Engin rómantík í Souness: Leicester hefði fallið með Ranieri Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. febrúar 2017 13:00 Ranieri er atvinnulaus. vísir/getty Það varð allt brjálað í enska boltanum síðustu viku þegar ítalski knattspyrnustjórinn Claudio Ranieri var rekinn frá Leicester tæpu ári eftir að vinna óvæntasta og rómantískasta Englandsmeistaratitil í sögu deildarinnar. Leicester er búið að vera í algjöru bulli á þessari leiktíð fyrir utan að komast í fyrstu tilraun í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar en liðið gælir við fallið og hefur ekki skorað deildarmark á nýju ári.Koss dauðans stóð svo sannarlega undir nafni en nokkrum vikum áður en Ítalinn var látinn fara fékk hann stuðningsyfirlýsingu frá stjórninni. Brottreksturinn vakti hörð viðbrögð og létu menn eins og José Mourinho og Gary Lineker í sér heyra en samkvæmt fréttum enskra miðla voru það eldri leikmenn Leicester sem voru ósáttir. Graeme Souness, fyrrverandi leikmaður og knattspyrnustjóri Liverpool, er sparkspekingur á Sky Sports. Rómantíkin er ekki mikil hjá honum en Skotinn skilur vel að Ranieri var látinn fara tæpum 300 dögum eftir að vinna Englandsmeistaratitilinn. „Þetta er harður veruleiki ensku úrvalsdeildarinnar. Leicester hefur verið að fara upp og niður á milli deilda undanfarna áratugi og er nú að gæla við fallið. Eigendurnir sáu að það gat alveg gerst og ég held að ef Ranieri hefði ekki farið hefði Leicester fallið. Liðið átti ekki séns,“ segir Souness. „Ég skil þetta fullkomlega. Liðið var byrjað að rotna. Þið hafði séð leiki Leicester síðustu vikur og væntanlega spurt ykkur hvort hægt sé að snúa þessu við hjá þeim en hversu lengi átti að bíða eftir því?“ Souness kennir leikmönnunum um, en ekki Ranieri: „Leikmennirnir verða að taka þetta á sig. Enn einu sinni eru leikmenn að sleppa með skrekkinn,“ segir Graeme Souness. Enski boltinn Tengdar fréttir Eldri leikmenn Leicester voru óánægðir með Ranieri Samkvæmt heimildum Sky Sports þá kvörtuðu eldri leikmenn Leicester yfir stjóranum, Claudio Ranieri, við eiganda félagsins. 24. febrúar 2017 09:02 Lineker: Þetta er ófyrirgefanlegt hjá Leicester Það eru margir reiðir út í Leicester City fyrir að hafa rekið stjórann Claudio Ranieri frá félaginu í gær. 24. febrúar 2017 08:30 Kónginum hent á dyr Leicester City rak á fimmtudag stjóra félagsins, Claudio Ranieri. Ákvörðun eiganda Leicester kom mörgum á óvart og gerði fleiri hreinlega bálreiða. 25. febrúar 2017 06:00 Vardy segist ekki hafa kallað eftir brottrekstri Ranieri Jamie Vardy segir ekkert til í þeim sögusögnum að hann hafi verið meðal leikmanna sem óskuðu eftir því að Claudio Ranieri yrði rekinn sem stjóri Leicester City en hann sendi fyrrum stjóra sínum kveðju á Instagram-síðu sinni í dag. 26. febrúar 2017 17:00 Koss dauðans stóð undir nafni Claudio Ranieri er ekki lengur knattspyrnustjóri því hann var eins og flestir vita rekinn í gærkvöldi aðeins níu mánuðum eftir að hann gerði Leicester City að enskum meisturum. 24. febrúar 2017 15:00 Mourinho sendi Ranieri stuðningskveðju á Instagram Þeir eru margir sem syrgja örlög Ítalans Claudio Ranieri hjá Leicester City og einn þeirra er Jose Mourinho, stjóri Man. Utd. 24. febrúar 2017 09:30 Fær stuðning úr öllum áttum: Brexit, Trump og nú Ranieri Claudio Ranieri hefur fengið stuðning úr ýmsum áttum eftir að hann var rekinn frá Leicester City í gær. 24. febrúar 2017 16:23 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira
Það varð allt brjálað í enska boltanum síðustu viku þegar ítalski knattspyrnustjórinn Claudio Ranieri var rekinn frá Leicester tæpu ári eftir að vinna óvæntasta og rómantískasta Englandsmeistaratitil í sögu deildarinnar. Leicester er búið að vera í algjöru bulli á þessari leiktíð fyrir utan að komast í fyrstu tilraun í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar en liðið gælir við fallið og hefur ekki skorað deildarmark á nýju ári.Koss dauðans stóð svo sannarlega undir nafni en nokkrum vikum áður en Ítalinn var látinn fara fékk hann stuðningsyfirlýsingu frá stjórninni. Brottreksturinn vakti hörð viðbrögð og létu menn eins og José Mourinho og Gary Lineker í sér heyra en samkvæmt fréttum enskra miðla voru það eldri leikmenn Leicester sem voru ósáttir. Graeme Souness, fyrrverandi leikmaður og knattspyrnustjóri Liverpool, er sparkspekingur á Sky Sports. Rómantíkin er ekki mikil hjá honum en Skotinn skilur vel að Ranieri var látinn fara tæpum 300 dögum eftir að vinna Englandsmeistaratitilinn. „Þetta er harður veruleiki ensku úrvalsdeildarinnar. Leicester hefur verið að fara upp og niður á milli deilda undanfarna áratugi og er nú að gæla við fallið. Eigendurnir sáu að það gat alveg gerst og ég held að ef Ranieri hefði ekki farið hefði Leicester fallið. Liðið átti ekki séns,“ segir Souness. „Ég skil þetta fullkomlega. Liðið var byrjað að rotna. Þið hafði séð leiki Leicester síðustu vikur og væntanlega spurt ykkur hvort hægt sé að snúa þessu við hjá þeim en hversu lengi átti að bíða eftir því?“ Souness kennir leikmönnunum um, en ekki Ranieri: „Leikmennirnir verða að taka þetta á sig. Enn einu sinni eru leikmenn að sleppa með skrekkinn,“ segir Graeme Souness.
