír leikir töpuðu allir og nú er Ítalinn atvinnulaus á ný. Fyrst tapaði liðið 2-0 í ensku deildinni á móti Swansea, svo 1-0 í enska bikarnum á móti Millwall og loks 2-1 í Meistaradeildinni á móti Sevilla. Leicester skoraði reyndar mikilvægt útivallarmark undir lokin og úrslitin því ekki alslæm en ekki voru þau þó nógu góð til þess að bjarga starfi Ranieri. Ranieri ætti nú að þekkja það betur en flestir að vera rekinn úr starfi því í þeirri stöðu hefur hann lent margoft á ferlinum. Hann ætti heldur ekki að eiga í vandræðum með að fá nýtt og spennandi starf í fótboltanum enda sá eini sem getur sagt: Ég gerði Leicester City að Englandsmeisturum.Leicester City eyddi yfirlýsingu sinni út frá 7. febrúar en hún var svona: „In light of recent speculation, Leicester City football club would like to make absolutely clear its unwavering support for its first team manager, Claudio Ranieri. „While there is a collective appreciation from everyone at the club that recent form needs to improve, the unprecedented success achieved in recent seasons has been based firmly on stability, togetherness and determination to overcome even the greatest of challenges. „The entire club is and will remain united behind its manager and behind its players, collectively and firmly focused on the challenges ahead." Enski boltinn Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Sjá meira
Claudio Ranieri er ekki lengur knattspyrnustjóri því hann var eins og flestir vita rekinn í gærkvöldi aðeins níu mánuðum eftir að hann gerði Leicester City að enskum meisturum. Ranieri var ennfremur rekinn aðeins sextán dögum eftir að hann fékk sérstaka stuðningsyfirlýsingu frá yfirmönnum félagsins. Leicester City sendi frá sér yfirlýsingu 7. febrúar síðastliðinn þar sem haldið var fram að Claudio Ranieri væri með óbifanlegan stuðning sem knattspyrnustjóri félagsins. Blaðamenn voru fljótir að tala um að það væri eins og „koss dauðans“ að fá yfirlýsingu sem þessa. Claudio Ranieri var meira að segja spurður út í það á blaðamannafundi og brosti bara vandræðalega. Leicester City hafði þá steinlegið 3-0 á heimavelli á móti Manchester United tveimur dögum fyrr. Þrátt fyrir þennan mikla stuðning frá yfirboðurum sínum hjá Leicester City þá fékk Claudio Ranieri aðeins fjóra leiki til viðbótar og þrír þeirra töpuðust. Ranieri byrjaði reyndar á því að stýra Leicester City til 3-1 sigurs á móti Derby County í enska bikarnum eftir framlengdan leik en sá dramatíski sigur var þó ekki nóg til að kveikja á hans mönnum. Næstu þrír leikir töpuðu allir og nú er Ítalinn atvinnulaus á ný. Fyrst tapaði liðið 2-0 í ensku deildinni á móti Swansea, svo 1-0 í enska bikarnum á móti Millwall og loks 2-1 í Meistaradeildinni á móti Sevilla. Leicester skoraði reyndar mikilvægt útivallarmark undir lokin og úrslitin því ekki alslæm en ekki voru þau þó nógu góð til þess að bjarga starfi Ranieri. Ranieri ætti nú að þekkja það betur en flestir að vera rekinn úr starfi því í þeirri stöðu hefur hann lent margoft á ferlinum. Hann ætti heldur ekki að eiga í vandræðum með að fá nýtt og spennandi starf í fótboltanum enda sá eini sem getur sagt: Ég gerði Leicester City að Englandsmeisturum.Leicester City eyddi yfirlýsingu sinni út frá 7. febrúar en hún var svona: „In light of recent speculation, Leicester City football club would like to make absolutely clear its unwavering support for its first team manager, Claudio Ranieri. „While there is a collective appreciation from everyone at the club that recent form needs to improve, the unprecedented success achieved in recent seasons has been based firmly on stability, togetherness and determination to overcome even the greatest of challenges. „The entire club is and will remain united behind its manager and behind its players, collectively and firmly focused on the challenges ahead."
Enski boltinn Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Sjá meira