Enski boltinn Tengdar fréttir Eldri leikmenn Leicester voru óánægðir með Ranieri Samkvæmt heimildum Sky Sports þá kvörtuðu eldri leikmenn Leicester yfir stjóranum, Claudio Ranieri, við eiganda félagsins. 24. febrúar 2017 09:02 Lineker: Þetta er ófyrirgefanlegt hjá Leicester Það eru margir reiðir út í Leicester City fyrir að hafa rekið stjórann Claudio Ranieri frá félaginu í gær. 24. febrúar 2017 08:30 Kónginum hent á dyr Leicester City rak á fimmtudag stjóra félagsins, Claudio Ranieri. Ákvörðun eiganda Leicester kom mörgum á óvart og gerði fleiri hreinlega bálreiða. 25. febrúar 2017 06:00 Vardy segist ekki hafa kallað eftir brottrekstri Ranieri Jamie Vardy segir ekkert til í þeim sögusögnum að hann hafi verið meðal leikmanna sem óskuðu eftir því að Claudio Ranieri yrði rekinn sem stjóri Leicester City en hann sendi fyrrum stjóra sínum kveðju á Instagram-síðu sinni í dag. 26. febrúar 2017 17:00 Koss dauðans stóð undir nafni Claudio Ranieri er ekki lengur knattspyrnustjóri því hann var eins og flestir vita rekinn í gærkvöldi aðeins níu mánuðum eftir að hann gerði Leicester City að enskum meisturum. 24. febrúar 2017 15:00 Mourinho sendi Ranieri stuðningskveðju á Instagram Þeir eru margir sem syrgja örlög Ítalans Claudio Ranieri hjá Leicester City og einn þeirra er Jose Mourinho, stjóri Man. Utd. 24. febrúar 2017 09:30 Fær stuðning úr öllum áttum: Brexit, Trump og nú Ranieri Claudio Ranieri hefur fengið stuðning úr ýmsum áttum eftir að hann var rekinn frá Leicester City í gær. 24. febrúar 2017 16:23 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira
Eldri leikmenn Leicester voru óánægðir með Ranieri Samkvæmt heimildum Sky Sports þá kvörtuðu eldri leikmenn Leicester yfir stjóranum, Claudio Ranieri, við eiganda félagsins. 24. febrúar 2017 09:02
Lineker: Þetta er ófyrirgefanlegt hjá Leicester Það eru margir reiðir út í Leicester City fyrir að hafa rekið stjórann Claudio Ranieri frá félaginu í gær. 24. febrúar 2017 08:30
Kónginum hent á dyr Leicester City rak á fimmtudag stjóra félagsins, Claudio Ranieri. Ákvörðun eiganda Leicester kom mörgum á óvart og gerði fleiri hreinlega bálreiða. 25. febrúar 2017 06:00
Vardy segist ekki hafa kallað eftir brottrekstri Ranieri Jamie Vardy segir ekkert til í þeim sögusögnum að hann hafi verið meðal leikmanna sem óskuðu eftir því að Claudio Ranieri yrði rekinn sem stjóri Leicester City en hann sendi fyrrum stjóra sínum kveðju á Instagram-síðu sinni í dag. 26. febrúar 2017 17:00
Koss dauðans stóð undir nafni Claudio Ranieri er ekki lengur knattspyrnustjóri því hann var eins og flestir vita rekinn í gærkvöldi aðeins níu mánuðum eftir að hann gerði Leicester City að enskum meisturum. 24. febrúar 2017 15:00
Mourinho sendi Ranieri stuðningskveðju á Instagram Þeir eru margir sem syrgja örlög Ítalans Claudio Ranieri hjá Leicester City og einn þeirra er Jose Mourinho, stjóri Man. Utd. 24. febrúar 2017 09:30
Fær stuðning úr öllum áttum: Brexit, Trump og nú Ranieri Claudio Ranieri hefur fengið stuðning úr ýmsum áttum eftir að hann var rekinn frá Leicester City í gær. 24. febrúar 2017 16:23